Færsluflokkur: Heilsa

Heilablóðfall

Ég var að lesa áhugaverða grein um heilablóðfall  í New York Times, greinina Lost Chances for Survival, Before and After Stroke

Ég vissi ekki að heilablóðfall væri einn af stóru orsökum dauðsfalla en ég hef reyndar sjálf þekkt fólk sem hefur örkumlast vegna  heilaskemmda í kjölfar heilablóðfalls. Í mörgum tilvikum er hægt að minnka heilaskemmdir með því að gefa lyfið tPA til að leysa upp blóðtappa en það verður að gerast innan þriggja klukkustunda frá heilablóðfalli. Í Bandaríkjunum er staðan hins vegar þannig að þrátt fyrir að tPA geti gagnast um helmingi þeirra sem fá heilablóðfall þá fá það lyf ekki nema 3 til 4 prósent. Á því eru nokkrar skýringar. Ein er sú að fólk kemur of seint á spítala til að gagn sé að lyfinu, önnur sú að spítalar hika við að gefa lyfið vegna óvissu um hvort raunverulega sé um heilablóðfall að ræða m.a. vegna þess að spítalar eru ekki búnir nógu góðum greiningartækjum (MRI skönnum) og óttast málaferli ef lyfið (sem getur valdið dauða v. blæðinga í einhverjum tilvika) er gefið ef ekki er um heilablóðfall að ræða. Sjúklingar sem koma á spítala með heilablóðfall eru auk þess stundum ekki í þannig ástandi að þeir geti sagt hvenær heilablóðfallið varð. 

Hérna á Íslandi fá 600 manns heilablóðfall á ári. Flestir eru eldri en 65 ára.

Sjá nánar á Doktor.is - HEILABLÓÐFALL

Svo er hér skýringarmyndband á New York Times  Stroke, an Animation

 

Heilablóðfall er þriðja algengasta dánarorsökin á eftir hjartasjúkdómum og krabbameini en 150  þúsund Bandaríkjamenn látast árlega vegna heilablóðfalls og miklu fleiri lamast eða örkumlast. Í greininni í  New York Times segir:

Many patients with stroke symptoms are examined by emergency room doctors who are uncomfortable deciding whether the patient is really having a stroke — a blockage or rupture of a blood vessel in the brain that injures or kills brain cells — or is suffering from another condition. Doctors are therefore reluctant to give the only drug shown to make a real difference, tPA, or tissue plasminogen activator.

Many hospitals say they cannot afford to have neurologists on call to diagnose strokes, and cannot afford to have M.R.I. scanners, the most accurate way to diagnose strokes, for the emergency room.

Although tPA was shown in 1996 to save lives and prevent brain damage, and although the drug could help half of all stroke patients, only 3 percent to 4 percent receive it. Most patients, denying or failing to appreciate their symptoms, wait too long to seek help — tPA must be given within three hours. And even when patients call 911 promptly, most hospitals, often uncertain about stroke diagnoses, do not provide the drug.

 Það er mikið að heilbrigðiskerfi þar sem til er árangurríkt lyf sem getur komið í veg fyrir dauða eða varanlegar heilaskemmdir sem þó er aðeins gefið örfáum. Það eru mörg árangursrík lyf í heiminum sem eru svo dýr að fólk í fátækum löndum hefur ekki aðgang að þeim. Í þessu tilviki er ekki um það að ræða, það er ekki verðið á lyfinu sem skiptir máli heldur að þetta er lyf sem eingöngu passar fyrir bráðameðferð og það eru ekki nógu snögg viðbrögð og ekki nógu góð greiningartæki til að greina aðstæður hjá annars vegar sjúklingnum og hins vegar hjá sjúkrahúsum.

Það kemur einnig fram í greininni að langstærsti áhættuþátturinn við heilablóðfall er of hár blóðþrýstingur en auk þess eru reykingar og sykursýki áhættuþættir.  Það má í mörgum tilvikum koma í veg fyrir heilablóðfall með nógu nákvæmum fyrirbyggjandi aðgerðum m.a. með því að mæla blóðþrýsting og taka blóðþynnandi lyf.

Til að heilbrigðiskerfi sé gott þá held ég að fólk þurfi að vera upplýst um sjúkdóma og meðhöndlan þeirra - t.d. í þessu tilviki hvað skiptir miklu máli að komast strax undir lækna hendur -  og heilbrigðisþjónustan sem og almenningur þurfa að hafa sem  best greiningartæki. Ég spái í hvort ekki er skynsamlegra að leggja meiri áherslu á að skrá heilsufarssögu eftir sjúklingum heldur en heilsufarssögu þjóða. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband