Facebook og Instagram liggja niðri

Kl. 15:27 fæ ég tölvupóst frá facebook í kjölfar þess að ég hafði skyndilega verið útskráð og komst ekki inn á lykilorði mínu. Sennilega hefur Facobook dottið niður kl. 15:25 GMT

Ég bað þrisvar sinnum um að endurstilla lykilorðið, þetta var mjög skrýtið og fékk alltaf einhverja villu (óvænt villa kom upp) og seinast að ég væri lokuð úti. Þá var sjálfhætt. 

Skjámynd 2024-03-05 154000

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég sá á mbl.is að facebook liggur niðri og fór svo á twitter og þar kom í ljós að facebook og instagram liggja niðri. Það er sennilega ekki tilviljun að þetta gerist á super tuesday þegar mikilvægar forkosningar eru í bandarískum stjórnmálum. Það má vera þetta sé tæknitruflun eða einhvers konar fyrirbyggjandi vegna netárasa eða kosningaspamms en kannski er þetta netárás.

CISA sem er bandarísk stofnun um netöryggi og innviði hélt fjölmiðlafund í morgun út af forkosningunum og talsmaður þar segir:  "We are aware of the incident and at this time we are not aware of any specific election nexus or any specific malicious cyber activity nexus to the outage. But we are aware of the incident and the global scope of it," 

Þetta er sem sagt að í biðstöðu og engar upplýsingar ennþá nema að Meta segir að verkfræðingar þar séu að vinna í málinu.  Nú er klukkan 17:30 

Prófaði aftur núna kl. 17:51 og kemst núna inn á Facebook

Facebook, Instagram and Threads were all down in massive Meta outage on Super Tuesday Techcrunch

Ahead of Super Tuesday, US elections face existential and homegrown threats The Register

Facebook, Instagram and Threads kicking users off with password reset The Register

facebook-instagram-outages-disruption-meta-google Guardian

Meta’s Instagram, Facebook hit by widespread outages  Aljazeera

What is Super Tuesday and why is it important? All you need to know Aljazeera


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Ég lenti í þessu líka, og er dauðhrædd um, að ég sé búin að eyðileggja eitthvað fyrir mér,enda enginn tæknigúrú. Eftir þetta eilífa strögl með innskráningu og nýtt lykilorð og alls konar svoleiðis rugl, þá kom loks tilkynning á skjáinn um, að verið væri að uppfæra vefinn og hann lokaður þess vegna í a.m.k. sólarhring eða meira. Þetta er mjög svo bagalegt, og maður skilur ekki neitt í neinu, enda er ég óvön þessum miðli. Það hefur líka breyst svo mikið á undanförnu ári. Ég ætla rétt að vona, að maður komist inn um síðir og hafi ekkert verið að eyðileggja fyrir sér þarna eða búin að missa allt efni frá sér. Að öðru leyti er maður engu nær.

Guðbjörg Snót Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2024 kl. 18:16

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Þetta ætti ekki að skipta neinu máli. Ég komst inn á því lykilorði sem ég hafði  áður og gat ekki séð að neitt hefði breyst.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 5.3.2024 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband