22.6.2007 | 04:21
Sumarsólstöður á Vestfjörðum
Ég lenti á Ísafirði rétt eftir klukkan sex á sumarsólstöðum 21. júní og núna er ég á Hanhóli í Syðridal við Bolungarvík en þar býr systir mín og mágur. Nú er klukkan fjögur um nótt en ég er ennþá vakandi og horfði á umhverfið baðað morgunsól. Allt í kring eru snarbrött há fjöll, flöt að ofan en með snjókórónu og úr eldhúsglugganum horfi ég út á Syðridalsvatn.
Myndavélin nemur ekki töfra sumarnætur á sólstöðum nálægt heimskautsbaug, litirnir verða allt öðruvísi en ég sé þá út um gluggann.
Athugasemdir
Fagurt í Bolungarvík! Og sumarnæturnar eru það fegursta sem ég þekki á Íslandi, kyrrðin, birtan, lyktin ...
Pétur Björgvin, 22.6.2007 kl. 08:21
Mikið eru þetta fallegar myndir. Þakka þér fyrir.
María Kristjánsdóttir, 22.6.2007 kl. 17:11
Fallegar myndir.
Ester Sveinbjarnardóttir, 23.6.2007 kl. 01:15
flottar myndir, ahh nu sakna eg Islands...
SM, 26.6.2007 kl. 16:10
Fallegar myndir úr gömlu Víkinni minni. Takk fyrir mig
Dagbjört Ásgeirsdóttir, 1.7.2007 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.