2.6.2007 | 10:40
Budapest er falleg borg
Eg er nuna i Budapest i Ungverjalandi á fundi. Vid vorum med fyrirlestra i morgun um ymis konar upplysingataekniverkfaeri, eg fjalladi um wiki. I gaer voru fyrirlestrar i midbaenum og tha sa eg svolitid af midbaenum thvi seinni part dagsins gengum vid eftir bokkum Donár og forum yfir a Margretarbrunni en thar er litil eyja i midri ánni og thar er almenningsgardur. Allt ber vott um mikla velmegun og uppgang i midborginni. Flest gomlu husin eru uppgerd eda verid ad vinna vid thau. Uthverfid sem eg for i gegnum a leidinni fra flugvellinum var tho ekki allt reisulegt, serstaklega sa eg margar verksmidjur sem virtust vera nidurniddar og yfirgefnar. En tho husin i uthverfinu tharfnist vidhalds tho finnst mer borgin mjog falleg og graen, allls stadar eru tre og her eru ekki morg hahysi.
Nokkrar slodir um Budapest
Wikitravel article about Budapest
Wikipedia article (in English) about Budapest
Pictures fro Budapest (Wikipedia Commons)
Athugasemdir
Það er gaman að heyra þetta um Búdapest og eins að fá slóðirnar. Ég á leið um borgina síðar í mánuðinum svo þetta kemur sér vel.
Árni Svanur Daníelsson, 2.6.2007 kl. 23:27
Yndisleg borg, var líka falleg á kommúnistatímanum, en enn fallegri núna nema að einu leyti, vændi og stripp er einum of sýnilegt fyrir minn smekk, það er svolítið sorglegt. Mér hefur alltaf þótt Budapest hafa meira yfirbragð heimsborgar en París, lenti nefnilega einu sinni í því að koma í sömu ferð til beggja borganna og þetta sló mig svolítið. Kannski ekki svo skrýtið þaf sem Austurríki-Ungverjaland var stærra veldi en Frakkland hefur nokkru sinni verið. Samt, skrýtið. Uppáhaldið mitt er hæðin með virkinu, Géllert Hegy (fleiri nöfn til) og ég er svo hundheppi að eiga erindi aftur til Ungverjalands af og til, þar sem stelpan mín er að læra í næststærstu borginni, Debrecen, en maður flýgur um Budapest.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.6.2007 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.