Einhverfa, ofvirkni og athyglisbrestur

Sífellt fleiri börn greinast með einhverfu og sífellt fleiri börn eru greind með ofvirkni með athyglisbrest.  Það eru eflaust margar skýringar. Ein skýring er sú að greiningaraðferðirnar séu orðnar betri og fíngerðari þannig að hátterni sem var greint af alþýðu sem eitthvað annað sé núna greint rétt. Önnur skýring er sú að eitthvað sé í lífsmynstri nútímasamfélaga sem valdi aukningu. Enn önnur skýring gæti verið sú að samfélög okkar séu þannig núna að það sem einu sinni var ekki alvarlegt sjúkdómseinkenni heldur færni sem nýttist í lífsbaráttu eða alla vega kom ekki að sök sé núna skaplyndi sem passar illa inn í það samfélag sem nú er að verða til.

Það hafa aðrir bent á að þessi frétt í mbl.is um algengni einhverfu í USA er byggð á skrýtnum tölum. Það var í gagnrýnisgrein um þessar tölur sagt: "All these studies have limitations, and many produce a range of estimates. The new one — done among 8-year-olds in 14 states — found as few as 1 in 303 cases in Alabama and as many as 1 in 94 in New Jersey." Það er áhugavert að skoða hvers vegna tíðni einhverfu er greind svona miklu hærri í New Jersey. Það er miklu tæknivæddara samfélag heldur en djúpa suðrið og biblíubeltið í Alabama og lífstíll öðruvísi.

Störf í nútímasamfélagi krefjast allt annars konar færni, margt af einhæfum störfum er farið, mörg slík störf eru núna unnin með vélum og tölvum og flest störf krefjast margvíslegra samskipta við aðra. Það er gerólíkt bændasamfélagi þar sem einyrkjar gátu unnið á sama hátt ár eftir ár og kynslóð eftir kynslóð og þekkingin sem þurfti til að vinna störfin var óbreytanleg og einföld að hún barst í munnlegri geymd frá kynslóð til kynslóðar, svona þekking eins og það væri passlegt að hefja slátt þegar hringlaði í peningagrasinu. 


mbl.is Einhverfa algengari meðal bandarískra barna en talið hefur verið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Ég hallast að því að þriðja skýringin sé líklegust.

Íslendingar eru í eðli sínu ofvirkir, og það hefur verið litið á það sem dugnað og framtaksemi hér á landi.

Það er sennilega að breytast vegna þjóðfélagsaðstæðna.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 11.2.2007 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband