13.5.2007 | 09:26
Spennandi kosninganótt
Ég vaknaði í morgun við sjónvarpið. Þá hafði eitthvað mikið gerst, Jón Sigurðsson dottið út og Samúel Örn kominn inn sem annar maður í SV kjördæmi, Lára Stefánsdóttir dottið út og Ellert Scram og Kristinn Gunnarsson komnir inn. Svo komu lokatölur og þá datt Samúel út aftur og það munar bara 11 atkvæðum. En staðan er þannig fyrir Framsóknarflokkinn að hann hlýtur hörmulega útreið í Reykjavíkurkjördæmum, það er ekki hægt annað en horfast í augu við það. Það er auðvitað reiðarslag að formaður flokksins Jón Sigurðsson hafi ekki náð kjöri. Ég held að Jón Sigurðsson njóti trausts allra Framsóknarmanna og raunar traust allra sem til hans þekkja. Það er hins vegar ekki hægt að byggja upp kjörfylgi og breyta vinnubrögðum og innra starfi í stjórnmálaflokki og sætta sjónarmið á svo skömmum tíma og hann hefur haft frá því hann var kjörinn formaður.
24 nýir þingmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.