Færsluflokkur: Spil og leikir
22.10.2007 | 10:47
Svartur eða grár mánudagur
Það er titringur í löfti núna á hlutabréfamörkuðum heimsins og mikið verðfall orðið á mörkuðum. Ég fæ ekki betur séð en mikið verðfall sé líka á íslenska markaðnum. Fólk er hrætt um einhvers konar endurtekningu á mánudeginum svarta árið 1987 en þá féll Dow Jones um 23% sem í dag myndi þýða að sú vísitala félli um meira en 3000 stig. Hún er nú ekki búin að falla nema um 366 stig núna en það er heilmikið eftir af deginum.
Hér er wikipedia greinin um mánudaginn svarta fyrir 20 árum.
Black Monday (1987) - Wikipedia, the free encyclopedia
Það er kannski ágætt að búa sig í tíma undir kreppu ala BBC
A beginner's guide to the crisis
Stemming panics
What lessons we can learn from financial crises in the past
Evrópsk hlutabréf hafa lækkað í morgun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.1.2007 | 18:38
Fjárhættuspil er fátækraskattur
Það er ljótt að stela frá þeim sem eru vitlausir og fákunnandi og það er ljótt að nýta sér veikleika fáráðlinga til að féfletta þá. Ríkisrekið fjárhættuspil er ekki annað en skattur á fátæklinga. Það þýðir nú samt ekki að lausnin sé að einkavæða þannig rekstur og leyfa einhverjum skrýtnum netfyrirtækjum að féfletta fáráðlinga á Íslandi og flytja hagnaðinn inn á eigin reikninga í erlendum skattaparadísum til að geta staðið undir munaðarlífi sínu. Það er ljótt að sjá að fjármálafyrirtæki, dagblöð og háskólar á Íslandi tengist spilavítisrekstri sb. þennan pistil hjá Steingrími Sævari: Veðmál inn á sjálfu Morgunblaðinu
Vilhjálmur borgarstjóri stendur sig vel að vilja ekki fjárhættuspilasali í Reykjavík.
Það er einhver smíðagalli í mannkyninu varðandi fjárhættuspil og áhættuhegðun með peninga. Sennilega kemur það sér vel í lífsbaráttunni út í náttúrunni að taka einhverja áhættu og prófa þó það heppnist ekki nema endum og eins. Í viðskiptum og á umróts og breytingatímum þarf fólk sem er tilbúið til að prófa breytingar og heldur ótrautt áfram þó þær mislukkist stundum.
Það eins með spilafíkn og fíkn í áfenga drykki og önnur vímuefni, þessi vandamál hafa fylgt mannkyninu í mörg árþúsund og valdið svo miklu böli að víðast hvar hefur verið gripið til ýmis konar ráðstafanna svo sem boða og banna opinberra aðila og fordæmingar á fjárhættuspili af trúarástæðum.
Ég hef alltaf verið á móti fjárhættuspili, mér finnst það viðbjóðslegt og ganga út á að blekkja fólk og fá það til að ráðstafa fé sínu á fávíslegan og siðlausan hátt. Peningar eru skiptimynt vöru og þjónustu sem fólk framleiðir og flæði peninga um samfélagið í gegnum viðskipti er mikilvægt til að lífskjör okkar séu sem best. En þegar við erum farin að líta á peninga sem verðmæti í sjálfu sér og farin að stunda iðju sem gengur út á að skipta þeim fram og til baka án þess að einhver verðmæti séu bak við það þá erum við búin að tapa áttum.
Því miður þá virðist mér íslenskt samfélag hafa tapað áttum í þessu fyrir guðslifandi löngu og skýrasta dæmi um það er hvað er boðið upp á dýrasta auglýsingatíma á "prime time" í íslensku sjónvarpi. Það eru lottóauglýsingar og lottóúrdrættir. Ég hef fyrir reglu að þusa alltaf yfir þessu og æsa mig yfir lottókúltúrnum í sjónvarpinu dætrum mínum til sárrar gremju en ég hætti ekki því ég trúi á mátt endurtekningarinnar og vona að mér takist að innræta þeim sömu andúð á þessari iðju með því að endurtaka þetta nógu oft.
Það má rifja upp að einn þekktur jólasveinn á Íslandi, forsetaframbjóðandinn Ástþór rak svona spilavíti á Netinu.
Stundum er rætt um útgerð spilavíta sem arðbæra iðju og ég yrði ekki hissa þó einhver ruglarinn komi með tillögu um að leyfa spilavíti á Íslandi og gera út á erlenda aðila sem koma hingað af því hérna sé allt leyfilegt. Þannig eru spilavíti rekin víða um heim t.d. í Bandaríkjunum. Þar eru spilavíti rekin í fylkjum sem eru bara eyðimerkur og sem hafa lög sem leyfa spilavíti og svo í fljótabátum og svo síðast en ekki síst á verndarsvæðum Indjána. Það var ömurlegt að ferðast um svæði Indjána í suðurríkjum Bandaríkjanna, alls staðar var verið að setja upp spilavíti og það virtist vera aðalatvinnugreinin. Þetta er út af því að verndarsvæðin mega hafa eigin lög og fólk úr nærliggjandi byggðum kemur á verndarsvæðin til að spila fjárhættuspil sem er bannað í fylkinu nema á verndarsvæðunum.
Það er ofsagróði af þessum Indjánaspilavítum en þessi gróði er tilkominn vegna þess að það eru ekki fleiri um hituna og vegna takmarkana annars staðar. Ef engar hömlur væru á fjárhættuspilarekstri þá myndi sennilega enginn spila á verndarsvæðunum.
Ég skrifaði þetta á blogg um Indjánaspilavíti fyrir fimm árum:
16.5.02
( 9:23 AM ) Salvor GissurardottirSpilavíti á verndarsvæðum Indjána
Það var í fyrrakvöld danskur fræðsluþáttur í sjónvarpinu um Indjána í Ameríku. Í þættinum var fjallað um hve Indjánar væru að sækja í sig veðrið, legðu áherslu á að sækja rétt sinn með lögum og legðu rækt við menningararf sinn. Þetta er alveg rétt og það er ekki bundið við þá sem rekja ættir sínar til Indjána að hafa áhuga á þessari arfleifð. Bandaríkjamenn eru stoltir af þessum menningararfi og saga Ameríku hófst ekki þegar Cólumbus gekk þar á land, hluti af sögu Bandaríkjanna er t.d.Anasazi fólkið sem bjó í New Mexíkó.
The Anasazi - DesertUSA
Sipapu
Anasazi Site Planning
Það stakk mig samt að í þessum þætti var farið mjög lofsamlegum orðum um það framtak Indjána að byggja spilavíti á verndarsvæðum sínum. Ég var á ferð í suðurríkjum Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum og fór um mörg verndarsvæði. Alls staðar þar sem þau lágu að stórum borgum eða samgönguæðum höfðu verið sett upp spilavíti. Þetta er vegna þess að verndarsvæðin lúta ekki fylkislögum og þarna er glufa til að bjóða upp á þjónustu sem er bönnuð í nærliggjandi fylkjum
Það er núna stórt hneykslismál í Bandaríkjunum varðandi almannatengslamanninn Jach Abramoff sem vann við að sannfæra stjórnmálamenn um ágæti spilavíta á verndarsvæðum Indjána. Það tengist stjórnmálaflokkum í USA sem munu hafa fengið 5 milljónir dollara til að liðka til fyrir lögum um spilavíti Indjána. Repúblikanari fengu 2/3 af fénu, Demókratar 1/3 þannig að smurningsolían virðist hafa verið borin á alla.
Vonandi er þetta bettson spilavíti í eigu íslenskra aðila ekki að spreða fé í íslenska stjórnmálaflokka.
En þetta er áhugaverð saga um hinn spillta Jach Abramoff og fall hans, sjá hérna:
Jack Abramoff lobbying and corruption scandal
Hafði næstum spilað mig til bana" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)