Klámkvöld karlahóps 7. mars

klamkvold-karlahopsHvet fólk til að mæta á klámkvöld karlahóps Femínistafélags Íslands 7. mars kl. 20 um klám í kynjuðu umhverfi. 

Hvað er klám og hvað er erótík?

Þessi fína skilgreining er eftir Dionnu Russels: "Klám er efni sem tengir kynlíf og/eða kynfæri við misnotkun eða vanvirðingu á hátt sem virðist styðja, afsaka eða ýta undir þess konar hegðun. Erótík er hins vegar kynferðislega örvandi efni sem er laust við kynjamismunun, kynþáttarfordóma og fordóma gegn samkynhneigðum og sýnir virðingu fyrir öllum manneskjum og dýrum sem þar birtast."

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

'Oskaplegur áhugi er þetta á klámi.  Ég er viss um að feministar velta sér meira upp úr þessu og öllum þeim óljúfu smáatriðum, sem þessu fylgja, en nokkur meðaljón.

Hvað skyldi Freud segja um þetta? 

Jón Steinar Ragnarsson, 5.3.2007 kl. 19:22

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég mæti.  Þökk fyrir að minna á þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.3.2007 kl. 22:45

3 Smámynd: Ingibjörg Stefánsdóttir

Spennandi dagskrá og heldur en ekki tímabær umræða. Verður örugglega troðfullt og gætu orðið mjög fjörugar umræður.

Ingibjörg Stefánsdóttir, 5.3.2007 kl. 23:34

4 identicon

Sumum finnst það kynörvandi að láta niðurlægja sig í kynlífi, bæði karlar og konur þarna úti sem fíla slíka leiki. Þó að feministum þyki slíkt efni á spólu vera rangt þá finnst öðrum þetta vera einfaldlega mjög eðlileg erótík. Það er ekkert svo langt síðan kynlíf var eingöngu rétt þegar konan og karlinn (ath auðvitað ekki talað um samkynhneigða) voru gift og gerðu það undir sæng með slökkt ljósin. Sem betur fer hefur Madonna og klámvæðingin breytt þessu gífurlega :)

 Í hommaklámi eru karlar að skiptast á að "niðurlægja" hvor aðra, er það líka kynbundið ofbeldi? Ef báðir aðilar fíla athöfnina hvernig er þá hægt að segja að það sé rangt að framkvæma hana?

Geiri (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 01:24

5 identicon

Hvaða myndir verða sýndar?

Grímnir (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 14:04

6 identicon

Þetta klámkvöld er eins og sniðið fyrir öfga feministann og klámáhugakonuna Katrínu Önnu Guðmundsdóttur.

Stefán

Stefán (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 14:07

7 identicon

hljómar jafn spennandi og að fara í saumaklúbb með ömmu sinni.

Leibbi (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 15:03

8 Smámynd: www.zordis.com

Lebbi, ég væri nú bara stollt af því að fara í saumklúbb með ömmu.  Ömmur er frábærar, konur sem hafa upplifað erótík og jafnvel meira.  Undir hulunni hvílir hið rétta sjálf, það sem þú vilt að aðrir sjá og sýnir!  Er ekki bara gott að það sé til eitthvað fyrir alla án þess að vera að flokka það sérstaklega í hólf eins og rollur í réttir!  Klám fyrir þá sem vilja og Erotik fyrir alla, sem það viljam svo framarlega sem það er ekki meiðandi fyrir nærveru eða siðferði hinna........  Ég bý í glerhúsi og kasta helst ekki grjóti!

www.zordis.com, 6.3.2007 kl. 22:42

9 identicon

Hvað er að svona mönnum...???? Ég bara spyr...

http://ingo.blog.is/blog/ingo/

Hildigunnur Skordal (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband