Reisupassi og griðabréf

það er ekkert að skýrast hvers vegna þessi alsherjarnefnd afgreiddi ríkisborgararétt til erlendrar stúlku þrátt fyrir skamma dvöl í landinu og að mér virðist veigalitlar ástæður í umsókn, ég veit að það eru mikilvægar ástæður fyrir alla að geta ferðast án vesens milli Íslands og annarra landa og unnið hérna að vild á meðan maður er í námi en frá sjónarhóli íslenska ríkisins þá hljóta þetta að teljast veigalitlar ástæður, ég held að það sé ekki sniðugt að ríkisborgararéttur sé svona eins konar reisupassi fyrir erlenda námsmenn.

Alsherjarnefnd - undirnefndÞað er mjög undarlegt hvernig þessi nefnd starfaði, þau  Bjarni Benediktsson (formaður nefndarinnar og sá sem ber mesta ábyrgð), Guðjón Ólafur Jónsson og GuðrúnÖgmundsdóttir verða að svara betur fyrir það ef þau ætla að hafa einhvern trúverðugleika í stjórnmálum.

 

Það kom nú ekkert nýtt fram í skýrslu frá alsherjarnefndinni, mest skjalfest það sem áður hefur komið fram. Hér er brot úr bréfinu: 

Uppfylli umsækjandi ekki skilyrði laga til þess að fá íslenskt ríkisfang getur hann óskað þess að málið verði sent Alþingi til frekari skoðunar.

Umsóknir um ríkisfang fara til allsherjarnefndar til úrvinnslu. Löng hefð er fyrir því að nefndin feli þremur nefndarmönnum að fara yfir hverja og eina umsókn og fylgiskjöl. Er það gert á fundi sem boðaður er með fulltrúa dómsmálaráðuneytis og Útlendingastofnunar. Þessir aðilar hafa áður farið yfir gögn málsins og veita nefndarmönnum frekari upplýsingar og skýringar eftir því sem þörf krefur.

Að lokinni yfirferð umsókna leggja fulltrúar nefndarinnar tillögur sínar fyrir allsherjarnefnd. Við afgreiðslu málsins geta nefndarmenn fengið skýringar, aðgang að gögnum eða upplýsingar um eðli og ástæður.

 

 Vísir er líka búinn að setja hér inn frétt um samantekt alsherjarnefndar.

Ég skil ekki þessa seinustu setningu um að nefndarmenn geti fengið skýringar, aðgang að gögnum eða upplýsingar um eðli og ástæður. Hlýtur það ekki að þýða að nefndarmennirnir geta fengið gögn sem eru hjá Útlendingastofnun? Það er nú eiginlega furðulegt ef umrædd stúlka hefur fengið ríkisborgararétt fyrir svo veigalitlar ástæður í umsókn (ef það er rétt sem kom fram í Kastljósi) nema nefndarmenn hafi kynnst sér betur aðstæður hennar. Það er mikið fjallað um hentihjónabönd og mikil tortryggni gagnvart ungum útlendingum sem giftast Íslendingum m.a. hafa verið sett sérstök lög um aldur. Það hefur eftir því sem ég best veit ekkert komið fram um að stúlkan sé gift Íslendingi. Það er því ótrúlegt að nefndarmenn hafi ekki kynnt sér aðstæður hennar vel og þar með fjölskyldu. Íslenskt þjóðfélag er nú svo lítið og fyrsta spurningin er jafnan um ættir fólks og uppruna þannig að það er bara alls ekki trúlegt að þessi nefnd hafi ekki vitað um tengsl stúlkunnar við Jónínu Bjartmarz. En nefndin vinnur afar loðið, verklagsreglurnar eru þessar: "Afgreiðsla mála byggir síðan á heildarmati á hverri og einni umsókn". Ég hef tekið eftir því að sumum finnst þetta í lagi, finnst að um leið og stjórnmálamenn eru kosnir á þing þá eigi þeir að hafa umboð kjósenda og frítt spil um hvað þeir gera. Ég held að það virki bara alls ekki vel. Ég held að við eigum að hafa stíft eftirlit með stjórnmálamönnum og hvernig þeir fara með vald sitt. Þeir virðast ekki hafa farið vel með vald sitt í þessari nefnd - alla vega ef ég gef mér það að það sé ekki hægt fyrir alla útlendinga sem hér dvelja og eru í sambandi við Íslendinga að fá sams konar fyrirgreiðslu.

En mikil vildi ég óska að allir stjórnmálaflokkar byggist samtökum um að gera Ísland að sams konar griðastað og danskir stjórnmálamenn eru að gera í sínu landi, sjá þessa frétt á Vísi:

Danir bjóða ofsóttum rithöfundum hæli


Danir hafa ákveðið að veita ofsóttum rithöfundum hæli og vernd gegn andskotum sínum. Þetta á við um blaðamenn, rithöfunda og teiknara sem hafa ástæðu til þess að óttast um hag sinn. Annaðhvort vegna ofsókna ríkisstjórna eða trúarsamtaka.

Danska ríkisstjórnin gengur þarna til liðs við samtökin ICORN, sem stendur fyrir "International City of Refuge Network."

Það var rithöfundurinn Salman Rushdie sem stofnaði ICORN eftir að hann var dæmdur til dauða af múslimadómstól fyrir bók sína Söngvar Satans. Hælislandið veitir flóttamönnunum dvalarleyfi, húsaskjól og eftir atvikum fjárhagsaðstoð.

Stuðningur er við þessa ákvörðun meðal allra stjórnmálaflokka í Danmörku.

 Það má orða þetta þannig að skynsamlegra og réttlátara sé að  íslenskur ríkisborgararéttur sé veittur sem griðabréf fyrir þá sem eru ofsóttir vegna skrifa sinna fremur en alsherjarnefnd úthluti reisupössum til þeirra  sem þurfa að ferðast snurðulaust milli Íslands og umheimsins.

Annars í sambandi við þetta mál þá ættu þeir menn sem líta á þetta sem mesta hneykslismál í íslenskum stjórnmálum að hugleiða hve mikil forréttindi það eru að búa í landi þar sem æstustu spillingartilvikin eru af þessu tagi - að hliðrað sé til fyrir ungum útlendingi sem vill verða íslendingur og tengist íslenskri fjölskyldu og vill mennta sig meira og myndi hvort sem er hafa fengið hérna ríkisborgararétt í fyllingu tímans. Ég held að þessi unga stúlka sé ágætis Íslendingur og auðgi íslenskt samfélag. Ég vil búa í samfélagi fjölbreytileika og umburðarlyndis. 


mbl.is Umsóknir um ríkisborgararétt afgreiddar ágreiningslaust innan allsherjarnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

ég tek undir hvert orð í þessum pistli, nema endirinn. Það er asnalegt að segja "stúlkan er svona" "stúlkan er hinsegin" við vitum einfaldlega ekkert um það hvað hún kemur tilmeð að gera í framtíðinni!

Varðandi afhverju þetta er svona skrítið mál, þá er mín kenning áfram sú að Jónína hafi dáleitt nefndarmeðlimina.... ég sé ekki neina aðra skýringu sem meikar sense

En þetta var ljót hegðun af þeim öllum, sama hvaða ástæður þau gáfu sjálfum sér. 

halkatla, 2.5.2007 kl. 19:05

2 identicon

Alveg extraordinær meðferð á máli stúlkunnar,Ég hef verið í sambandi við Útlendingastofnun og Utanríkisráðuneytis vegna ættleiðingar á barni af fyrra hjónabandi konu minnar. Við erum kvænt, en vegna búsetu og vinnu minnar erlendis, þá var mér tjáð að það væri nánast útilokað að ættleiða og "íslenska barnið" samkvæmt íslenskum lögum. En ef við værum öll búsett á Íslandi, þá væri séns að draumurinn rættist á ca. 5 árum. Ég tel mig vera Íslending og el mín afkvæmi, og afkvæmi sem eru mín, samkvæmt mínum íslenskum ráðum. Kannski er lausnin mín að finna íslenska frillu (eða útlenskan Íslending), sem gegnum pólitísk sambönd gæti leyft slíka ættleiðingu til mín á innan við 15 mánuðum. En þá yrði örugglega fjaðrafok um melludólg að misnota hjásvæfu í stað að hjásvæfan (og þekkingarvaldið) misnotaði þjóðfélagslega stöðu sína. Það er kannski einhver jafnréttiskeppni kynjanna þarna í gangi sem almenningur veit ekkert um, en bara brýst út á svona sérkennilegan hátt.Hvað Jónína Bjartmarz var að þvæla um, að enginn vissi hver þessi stelpa var, þá er Jónína að reyna að þurrka af sér skítinn. Hún ætti að vita manna best hvernig störf Útlendingastofnunar og Dómsmálaráðuneytisins eru varðandi áreiðanleika upplýsinga frá umsóknaraðilum. Ef umsækjandinn hefur lögheimili í fjósi á Trékyllisvík , en er samt sem áður ekki hægt að staðsetja, þá fær viðkomandi að sjálfsögu ekki íslenskan passa. Það er eftirlit með slíku! Það eru meiri líkur að fá íslenskan passa ef viðkomandi býr í eigin húsnæði og hægt er að staðfesta búsetu via lögregluembætti og fógeta (þ.e. ef viðkomandi hefur búið á landinu í a.m.k. 5 ár). En auðvitað toppar það allt að láta rekja húsnæði umsækjanda til heimilisfangs Jónínu, því það er "án vitundar Jónínu" (Jónína því vita saklaus :) og allir þekkja til sjálfsagðrar endurgoldinnar pólitískrar greiðvikni.Og að Jónína Bjartmaz hafi í Kastljósi ekki þóst vita (sem fyrrverandi meðlimur "útlutunarsjóðs íslenskra vegabréfa") og neita allri hugsanlegri vitneskju um vitund annarra á málsmeðferðinni, lýsir þessarri konu best. Út með hana! Hún er óforbetranleg skömm! Subbulegt.

Ég skrifa ofangreint samkvæmt eigin samvisku og reynslu.

nicejerk

nicejerk (IP-tala skráð) 2.5.2007 kl. 20:40

3 Smámynd: Kristján Pétursson

Loksins erum við Salvör að verða sammála um afgreiðslu þessa máls.Verst þykir mér , að svo virðist vera,að allir sem með einum eða öðrum hætti komu að afgreiðsu þessa máls segja ósatt og sýna þjóðinni óvirðingu og ákveðinn brotavilja í opinberri þjónustu og ættu því að bera fulla ábyrgð verka sinna.Reglur Allsherjarnefndar við undanþágum fyrir ríkisborgararétti virðast geta farið meira eftir persónulegum skoðunum nefndarmanna,en ströngum verklagsregum.Vonandi verður gerð ýtarleg rannsókn á störfum nefndarinnar s.l.5 -10 ár og þá kemur væntanlega í ljós, hvort sjálft Alþingi Íslendinga hefur stundað einhverja ósæmilega afgreiðslu í þessum málaflokki.

Kristján Pétursson, 2.5.2007 kl. 22:01

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Látum það nú vera að  framsóknarráðherrann reyni  að ota sínum tota fyrir tengdadóttur sín, annað eins hefur nú gerst hjá flokksbræðrum hennar. Hitt er miklu verra að horfa upp á alla þessa samtryggingu hjá öðrum flokkum.  Guðrún Ögmunds sagði  aðspurð í DV um málaleitan Sigurjóns að hún væri óþörf enda væru öll gögn komin í tætara.  Í dag sagði Bjarni Benediktsson að  Sigurjóni hefði aldrei verið neitað um gögnin heldur væri verið að flokka þau og það tæki tíma.  Ef bæði Guðrún og Bjarni segja satt þá er Bjarni að  líma saman tæur úr tætaranum!!!!

Aumingja Helgi Seljan á erfitt með að kaupa þetta og fær svívirðingar og jafnvel ærumeiðingar að launum frá Salvöru, fyrir að leyfa sér að malda í móinn þegar  "kurteis og orðvar lögfræðingur" í sama flokki og Salvör,hellti sér yfir hann. 

En skyldi Salvör trúa þessu ?

Sigurður Þórðarson, 2.5.2007 kl. 23:55

5 Smámynd: SM

ríkisborgarétt í Cheerios pakkana, það er næsta lógiska skref.

SM, 3.5.2007 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband