Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
7.12.2007 | 06:14
Murdoch á núna bæði Wall Street Journal og Myspace
Rupert Murdoch hefur núna gert hið virta fjármálatímarit Wall Street Journal að sínu svæði. Murdoch þekkja netverjar því hann á Myspace. Hann á víst slatta af tímaritum og dagblöðum líka. Hvað ætlar hann sér með Wall Street Journal? það er ekki víst að það þjóni hagsmunum frjálsrar fjölmiðlunar að allir farvegir netsamskipta séu á sömu hendi. Alla vega hef ég misjafna reynslu af Myspace undir Murdoch og skrifaði ég um það greinarnar
- Flushing Myspace Down the Tubes
- Misunderstanding??? MySpace swallows and silences YouTube
- Myspace censorship continues
- The Internet is NOT for porn
- Myspace in the Brave New World
En núna þegar íslenska fjármálaævintýrið er búið og það snöggkólnar í efnahagslífinu þá er ágætt að rifja upp að það skiptast á hríðarveður og sólskin og það eru blásnar upp blöðrur í viðskiptalífinu og sumar þessara blaðra springa með hvelli.
Hér er myndband sem fer núna sigurför um heiminn, þar er sungið um busluganginn og væntingarnar og hæpið í kringum web 2.0 umhverfið. Við þessi eldgömlu í netheimum sem munum eftir netblöðrunni sem sprakk um árþúsundamótin lifum okkur algjörlega inn í þetta lag.
Eðalbloggarinn Guðmundur Magnússon skrifaði um Murdoch bloggið Frú Clinton og fjölmiðlarnir
Það er ekki ónýtt fyrir stjórnmálamenn að vera undir vernd þess sem getur togað í alla spotta. Ætli Murdoch kaupi einhvern tíma hið íslenska Fons? Ætli Fons verði þá búið að kaupa Moggann og moggabloggið?
Murdoch kaupir Wall Street Journal | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 06:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)