8.2.2007 | 12:24
Vélar og bölvunarfræði, sigfræði, reikistofnun og menntagat
Ég var að skrifa punkta frá fundum og skrifaði óvart sigfræði í staðinn fyrir siðfræði og bölvunarfræði í staðinn fyrir tölvunarfræði. Þetta minnti mig á skemmtilegar ásláttarvillur eins og í einu plaggi frá Reiknistofnun háskólans var talað um reikistofnun og svo man ég eftir plaggi frá menntamálaráðuneyti fyrir þar sem talað var um menntagat.is en auðvitað var átt við Menntagáttina á menntagatt.is
Svona stafsetningarvillur geta verið skemmtilegar og dregið upp í huga okkar allt aðrar myndir en venjulega af fyrirbærum. Gaman að spá í íslenskunni og sjá hana stundum gegnum spéspegil, Guðfríður Lilja er búin að finna gömul og gleymd orð byrgisskapur og byrgismaður sem eru bara nokkuð fín í dag.
Það er kannski viðeigandi að kalla tækninýjungafræði bölvunarfræði, það er í stíl vil orðið sem við notum fyrir maskínur en á íslensku heita þær vélar.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Líst vel á bölvunarfræðina!
Inga Rós Antoníusdóttir, 8.2.2007 kl. 14:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.