Færsluflokkur: Bloggar

Dagatal og myndir í geisladiskahulstrum

Signý fermist 

Ef þú átt  geisladiskahulstur sem þú notar ekki lengur  núna þegar þú hefur fært alla tónlistina þína á ipodinn þá getur  breytt  þeim í myndaramma fyrir myndir og  fyrir þitt eigið dagatal.   Þú velur mynd og býrð til dagatalið á þessari slóð http://flagrantdisregard.com/flickr/calendar.php , passar að haka við að þú viljir CD diskastærð og svo prentar þú út myndina á litaprentara og setur í hulstrið. Hér eru leiðbeiningar:
http://flagrantdisregard.com/flickr/calendar-instructions.php

þú getur líka sett myndir í geisladiskahulstrin og hengt þau upp á vegg. Hér eru leiðbeiningar um það: http://www.photojojo.com/content/diy/cd-jewel-case-wall-frames/


Tölvurúm

 Tölvurúm
Hér er sniðugt húsgagn fyrir þá sem búa í litlum herbergum og vilja ekki taka allt plássið undir borð og rúm. Þetta er svona fljúgandi rúm sem breytist á daginn með einu handfangi í tölvuaðstöðu. Sjá nánar um fljúgandi rúmin


Prófun á blog.is

Þetta er prófun á blog.is kerfinu. Ég stofnaði blogg og breytti um haus, setti svona páskaborða sem ég ætla svo að taka út eftir páskana. Ég stofnaði þetta blogg til að prófa þetta bloggkerfi. Það virðist einfalt og aðgengilegt.

ungi


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband