Hauslausa drottingin

Hauslausa drottninginÞað er illa farið með ljósmyndina af Alexandrínu drottningu Íslands og Danmerkur og manni hennar Kristján X sem tekin var á  á Þingvöllum árin 1926 að höggva svona hausinn af drottningunni með stóreflis exi. 

Þessi mynd er frá ljósmyndasafni Íslands og hana má sjá á vefsíðum þess. Ég birti þessa mynd hérna til að sýna hvað mér finnst afleitt í hvernig menningarstofnanir á Íslandi miðla stafrænu menningarefni.

Í fyrsta lagi þá setja menningarstofnanir afar lítið af efni sínu á stafrænt form og lúra á því eins og ormar á gulli. Ég hef heyrt ágætis fólk í söfnum segja frá því að það vilji ekki setja efni sem það hefur tekið saman á vefinn vegna þess að þýði að fólk komi ekki í safnið. Þess vegna hafa sum söfn tekið upp á að hafa einhvers konar margmiðlunarsýningar á safnsvæðinu sjálfu og sýna þar margmiðlunarefni sem ekki er hægt að skoða nema á sérstökum tölvum í safninu. 

Í öðru lagi þá setja þær menningarstofnanir sem þó eru svo framsýnar að þær birta efni á vefnum það út á hátt sem er mjög takmarkandi. það ber að þakka fyrir að hafa fengið að berja þessa mynd af Alexandrínu drottningu augum en út af hverju í ósköpunum þarf að skemma þessar myndir sem og allar myndir sem ljósmyndasafn Íslands setur á vefinn með svona exi? Hvaða notagildi eru af þessari mynd? Ég veit auðvitað að þessi blóðöx er einhvers konar merki til að tryggja að fólk afriti ekki myndirnar af vefsíðum ljósmyndasafnsins og birti þær annars staðar eða noti þær í öðrum verkum. En ég veit líka að þessi mynd er svo gömul að það er ekki lengur höfundarréttur að henni og ég velti fyrir mér hvers vegna í ósköpunum Ljósmyndasafn Íslands er að gera öllum sem hugsanlega vildu nota þessa mynd (t.d. nemendum í skólum) erfitt fyrir, af hverju í ósköpunum er myndin ekki sett á vefinn undir einhverju sem efni sem er til afnota fyrir alla.

Ég kenni nemendum mínum að búa til námsefni sem wikibækur, hér er námsefni sem þau eru með í vinnslu. Einn liður í því er að kenna þeim og þjálfa þau í að nota wikimedia commons og creative commons og nota myndefni annarra á löglegan hátt í sínum verkum og vita hvaða efni má afrita og endurnota og breyta. Sá hugsunarháttur sem einkennir þessar merktu og ónothæfu myndir frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur er alveg andstæðan við það sem einkennir þessi commons  samfélög/samvinnufélög þar sem allir geta tekið út eftir þörfum og notað að vild. Það eru nokkrar myndir af Kristjáni X konungi á Wikipedia Commons en enginn af drottningunni. Hér eru listi yfir danska kónga. 

með tengingum í vefsíður um þá á dönsku wikipedia. Það væri gaman að þýða þetta á íslensku wikipedia, vonandi gerir einhver það fyrir þá kónga sem teljast líka konungar Íslands. 

í nútíma netsamfélagi þá erum við þátttakendur, okkur nægir ekki að nota efni eins og myndir bara til að horfa á þær og sjá þær í einu samhengi (sem mynd sem hangir uppi á vefsíðu ljósmyndasafns Íslands) heldur viljum við nota svona myndir og annað vefefni í okkar eigin verkum og endurblöndun (remix) þannig að við búum til verk sem sett eru saman að hluta úr einingum frá öðrum og að hluta úr einingum frá okkur, verk sem eru síkvik og tengd við önnur verk. Blogg er notar myndir frá öðrum og tengir í efni frá öðrum er einmitt dæmi um þannig miðlun. 

Ég skrifaði á sínum tíma grein um Sigurð málara  og grein um Þjóðminjasafn Íslands á íslensku wikipedia. Mikið vildi ég óska að íslenskar menningarstofnanir kynntu sér wikipedia og creative commons og miðluðu stafrænu efni á þann hátt. Það myndi gera okkur sem störfum í skólakerfinu miklu auðveldara að nýta allt það góða efni sem þar er geymt og núna bara aðgengilegt sérfræðingum eða þeim sem koma sérstaklega í söfnin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband