23.3.2020 | 10:55
Ísland er horfið!
Heimskortið á myndinni hér fyrir ofan var sýnt í kvöldfréttum RÚV 21. mars. Hvað varð um Ísland? Sökk það í sæ undan öllu þessu kórónuveiruoki eða urðu náttúruhamfarir sem sökktu landinu án þess að við tækjum eftir því?
Ég var steinhissa að hlusta á fréttirnar í sjónvarpinu á laugardagskvöldið, það voru voða fínar fréttir um öll þessi landamæri sem væru að lokast. Ísland var horfið!
Í Hruninu 2008 þá tók ég fyrst eftir að Ísland væri eyja, eyja langt frá öðrum löndum og ráðamenn byrjuðu þá að tala í tíma og ótíma um "fólkið í landinu". Þeir halda því áfram en Ísland er horfið og mér finnst alveg ástæða til að ræsa út einhverjar leitarsveitir til að finna landið aftur.
Hér er heimskortið eins og það birtist í fréttum ríkisfjölmiðils RÚV. Það getur verið að það vanti pinna til að leita að vírusum, vissulega er það alvarlegt. En það er ekki síður alvarlegt að heil eyja í Atlantshafinu hverfi svona einmitt núna þegar við þurfum eitthvað til að standa á.
Hér er slóð á fréttatímann þar sem ég áttaði mig fyrst á því að Ísland var horfið.
Heimskortið er birt á mínútu 12:40 eða um það bil
https://www.ruv.is/sjonvarp/spila/frettir-kl-19-00/27717/8ku9qh
En burtséð frá því að búa í horfnu landi þá verður athyglisvert að fylgjast með hlutabréfunum falla í dag í USA. Það stefnir allt í svartan mánudag. Hvað sagði ekki Geir forðum um að sogast niður í brimrótið...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:06 | Facebook
Athugasemdir
Sæl Salvör.
Terry Miles, Elsie og Anthony
senda út tónleika í beinni útsendingu
á YouTube veitunni, í dag, mánudag.
Þau skipta með sér verkum þannig:
Anthony Miles - 16:00 - 16:30
Hann nefnir útsendinguna: Your Living room
Útsendingin ætti að sjást með því að velja:
https://www.youtube.com/results?search_query=anthony+miles
Terry Miles - 17:00 - 17:30
https://www.youtube.com/results?search_query=terry+miles
Elsie Miles - 18:00
https://www.youtube.com/results?search_query=terry+miles
Eins er hægt að skrifa nöfn þeirra í leitarstreng á YouTube
og þá ætti þetta allt að vera ljóst.
Þetta listafólk hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum
til að létta fólki lund á erfiðum tímum.
Nú er að tengja hjúkrunarheimili, dvalarheimili og stofnanir
og streyma þessu beint inn á sjónvarpskerfin svo að
allir geti notið góða af inní sínu herbergi.
Fáið tæknifólk í tíma til að sjá um uppsetningu á þessu.
Þeir eru enga stund að redda þessu.
Menn létti sér lund, það er hálfur sigur
unninn með því!
Húsari. (IP-tala skráð) 23.3.2020 kl. 13:57
Sæl Salvör.
Anthony Miles - Bein útsending hafin:
https://www.youtube.com/watch?v=_Bne6-oKUms
Húsari. (IP-tala skráð) 23.3.2020 kl. 16:09
Terry Miles - Bein útsending er hafin:
https://www.youtube.com/watch?v=BjCOu4xx4n0
Húsari. (IP-tala skráð) 23.3.2020 kl. 17:11
Elsie Miles - Bein útsending er hafin:
https://www.youtube.com/watch?v=H1hgfYCTpKc
Húsari. (IP-tala skráð) 23.3.2020 kl. 18:10
Ekki orðið var við að það sé horfið. Veðrið er amk. alveg jafn slæmt og vanalega.
Þorsteinn Siglaugsson, 23.3.2020 kl. 18:51
Sæl Salvör.
Þeir sem áhuga hafa á
geta fylgjast með frekara
tónleikahaldi fari á slóðirnar
að framan til afla sér upplýsinga um útsendingartíma.
En leitin að Íslandi er hvergi nærri lokið.
Og sjá hversu tæknin leikur hrjáða þjóð grátt
þegar Ísland hrynur af spjöldum sögunnar!
Húsari. (IP-tala skráð) 23.3.2020 kl. 19:25
* Hitt er svo sýnu verra að sjá svo margar
villur í jafn stuttum texta!
Þetta átti víst að vera svona:
Þeir sem áhuga hafa á
að fylgjast með frekara ...
"En leitin að Íslandi er..."
Hjálpi mér! Er ekki kennd íslensk málfræði í skólum landsins?!
En leitinni... Biðst margfaldlega velvirðingar
á þessum mistökum mínum.
Húsari. (IP-tala skráð) 23.3.2020 kl. 19:39
Sæl Salvör.
Jörð mun risa iðjagræn úr ægi
eftir Ragnarök hin minni
og Ultima Thule, Ísland, verður á sínum stað
eftir útreikningum Ptolemaeusar og enn fá menn
litið Pólstjörnuna til staðfestingar á
tilveru sinni í sigurverki alheimsins;
falla fossar, flýgur örn.
Húsari. (IP-tala skráð) 24.3.2020 kl. 06:35
Takk fyrir þessar ábendingar um stofutónleika. Listamenn muni sjá til þess að kórónaveirutíminn verður seinna í baksýnisspegli einhvers konar listræn og andleg vakning og þjóðfélagsbreyting.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 24.3.2020 kl. 14:40
Ég var nú bara í þessu bloggi að gera grín að því hve eftirtektarlausir þeir aðilar eru sem taka inn kort sem greinilega eru frá erlendum fjölmiðlum. Það er mjög pínlegt að Ísland vanti á þetta kort. En þetta er alvanalegt. Ég hef oft séð skematísk heimskort á ferðum mínum um heiminn, það finnst mörgum grafískum hönnuðum flottara að skipta heiminum í tvennt og hafa mikið úthaf á milli.
En fyrir okkur sem sogust þarna niður í brimrótinu og búum núna á Hvergilandi er þetta náttúrúlega dáldið móðgandi. Og fyndið.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 24.3.2020 kl. 14:44
Sæl Salvör.
Það eru óvenjuleg strákapör
og snertir ekki jörðina í
almennum samskiptum að láta sér
detta í hug að nánast yfirtaka heilu
síðurnar eins og reyndin var í gær
á bloggi þínu.
Þakka þér fyrir að taka þessu tiltæki svo vel.
Sá að þú lést þig varða málefni eldri borgara
og bloggið þitt yfirgripsmikið að öðru leyti.
Vissulega er sem þú segir "dálítið móðgandi og fyndið"
að upplifa hluti sem þessa.
Tek svo sannarlega undir glöggt sjónarhorn þitt í
fyrri athugasemd.
Allar aðstæður í samfélaginu eru fordómalausar(!)
Húsari. (IP-tala skráð) 24.3.2020 kl. 19:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.