Týndi síma og bíl í Texas

Á vorjafndćgri flaug ég til Boston, ég kom ţangađ seint um kvöld og gisti ţar eina nótt í Winthrop á hóteli rétt hjá flugvellinum. Eldsnemma í morgun flaug ég til Austin í Texas, ţađ var reyndar dáldil seinkun á fluginu vegna ţess ađ ţegar vélin ćtlađi ađ hefja sig til lofts ţá fór rafmagniđ af vélinni. Fólki fannst ţetta ekkert allt of traustvekjandi en vélin lenti heilu og höldnu í Austin. Ég tók bílaleigubíl á flugvellinum og fór ađ nördast í nokkrum tölvubúđum.  Fékk létt panikkast ţegar ég uppgötvađi ađ ég hafđi týnt símanum mínum, ţađ er alls ekki ţćgilegt í útlöndum. Ennţá meira stress ţegar ég uppgötvađi ađ ég hafđi týnt bílnum í einhverju af ţeim ţúsundum stćđa sem voru í verslunakeđjuţyrpingunni. Ég gat ómögulega munađ hvernig bíl ég var á eđa hvar ég hefđi lagt honum, mundi ekkert nema ađ hann var eitthvađ bláleitur tveggja dyra, eina kennileitiđ var ađ ég mundi ađ ég hafđi sett bókina Paradís í framsćtiđ. Paradís er sakamálasaga eftir Lísu Marklund. Ég var dágóđa stund ađ skima inn í bíla í leit ađ Paradís.  Ţá mundi ég eftir ađ ég var međ einhverja pappíra frá bílaleigunni og ţegar ég skođađi ţá betur ţá sá ég ađ númeriđ á bílnum var ţar skráđ. Ţá fann ég strax bílinn aftur. Svo hafđi ég týnt símanum einmitt í farţegasćtinu viđ hliđina á Paradís svo gleđi mín var tvöföld, ég fann síma og ég fann bíl. Svo tókst mér ađ stađsetja hvar ég vćri í heiminum međ ţví ađ kaupa risastórt götukort af Austin í Barnes og Nobles bókabúđ og biđja afgreiđslumanninn ađ segja mér hvar ég vćri stödd á kortinu. Ţađ kom á hann og hann gerđi mikiđ veđur út af ţessu, kallađi til samstarfsmann til ađ standa vaktina á kassanum af ţví hann ţyrfti ađ sýna mér hvar ég vćri. 

Eftir ađ ég fann út hvađ ég var og var komin međ nákvćmt kort ţá var auđvelt ađ rata, ég brunađi ţjóđleiđina gegnum bćinn og villtist reyndar nokkrum sinnum eins og mađur gerir jafnan á amerískum vegakrossunum en ég komst svo á leiđarenda. Ég sá nú lítiđ af Austin í dag annađ en verslunarmiđstöđvar, flugvöllinn, Interstate vegina og mótelahótelin. Ţađ var nú líka rigning á köflum og kannski ekki svo gott ađ vera í miđbćnum. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Allt er gott sem endar vel, ţú ert ráđagóđ Salvör.

Ester Sveinbjarnardóttir, 23.3.2007 kl. 07:09

2 identicon

Sćl Salvör.

Eitthvađ kannast ég viđ lýsingu ţína. Ţetta kemur reglulega fyrir mig í Smáralind, man aldrei hvar ég legg bínum. Eftir ađ ég fékk lykil međ fjarstýringu er ţetta skárra, ţví nú blikka ljósin á bílnum ţegar hann er opnađur og ég elti ljósiđ. Fall er farar heill svo ţađ verđur örugglega allt upp á viđ úr ţessu. Góđa skemmtun.

Fjóla Ţorvaldsdóttir (IP-tala skráđ) 23.3.2007 kl. 17:22

3 identicon

ţetta ert svo mikiđ ţú mamma ^^,

gott ađ ţú skemmtir ţer vel úti :D

Kristín Helga Magnúsdóttir (IP-tala skráđ) 28.3.2007 kl. 02:39

4 identicon

Uss,bara borgar sig ekki að spyrja kanann til vega, getur aldrei viðurkennt að hann viti það ekki. Bullar bara og fer svo helst út í allt aðra og marga sálma, maður er kurteis og hlustar á þetta raus , en er löngu samt búinn að loka eyrunum. Stundum á maður samt vonda daga og segir pirraður, ´ég spurði þig ekki að þessu´, eða , ´komdu þér að efninu maður´. Bý í BNA svo maður kannast við það

olga (IP-tala skráđ) 29.3.2007 kl. 06:39

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband