31.1.2007 | 19:48
Tvær tölvur á Íslandi og Internetið (Lára og Anna rifja upp söguna)
Lára Stefánsdóttir rifjar í dag upp hvernig stjórnendur Pósts og síma litu á Internetið árið 1995 en þeir töldu það enga framtíð eiga. Það hefur nú komið á daginn að það átti nú meiri framtíð fyrir sér en Póstur og Sími sem hefur nú klofnað niður í einkavæddar eindir og pósthúsin horfið eða orðið að pakkaafgreiðslum í kjörbúðum.
Anna Kristjánsdóttir skrásetti kynni sín af tölvutækninni í Háskóla Íslands rétt eftir 1961 og þar segir hún:
Tölvan fyllti heilt herbergi, við götuðum spjöld og þeim var rennt í gegnum lesarann Það þurfti að sjálfsögðu innsýn í verkefnin til þess að sjá hvaða bylting var hér á ferð í allri vinnslu og möguleikum á nýjum viðfangsefnum. Til gamans má nefna að ekki höfðu allir þessa innsýn og háttsettur ráðamaður hélt því t.d. fram að landið þyrfti ekki fleiri tölvur en tvær fram undir aldamót, eina hjá Háskólanum og aðra úti á atvinnumarkaði.
Þegar breiðbandstenging kom í grunnskólana í Reykjavík, 100 mb tenging þá man ég eftir að hafa hlustað útvarp frá umræðum í borgarstjórn þar sem Guðrúnu Pétursdóttur æsti sig yfir því að það væri alveg fáránlegt, skólarnir myndu aldrei þurfa á svona mikilli bandbreidd að halda. Það var soldið fyndið að hlusta á hana segja það með miklum sannfæringakrafti.
Allar spár mínar um framtíðina hafa reynst rangar á þann hátt að ég hef vanmetið hversu mikil áhrif tæknin hefur og hve hratt ný tækni breiðist út. Það er ekkert fyrirsjáanlegt að það hægi á þróuninni á næstu árum, ef það gerist þá verður það vegna manngerðra þröskulda.
Tæknibreytingar hafa ekki endilega sprottið upp úr farvegi þeirra sem mestan aðgang hafa að fjármagni og tækni, það eru undirstraumar byltingartækni sem lýtur ekki sömu lögmálum og vörur sem eru verðlagðar og ganga kaupum og sölum. Stundum hefur iðja sem ekki hefur mikinn status í dag og er jafnvel ólögleg í núverandi kerfi orðið uppspretta nýrra vinnubragða sem breiðast út til allra. Ég vil hér t.d. nefna hakkaramenningu, remix listsköpun og ýmis konar neðanjarðarmenningu og samfélög sem ganga beinlínis út á að brjóta lög með ólöglegri afritun. Það stefnir líka allt í útbreiðslu á open source hugsunarhætti og einhvers konar nýrri tegund af sjálfsþurftarbúskap diy hugsunarhátt. Það minnir nú soldið á hippakúltúrinn.
Flokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 20:02 | Facebook
Athugasemdir
Fræg eru ummæli sem höfð eru eftir Bill Gates: 640K ought to be enough for anybody. Wikipedia segir reyndar: Often attributed to Gates in 1981. Gates has repeatedly denied ever saying this: I've said some stupid things and some wrong things, but not that.
Hlynur Þór Magnússon, 31.1.2007 kl. 20:11
Það er alltaf auðvelt að vera vitur eftir á. Hvernig verður tæknin eftir tíu ár? Tvær (nýjar) karamellur í verðlaun fyrir rétt svar.
Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 31.1.2007 kl. 22:04
Ótrúleg taekni og zó! Spurning hvort vid verdum ekki bara med "málmflögu! ígraedda undir ysta húdlagi .... Spurning hvort hugarorkan verdir ekki öflugri, hver veit!
Óneitanlega hafa tölvur og adbúnadur breyst á skömmum tíma!
www.zordis.com, 31.1.2007 kl. 23:07
Þetta er skemmtilega og fyndin saga Guðmundur. Takk fyrir hana
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.2.2007 kl. 09:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.