26.6.2007 | 15:13
Skírn á Jónsmessu
Litla frćnka mín var skírđ heima hjá sér á Hanhóli í Syđridal í Bolungarvík á Jónsmessu 2007. Hún heitir hér eftir ekki litla frćnka heldur Salvör Sól. Ég var skírnarvottur og Magnea Gná systir hennar hélt henni undir skírn. Séra Agnes prestur Bolvíkinga skírđi og Ásta Björg spilađi á píanó. Ţetta var hátíđleg stund og ţađ ţarf náttúrulega ekki ađ taka fram ađ ég er ákaflega ánćgđ međ nafniđ. Hún er núna fimm vikna gömul og fimm kíló.
Hér er mynd af henni međ elstu systur sinni Ástu Björgu
Hér eru líka nokkrar myndir af henni mánudaginn eftir skírnina.
Fleiri nýjar myndir af Salvöru Sól má sjá í myndasyrpu frá skírnardeginum og deginum eftir.
Flokkur: Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 15:18 | Facebook
Athugasemdir
Flottar báđar. Innilega til hamingju međ nafniđ Salvör mín. Salvör Sól er fallegt nafn á ţessa knálegu hnátu. Gott er hún er ekki bara lík ţér.
Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 26.6.2007 kl. 15:55
Yndisleg stúlkan og nafnid er virkilega fagurt! Til hamingju med litla gullmolann og nafnid hennar.
www.zordis.com, 26.6.2007 kl. 18:54
Salvor er akaflega fallegt nafn! Til hamingju med nofnuna!!
Ylfa Mist Helgadóttir, 26.6.2007 kl. 19:34
Sćl Salvör.
Til hamingju međ litlu nöfnu ţína. Svei mér ef hún er ekki bara lík frćnku sinni og guđmóđur.
Kveđja,
Fjóla
Fjóla Ţorvaldsdóttir (IP-tala skráđ) 26.6.2007 kl. 21:09
Salvör Sól er fagurt nafn - til hamingju međ nöfnu ţína!
En er ţađ sem mér sýnist ađ hún líkist Hannesi móđurbróđur sínum? Ţađ er svosem sanngjarnt ađ hann fái eitthvađ fyrir frćndsemissakir líka
Ólína Kjerúlf Ţorvarđardóttir, 26.6.2007 kl. 21:10
Ofbođslega fékk ţess fallega hnáta fallegt nafn; Salvör Sól - nöfnin eru eins og sniđin hvort fyrir hitt.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráđ) 26.6.2007 kl. 21:15
Til hamingju međ nöfnuna - flott nafn og falleg stúlka.
Edda Agnarsdóttir, 27.6.2007 kl. 13:37
Takk fyrir hamingjuóskirnar. Ég held ađ Salvör Sól sé ansi lík mér og minni ćtt, kannski er ţađ nú samt óskhyggja
En ţađ er alltaf gaman ađ fylgjast međ ţroska svona lítillar manneskju og hugleiđa hvađ hún er ađ spá og hugsa, ég held ađ viđ eigum ekki ađ vanmeta manneskjur ţó ţćr séu litlar og ósjálfbjarga og geti ekki tjáđ sig ennţá nema međ gráti og svipbrigđum.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 27.6.2007 kl. 15:29
Nákvćmlega alveg hárrétt. Ţessar litlu manneskjur hafa vilja og geta tjáđ sig um hann. Og okkur ber ađ hlusta. Ţau eru ótrúlega nösk og dugleg, sérstaklega ef ţau fá nćga athygli á ţađ sem ţau eru ađ reyna ađ koma fram međ.
Ásthildur Cesil Ţórđardóttir, 27.6.2007 kl. 15:49
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.