Nauðgun á barni - gerendur sýknaðir

Ennþá eitt sorglegt mál. Þrír unglingspiltar eru sýknaðir af því að hafa nauðgað 16 ára stúlkubarni. Ég renndi yfir dóminn sem sjá má í heild á vefsíðu héraðsdóms Reykjavíkur og það er glerljóst í mínum huga að þetta er nauðgun og ekkert annað en nauðgun. Stúlkan var drukkin og eflaust hefur henni verið tvísaga og margsaga um einhvað í atburðarásinni, það bendir allt til að hún hafi verið hrifin af einum af gerendunum og viljað hlífa honum og dregið úr og fegrað hans hlut í ódæðinu. 

En þetta er dáldið skrýtið. Það er dáldið skrýtið að í dómsorðinu er sagt frá að formgalla á málinu þannig að spyrjandi í yfirheyrslu í barnahúsi hafi spurt leiðandi spurninga. Ég held að eitt sem hafi verið tekið sem dæmi um leiðandi spurningar hafi verið sögnin að nauðga, það má ekki nota það orðalag.  

Það er margoft í frásögninni reynt að draga úr alvarleika atburðarins og hún sögn á hátt sem er stúlkunni í óhag, látið líta svo út að hún hafi verið fús til kynferðisathafna. Það er svona orðalag haft eftir henni: "Hún hefði samt ekki grátið eða neitt þannig og jafnvel verið hlæjandi, en þó ekki verið grín í huga og sagt „nei“, en þá hefðu ákærðu farið að hlæja." til að styrkja þá sögu að þetta hafi ekki verið nauðgun. Áður hefur komið fram að hún hafi talið sig "blindfulla". Í dóminum er lagt kapp á að segja sögu stúlkunnar út frá orðalagi hennar sem er mál ráðvillts unglings en það er annað upp á teningnum þegar sögð er sagan frá sjónarhorni ungingspiltana.

Lítum á eftirfarandi frásagnarbrot úr dómnum. Hefði sextán eða sautján ára piltur lýst samförum svona? þar er einhver sem vill láta þetta líta út sem góðlátlegt spjall pilts og stúlku þar sem stúlkunni  er lýst sem geranda sem nánast ræðst á piltinn og notar hann sem kynlífsleikfang. Hver hefur efni á að tala um óhlutdræga frásögn? Hvað eru margir nauðgarar í sögunni sem hafa játað verknað sinn fyrir dómi og kallað hann því nafni sem hann er? Sennilega afar fáir. Jafnvel þó nauðgarar hafi hreykt sér í sínum vinahópi af ódæðum sem þessum og hafi jafnvel gengið svo langt að taka ódæðisverkin upp á myndbönd og senda spóluna til vina með yfirskriftinni Nauðgun þá hafa þeir staðfastlega neitað því fyrir dómi að um nauðgun hafi verið að ræða.

"Ákærði hefði sest við hlið hennar, rætt lítillega við hana, því næst faðmað hana og kysst, en þannig hefði eitt leitt af öðru þar til þau hefðu klætt hvort annað úr fötum, þó ekki brjóstahaldara stúlkunnar, hún því næst ..., þá sest ofan á ..... og viðhaft samfara­hreyfingar uns ákærði hefði fellt til hennar sæði."

Í dómnum er talað um samfærir að óvilja hennar. Er það skrauthvörf fyrir orðið nauðgun? 


mbl.is Þrír unglingspiltar sýknaðir af ákæru fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

halkatla, 15.5.2007 kl. 13:54

2 identicon

"Áður hefur komið fram að hún hafi talið sig "blindfulla"."

Þar er verið að ræða annað atvik.

Matthías Ásgeirsson (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 14:34

3 identicon

Það er náttúrulega erfitt að fyrir dómara að dæma í málinu þar sem að stúlkugreyið er alls ekki viss um hvað geriðist í herberginu. Það er óumdeilt að samræði átti sér stað, en það er leiðinlegt að segja það, það eru engin, nákvæmlega engin sönnunargögn um nauðgun. Það eru engin sár, marblettir eða nein merki nauðgunar á stúlkunni sjálfri og hún getur ekki almennilega gert grein fyrir því hvað gerðist í herberginu.

Ég er ekki hissa á því að dómurum héraðsdóms Reykjavíkur hafi þótt erfitt að dæma 3 menn í fangelsi þegar ákæran byggist á götóttu minni stúlkunnar. Einu sönnunargögnin sem ákæruvaldið lagði fram er að stúlkan hafi haft kynmök þetta kvöld.

Jóhann P (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 14:44

4 identicon

Ég ráðlegg þér að fara inná Héraðsdóm Reykjavíkur og lesa dóminn.

Krilli (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 23:43

5 identicon

það eru ekki alltaf sjáanleg merki nauðganna sem konur bera utan á sér... systur minni var nauðgað og hún eins og svo margar aðrar konur lamaðist af skelfingu og hreinlega beið þangað til árásarmaðurinn hafði lokið sér af.  við vonum bara að vitnisburður sálfræðingsins sem henni var úthlutaður muni duga til að sakfella hann.

 svona fullyrðingar eru mikill steinn í götu kvennréttinda og ýta undir þau viðhorf að konur geti sjálfum sér um kennt

Nafnlaus (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 09:17

6 identicon

Nafnlaus: Það var enginn að segja að þetta hafi verið henni að kenna. Heldur einfaldlega að það hefi ekki verið sannað að nauðgun átti sér stað. Það er viðbjóðslegt hvernig samfélagið (og þá sérstaklega konur) reikna með því að viðkomandi sé sekur ef hann er kærður fyrir nauðgun. Þetta er eins og nútíma nornaveiðar! ALLTAF þegar það er dæmt sakleysi í þessum málum þá er hrópað að það sé eitthvað að dómskerfinu, er virkilega svona erfitt að ímynda sér að  saklausir menn séu ásakaðir? Ein af algengustu ástæðunum er einmitt þegar ungar stelpur stunda kynlíf sem þær sjá eftir og skammast sín fyrir, oft þrýstingur frá foreldrum að kæra.

Geiri (IP-tala skráð) 18.5.2007 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband