Framsóknarmaddaman er ekki sætasta stelpan á ballinu

Nú er það ljóst að Framsóknarmaddaman stígur ekki dansinn með Geir Haarde næstu árin. Það er kannski allt í lagi að hún vermi bekkina um hríð og hvíli lúin bein. Það verður dömufrí eftir fjögur ár og þá verður eins gott að vera þrælspræk og til í tuskið.

Hér er Geir Haarde í trylltum dansi og nýtur sín vel einn á gólfinu. Hann ætlar að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu næst upp og ef það gengur ekki þá er það Steingrímur. Annars er Samfylkingin búin að vera óvenjukyrrlát og lítið að púa á Sjálfstæðismenn undanfarið og einhver Framsóknarsvipur að færast yfir hana þannig að það mætti gruna að svona færi. 


mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég sé þetta alveg fyrir mér, ballið magnast og magnast nú þegar herramennirnir berjast um síðasta dansinn við Ingibjörgu svona á þetta að vera, ég hélt fyrst að Geir hefði aflýst ballinu og fannst það ferlegt. það gengur síðan ekki hjá framsóknarmaddömmunni að vera svona kallaleg á ballinu, muna það næst. Best hefði verið að senda Siv.

halkatla, 18.5.2007 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband