Talfrelsi ?

Bloggarinn ötuli Stefán Friðrik er alveg að tapa áttum í  Guðbjargar Kolbeins einelti sínu. Nokkur af hans seinustu bloggum eru blóðmjólkun á því máli.

Sjá hérna:

Bloggvefurinn horfni og umdeildu ummælin

Guðbjörg Hildur lokar bloggsíðu sinni

Af hverju biðst Guðbjörg Hildur ekki afsökunar?

Ég hef alltaf talið Stefán Friðrik einfalda og hrekklausa sál og verið hlýtt til hans vegna þess að hann hefur ekki hingað til lagt sig niður við að rakka fólk niður. En af því ég held að Stefán hafi ekki skilið málið almennilega þá gerði ég hérna þrjár skýringarmyndir sem sennilega geta skýrt fyrir Stefán Friðrik ef hann skoðar þær vel um hvað málið snýst. Ég hugsa að Eyþór Arnalds fyrrum talfrelsisstjóri og ýmsir spangólandi varúlfar sem hafa gert sér mat úr orðum Guðbjargar hafi líka gott af að skoða þessar þrjár skýringarmyndir.

Það má svo benda þessum ágætu Sjálfstæðismönnum á að bera saman orðræðu um brandara sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins segja á tyllidögum (sjá söguna hérna Dvergakast og femínisk fyndni ) við orðræðu fjölmiðlafræðings sem greinir forsíðumynd í vörulista sem ætlað er að selja fermingardót. Hvort er meiri ástæða til að biðjast afsökunar á klámbröndurum ráðherra eða lýsingu og greiningu Guðbjargar Kolbeins á því sem hún sá út úr myndefni í auglýsingum? 

talfrelsi

talfrelsi2

talfrelsi3

Ég vil þakka Guðbjörgu Kolbeins fyrir að hafa sýnt okkur hversu mikið  talfrelsi er á Íslandi. Ég vil líka lýsa aðdáun minni á hönnun á þessari forsíðu og biðja hönnuðinn sem hugsanlega er miður sín núna að horfa á þetta með jákvæðum augum. Það er góð mynd sem hefur áhrif og þessi forsíða hafði svo sannarlega áhrif.  Umræðan um myndina er vissulega leiðinleg fyrir fyrirsætuna og það er miður. En það er allt í lagi að fólk rýni í myndefni og segi hvað það sér út úr myndum. Þessi fáránlegu viðbrögð eru öllum til skammar sem tengja sig á einhvern hátt við málfrelsi og lýðræði. 

Mín fyrri blogg um þetta mál:

Dr. Gunni og dr. Guðbjörg, varúlfurinn Gummi og frú Kolbeins

Fermingarbæklingur Smáralindar og Bókamarkaðurinn

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SM

myndirnar lýsa þessu vel. Fjölmiðlafræðingar mega lesa úr myndum og tjá sig um það.

SM, 17.3.2007 kl. 08:54

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Málflutningur Guðbjargar var engan vegin konum til framdráttar og það hefði verið stórmannlegt af henni að biðjast afsökunar á stóryrðum sínum, þar sem hún hefur vissu fyrir því að þau hafa sært að óverðskulduðu módelið og fjölskyldu þess.  Vissulega er víða pottur brotin í framsetningu á auglýsingum.  Mörgum ofbýður að sjá mikið málaðar fermingastúlkur í auglýsingum í tíma og ótíma og hefur gildi þeirra vafalaust verið stórkostlega ofmetið.  Körlum sem konum finnast þessar auglýsingar sem eiga að selja bílasápur eða hvað sem verið er að selja, vandræðalega og lítt aðlaðandi.  Það væri gaman að sjá skoðunarkönnun meðal almennings hvernig þeim finnist auglýsingar þar sem verið er að höfða til athygli kaupandans með því að kyngera hlutina.  Og hvort það skiptir máli á hvaða aldrei auglýsingamódelin eru.

Ester Sveinbjarnardóttir, 17.3.2007 kl. 09:49

3 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Þetta er komið nóg! Alveg nóg....

Sveinn Hjörtur , 17.3.2007 kl. 10:28

4 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Með þessari færslu þinni ert þú að berja lóminn, rétt eins og þú átelur ofurbloggarann Stefán Friðrik fyrir aö gera. Að sama skapi gerirðu þetta að flokkspólitík með því að taka fram að einhverjir "sjálfstæðismenn" séu manna ötullastir við að hneykslast á "klámfærslu" Guðbjargar og dregur um leið fram gamla "brandara" úr hirslum sjallanna til að sýna hvað þeir eru sjálfir lélegir pappírar. Jamm, svo skal böl bæta…

 

Þetta er ekki málflutningur þér til framdráttar og minnir mig einna helst á aumlegt yfirklór VG forystunnar við svokölluðum "áramótabrandara" um Margréti Frímannsdóttur þar sem hvergi var beðist afsökunar. Þar var skrapaður botninni í smekkleysunni, rétt eins og Guðbjörg gerði með sinni "klámfærslu" Það fyrirfinnst samt alltaf fólk sem er reiðubúið til þess að verja ósómann með "smjörklípunni", það er að benda á aðra og annað. Eða hreinlega með því að lemja fjölmiðla sem komu hvergi nærri…

Víðir Ragnarsson, 17.3.2007 kl. 12:16

5 Smámynd: Valdimar Gunnarsson

Ekki skil ég, Salvör, að þú skulir tala um ágæta sjálfstæðismenn þegar þú nefnir Eyþor Arnalds og Stefán Fr. - er það gert í háðungarskyni?  Allir mega vita hvern byr þessir menn hafa innan síns flokks. 

Það er hins vegar ljóst að Stefán er  að reyna að höfða til einhverra "red necks" með þessu tuði sínu.  Sumir þeirra taka til máls hér að ofan.

Í mínum augum er þetta mál ekki einþætt og ekki útrætt.


Í fyrsta lagi fór Guðbjörg Kolbeins nokkuð offari í orðalagi í grein sinni þar sem hún hefði þurft að skilja betur milli hugmyndar og fyrirmyndar (fyrirsætu). En gagnrýni hennar var rökföst og réttmæt.

Í öðru lagi opinberaðist í framhaldi af þessari gren Guðbjargar að margir vilja alls ekki að um þessa hluti sé talað, töldu hana fara með firru og vondan áróður enda væri hún femínisti.  Það halda sumir að þýði eins konar djöfladýrkandi.

Í þriðja lagi opinberaðist í þessari hrinu sorglegur skortur á þjálfun í rökræðu meðal okkar Íslendinga. Þannig varð flestum ofviða að greina milli a) greinarinnar og skoðana sem í henni birtust  og b) höfundar greinarinnar og stöðunnar sem Guðbjörg Kolbeins gegnir.

Í fjórða lagi keppast menn nú um að halda því fram að þetta mál sé komið fram yfir síðasta umræðudag og nú vanti ný hneyksli. Þetta er líka vitnisburður um það hversu óvandaðir fjölmiðlar hafa spillt hugsunarhæfni manna.

Valdimar Gunnarsson, 17.3.2007 kl. 12:58

6 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hversvegna í ósköpunum biðst doktorinn ekki afsökunar á orðum sínum?

Er þetta skoðun hennar ennþá?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.3.2007 kl. 15:12

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er kominn tími á að jarðsyngja málið.  Þó ekki væri nema vegna fyrirsætunnar sjálfrar og fjölskyldu hennar.  Þessi umrædda bloggfærsla var Guðbjörgu ekki til mikils sóma og ég held því blákalt fram verandi feministi sjálf.  Ég vildi gjarnan vera laus við ALLAR bloggfærslur sem endalaust birtast um málið.  Smáralindarbæklingsumræðan hefur runnið sitt skeið.  Amen.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 15:49

8 identicon

Mér finnst bara til skammar, að þú sért að skamma aðra fyrir þeirra sterku viðbrögð. Guðbjörg hefur ekki enn afsakað stóryrðin sín og gerir það væntanlega ekki úr þessu - ég vona svo sannarlega að fjölskylda stúlkunnar kæri hana. Það á aldrei að banna skoðanir, en það er orðalagið - og þessar þrjár talfrelsis-myndir hér fyrir ofan ... taka það saklausa út úr grein Guðbjargar - hún sagði miklu verri hluti. Hún talaði um að stúlkan væri tilbúin að láta taka sig aftan frá, henni var líkt við hóru og hún væri tilbúin að fá skaufa upp í sig ... hin hreina mey verður í einni svipan að klámmyndadrottningu?

Finnst þér þetta virkilega svo saklaust að þú dásamar Guðbjörgu fyrir að hafa sýnt þér hversu mikið talfrelsi er á Íslandi???? Finnst þér orðalagið virkilega í lagi??

Samt dirfist þú að kalla mín viðbrögð til skammar (og margra annarra) ... talandi um málfrelsi og lýðræði???????

Hvað hefur þessi ógeðfellda lýsing Guðbjargar með lýðræði að gera? Ef þér finnst í lagi af doktor Guðbjörgu að kalla unga stúlku hóru og með þvílíkar orðalýsingar á stellingunni frægu, finnst þér þá allt í lagi að einhver kalli þig opinberlega (hér á blogginu t.d. eða í blöðum) hóru, mellu, dráttardrottningu... eða eitthvað þaðan af verra? Yrðirðu ekki sár yfir því? (Notabene: ég er ekki að kalla þig þetta ... bara að gefa dæmi!)

Þú ert væntanlega það stór manneskja, að þú leyfir mismunandi skoðanir, en það er hægt að orða þær alltaf á varlegan hátt. Guðbjörg má fyrir mér hafa skoðanir á öllu, en hún mun alltaf vera brennimerkt í mínum huga fyrir það skeytingarleysi og dónaskap sem hún sýndi með orðalagi sínu.

Hvað finnst þér um það að orðið "fuck" sé pípað út í öllu bandarísku sjónvarpsefni? Er það of dónalegt orð eða er þetta ofurviðkvæmni í bandaríkjamönnum? 

Aðgát skal höfð í nærveru sálar, sögðu margir um árásirnar á Guðbjörgu í bloggheimum. Þetta hafði hún hins vegar aldrei sjálf í huga með skrifum sínum. Og Jenný ... þetta er alltof stórt mál til að segja að umræðan hafi runnið sitt skeið. Það er nefnilega ansi stórt vandamál með sum mál á Íslandi að umræðan og innihaldið gleymist innan skamms tíma. Svona máli á ekki að sópa undir teppið. 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 18:44

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég stend við öll þau skrif sem ég hef látið frá mér fara um þessi mál. Þessi ummæli voru þessari konu til skammar. Hún staðfesti sjálf að hún hefði gengið alltof langt í orðavali með því að taka út færsluna og síðar leggja vefinn niður. Þetta kallast að geta ekki lengur feisað vettvanginn. Mér finnst ég ekki hafa talað neitt harkalega um þetta mál. Margir hafa verið stóryrtari en ég nokkru sinni. En eftir stendur að þessari konu varð á og ég hika ekki við að segja það. Enda eru orðið farin. Hvað varð um þessi stóru orð Salvör?

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.3.2007 kl. 20:15

10 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Guðbjörg má hafa skoðanir segiru? Af hverju meigum við ekki hafa skoðun á því sem hún hefur að segja?

Þetta er nákvæmlega þau orð sem þið notuðuð þegar klám þingið ógurlega átti að koma til landsins. Þið spurðuð fólk, sem hneikslaðist á þessari gegndarlausu heift sem þið sýnduð þessu fólki, hvort að þið mættuð ekki segja ykkar skoðun á þessu máli? Jæja við erum núna að segja okkar skoðun á þessu leiðindarmáli og meirihlutinn hefur svarað. Svona er lýðræðið skemmtilegt stundum.  

Ómar Örn Hauksson, 18.3.2007 kl. 01:05

11 identicon

Setti þessa athugasemd annars staðar á bloggið:

 Athugasemd frá LM:

Það eru einhverjar geðrænar truflanir að baki umræddri greiningu.  Trúlega best að gera sem minnst úr þessu.

LM, 18.3.2007 kl. 01:00

Svar: 

Það eru ekki geðrænar truflanir að baki þessari myndgreiningu(greiningu Guðbjargar Kolbeins á forsíðu á fermingarbæklingi Smáralindar). Greiningin er í fullu samræmi við hugmyndafræði femínismans ( þess hluta hans sem flestir íslenskir femínistar virðast aðhyllast)

Ef þið viljið kynna ykkur þetta nánar þá er hér slóð á heimasíðu ritstjóra ritsins "Making Violence sexy" og höfund bókarinnar: "Pornography as  a Cause of Rape"

http://www.dianarussell.com/index.html

Ég hvet ykkur til að lesa hluta úr bókinni, meðal annars skilgreiningu hennar á klámi sem er mjög í anda íslenskra nýfemínista.

Varðandi myndgreiningu Dr. Guðbjargar Kolbeins, þá má sjá hliðstæðar greiningar í bókinni "Making Violence Sexy"

Þar er ma.a lýst myndum úr Playboy og er sérlega tekið til þess að háls stúlknanna sé ávallt ber og þær opnar fyrir kyrkingu (sic)

Persónulega skil ég ekki andúð femínista á klámi. Hversu mikið ég rýni þá finn ég ekki til haturs á konum, ellegar löngun til að nauðga þeim eða misþyrma.

Spurning mín til íslenskra nýfeminista er eftirfarandi: Er kynhvötin frumþörf sem þarfa að svala? Og ef svo er hvernig mega einhleypir, sem ekki eru gjaldgengir á kynlífsmarkaði ( vöruskiptamarkaði - kjöt fyrir kjöt - læt mig ekki dreyma um þróaðri peningamarkað) þar sem skiptivara þeirra er ekkki gjaldgeng ( of feitir/feitar, hreyfihamlaðiir, þroskaheftir, afmynduð eftir slys osfrv.), hvernig mega þeir svala kynþörf sinni.

Ef kynhvöt er samkvæmt skilningi kynjafræða ekki frumhvöt sem þarf að svala - heldur skemmtun sem sumt fólk hefur aðgang að og annað ekki. hvar eru þá mörk þeirrar skemmtunar.

Ef tveir einstaklingar sem hafa gert með sér samning um sameiginleg afnot líkama hvors annars til kynsvölunar í skemmtitilgangi, vilja skrásetja athafnir sínar á mynd, ellegar myndbandi er þeim það heimilt?

Ef þessir tveir einsaklingar telja frammistöðu sína eftirtektarverða og vilja deila henni með fleirum sem hliðstæða skemmtun stunda er þeim það heimilt?

Það er augljóslega dreifing á klámi og ekki einungis bönnuð með lögum, heldur fordæmd meðal femínista.

Stóra spurning mín er - hvernig geta femínistar tengt myndefni af  fólki í kynferðislegum stellingum, eitt sér eða saman að stunda blíðuhót og láta vel hvort að öðru og sjálfu sér, við ofbeldi?

Davíð (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 13:33

12 Smámynd: Ómar Örn Hauksson

Ef að klámiðnaðurinn væri eins og þú segir "Tveir eða fleiri einstaklingar að stunda kynmök af fúsum og frjálsum vilja og vilja deila því með okkur hinum" þá væru hlutirnir allt öðruvísi og ekkert gæti lagalega komið í veg fyrir það. Klámiðnaðurinn byrjaði því miður sem skipulögð glæpastarfsemi hjá mafíunni í Bandaríkjunum en losnaði síðan undan þeim nokkru seinna og varð löglegur iðnaður. En þessi stimpill um gleðikonur og dópista og ofbeldismenn hefur ekki farið af honum og lítill hópur femínista hér á landi heldur honum uppi af heift.

Ég tek alveg undir það að margar klámmyndir gera lítið úr konum og hef séð ógeð sem væru sterk rök fyrir bannfærslu slíks kláms. En þessi iðnaður í Bandaríkjunum er undir svo ströngu eftirliti að það er afskaplega ólíklegt að einhver fari út í ólöglegt athæfi. 

Ómar Örn Hauksson, 18.3.2007 kl. 16:07

13 identicon

Það er líka fróðlegt að sjá þá aðferð að þegja allt í kaf - vona að allt blási yfir.

Ég bíð spenntur eftir svari frá Salvöru. Sylvía, komment þitt varðandi skrif og ummæli Guðbjargar hér, og á heimasíðu þinni, forðast allar vitrænar samræður. Það hefur enginn bannað Guðbjörgu að tjá sig! Þú tekur undir veiklulega upp settar myndir sem Salvör birtir hér og segir þær lýsa þessu vel. Hvað með orðin sem hún notaði - finnst þér rétt að kalla 14-15 ára stelpu hóru sem er augljóslega til í að láta taka sig aftan frá? -- Eru þetta ummæli sem eiga rétt á sér? 

Já, þögnin er virkilega öflugt tæki...! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 16:20

14 identicon

Greinilegt að við hin, "Red-Necks liðið", létum það fara fram hjá okkur þegar Femínistur voru teknar í dýrlingatölu og þá væntanlega í konuríki! 

 Kveðja

Sveinn

Sveinn V. Ólafsson (IP-tala skráð) 19.3.2007 kl. 00:49

15 Smámynd: halkatla

ég tek undir þetta með þér salvör, mér er búið að líða illa yfir þessari niðurrökkun á Guðbjörgu sem var bókstaflega útum allt blogg vikum saman en samt hneyksluðu ummæli hennar mig stórlega og hún hefði alveg mátt biðja afsökunar. En ég vona mest af öllu að henni líði vel og að fólk fari að róast og hafa áhyggjur af því sem skiptir máli í raun.

halkatla, 20.3.2007 kl. 14:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband