Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Murdoch á núna bæði Wall Street Journal og Myspace

Rupert Murdoch hefur núna gert hið virta fjármálatímarit Wall Street Journal að sínu svæði. Murdoch þekkja netverjar því hann á  Myspace. Hann á víst slatta af tímaritum og dagblöðum líka. Hvað ætlar hann sér með Wall Street Journal? það er ekki víst að það þjóni hagsmunum frjálsrar fjölmiðlunar að allir farvegir netsamskipta séu á sömu hendi. Alla vega hef ég misjafna reynslu af Myspace undir Murdoch og skrifaði ég um það greinarnar

En núna þegar íslenska fjármálaævintýrið er búið og það snöggkólnar í efnahagslífinu þá er ágætt að rifja upp að það skiptast á hríðarveður og sólskin og það eru blásnar upp blöðrur í viðskiptalífinu og sumar þessara blaðra springa með hvelli.

Hér er myndband sem fer núna sigurför um heiminn, þar er sungið um  busluganginn og væntingarnar og hæpið í kringum web 2.0 umhverfið. Við þessi eldgömlu í netheimum sem munum eftir netblöðrunni sem sprakk um árþúsundamótin lifum okkur algjörlega inn í þetta lag.

Eðalbloggarinn Guðmundur Magnússon skrifaði um Murdoch bloggið  Frú Clinton og fjölmiðlarnir

Það er ekki ónýtt fyrir stjórnmálamenn að vera undir vernd þess sem getur togað í alla spotta. Ætli Murdoch kaupi einhvern tíma hið íslenska Fons? Ætli Fons verði þá búið að kaupa Moggann og moggabloggið?


mbl.is Murdoch kaupir Wall Street Journal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband