Færsluflokkur: Ferðalög

Fiðrildi á Heklu

Nú þegar ég veit hvað Vatnajökulsþjóðgarður er stór þá er annað sem heldur fyrir mér vöku. Það eru fiðrildin á toppnum á eldfjallinu Heklu. Af hverju eru fiðrildi langt fyrir ofan öll gróðurmörk efst við Heklutinda? Á hverju lifa fiðrildi? Vakna þau bara til lífsins og flögra upp á við burtséð frá því hvort þetta upp á við er í áttina fyrrum fordyri Helvítis og virku eldfjall sem miklar líkur eru að gjósi innan tveggja ára?

Ásta og Kristín fóru um helgina í miðnæturgöngu á Heklu til að sjá sólarupprásina af Heklutindi og hlíðum Heklu. Það var víst ekki sól á tindinum en þar nálægt voru fiðrildi segir Ásta sem fór á efsta tind Heklu. Ég var á Laugarvatni og tók á móti þeim þar. Hér koma þær í hlað eftir svefnlausa göngunótt.

 Við vorum á Laugarvatni um helgina og skoðuðum sveitirnar í kring. Hér er mynd af dætrum mínum við gamla gufubaðið á Laugarvatni, ég held að það sé að hverfa og nýtt komi í staðinn.

Ingólfsfjall Þrastarskógur

Þrastarskógur SogiðÉg gekk um í Þrastarskógi á laugardaginn á meðan þær sváfu. Það liggur afar falleg gönguleið í gegnum skóginn frá Þrastarlundi meðfram Soginu. Hér er mynd af Ingólfsfjalli (sem er móbergsstapi skv. skilti sem ég stoppaði við, varð til úr gosi undir jökli), ég sá greinileg ummerki um nýfallnar skriður í fjallinu, þær hafa væntanlega komið þegar fjallið hristist til í Suðurlandsskjálftanum. 

Hér fyrir ofan er akvegur úr rauðamöl og sést yfir tjaldstæðið í Þrastaskógi.  Ég las hérna hvað rauðamöl er: "Nýtt gjall er oft svart og gljáandi af glerjungi, en ef gufur leika um það litast það rautt af hematíti vegna oxunar járns og er gjallið þá kallað rauðamöl"

 Lúpínan er í blóma núna á Laugarvatni og litar fjallið í ævintýraliti, lúpínubreiður verða fallegri eftir því hve miklu meiri fjarlægð maður horfir á þær, langt í burtu séð verða fjólubláu og sterkbyggðu jurtirnar  eins og ævintýramistur.

Við gengum um hjólhýsahverfið á Laugarvatni, fólk hefur þar búið sér til unaðsreiti í sveitinni eftir sínum smekk. Á mörgum stöðum hefur fólk skermað af sína reiti með skjólgirðingum úr trjáviði svo þeir líkjast litlum virkjum. Svo eru sums staðar skreytingar á þessum virkjum, gjarnan líkön af blómum, fuglum eða öðrum dýrum. Þetta minnir mig á svona víkingabúðir, svona eins og Hrafn Gunnlaugsson hefur sett upp í Laugarnesi þar sem hann ræktar njóla og fordæmir lúpínu. IMG 4460[2] Hjólhýsi 1

Við spjölluðum við fólk sem var í góðviðrinu á Laugarvatni með hundana sína, tvo litla hunda og svo þrjá stærri sem þau sögðu samt að væru hvolpar.

hundaræktendur


Heimskautarefir í Bolungarvík, bílvelta við Skarfasker, málþing á Hvanneyri

Ég er stödd í Bolungarvík og hérna er ágæt færð núna, ólíkt því sem virðist vera á Suðurlandi. Ágæt færð hér fyrir vestan er nú samt aðeins annað hugtak en við erum vön í Reykjavík því að ennþá þurfa Bolvíkingar að keyra hættulegasta veg landsins alltaf þegar þeir ætla til og frá Bolungarvík. Það eru hvarvetna ummerki um hætturnar á þessum veg, hann er hættulegur út af skriðum og snjóflóðum að ofan og hann er líka hættulegur vegna þess víða er snarbratt út í sjó. Þessi bíll fór út í sjó á þessari leið við Skarfasker sama daginn og ég kom. Þegar ég fór þar um var enginn bíll í sjónum heldur sat skarfahópur eins og vanalega á skerinu, þetta er eins og einhvers konar þingstaður þeirra.

Mágur minn sótti mig út á flugvöll og hann stöðvaði í Óshlíðinni við Kálfadal sem er skammt innan við Skarfasker  og benti mér á spotta sem hann hafði sett til að fikra sig upp snarbratta hlíðina því þar hefur hann sett upp bækistöð þar sem hann situr fyrir tófu. Hann hefur veitt nokkrar tófur síðustu daga og segir að það sé best að ná þeim í ljósaskiptunum og í tunglsljósi. Á hlaðinu á Hanhóli var síðasta veiðin, falleg nýskotin tófa og ég hafði náttúrulega samúð með varginum en lét hana ekki í ljós enda erfitt að lýsa yfir slíkri samúð og verja hana í húsakynnum  fjárbónda.  En tófur eru falleg og merkileg dýr og ef til vill mun sá tími koma að þær séu ekki réttdræpar hvar sem þær finnast, núna eru  dráp á þeim verðlaunuð með 7000 kr. fyrir skottið. Annars var einn forfaðir minn Björn Erlendsson fræg grenjaskytta og gaman að lesa ævisögu hans. 

Ég skrapp aðeins á málþing á Hvanneyri í dag. Ég var nú bara hérna í Syðridal í Bolungarvík og fór á málþingið á Netinu því að utanríkisráðuneytið er með þessa fínu netútsendingar Háskólafundaröð - Ísland á alþjóðavettvangi - erindi og ávinningur. Ég hlustaði á Áslaugu Helgadóttur tala um matvælaframleiðslu í heiminum og svo Ingibjörgu Svölu Jónsdóttur tala um Landgræðsluskóla. Það var fróðlegt að heyra Áslaugu segja frá því hve spámönnum hefði skjátlast mikið þegar menn eins og Malthus héldu því fram að fólki myndi fjölga miklu hraðar en matvælaframleiðslan gæti aukist. Það hefur ekki komið á daginn, þá var einn milljarður í heiminum, nú eru jarðarbúar 6 milljarðar og jörðin getur alveg brauðfætt þann fjölda. Hún lýsti hve mikinn hlut vísindi og hlutir eins og tilbúinn áburður hafa átt.  Það er frábært að geta skroppið svona á málþing þó maður sé staddur utan alfaraleiðar, það er mikilvægt að hvert einasta býli og byggðalag á Íslandi hafi góða nettengingu og það er líka mikilvægt að athuga hvort ekki megi draga mikið úr ferðalögum á alls konar ráðstefnur og fundi með því að nota svona nettækni. það er stórt skref að hægt sé að fylgjast með erindum en næsta skrefið er að það sé auðvelt að taka þátt í umræðum og koma með fyrirspurning hvort sem maður er staddur í Bolungarvík eða Reyðarfirði eða í ráðstefnusalnum þar sem málþing eru haldin.

Það sparar fé ef það þarf ekki  að ferja fólk fram og til baka milli landshluta út af fundum og ráðstefnum en það er líka mikilvægt út af aðgengi allra landsmanna að hafa málþing og samkomur sem hið opinbera stendur fyrir þannig að sem flestir geti sótt þær í netútsendingum þó þeir hafi ekki tök á að mæta á einhvern ráðstefnustað. 


mbl.is Keðjur undir lögreglubílinn í fyrsta sinn í manna minnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjónvarpsturninn og kirkjugarðurinn

Flat in Berlin 1 Nú er ég komin til Berlín og komin í Netsamband. Ég er í íbúð í Penslauer Berg og út um gluggann þá sé ég sjónvarpsturninn uppljómaðan gefa frá sér einhver blikk öðru hverju. Turninn Fernsehturm er frægt kennileiti hérna í Berlín, hann er eins konar íkon eða trúartákn fyrir tæknihyggju nútímans, hann var tákn  fyrir kommúnistastjórnina í Austur Berlín.

Í fyrsta skipti sem ég kom til Berlín sem var einmitt á þessu ári þá hafði fluginu seinkað þannig að ég kom ekki til Berlínar fyrr en eftir miðnætti, það var úrhellisrigning, svona drakúlahryllingsmyndaveður og ég vissi ekkert hvert ég var að fara þegar ég kom út úr lestinni á Alexsandertorginu. Ég hringsólaði í rigningunni og myrkrinu nokkra hringi í kringum  sjónvarpsturninn eins og í einhverjum ritual til að átta mig á aðstæðum og tók svo strætó samkvæmt leiðbeiningum sem ég fékk. Strætó stoppaði fyrir framan einhverja múrveggi, ég var búin að skoða þetta allt á Google maps og sjá að íbúðin sem ég hafði leigt gistingu í var í námunda við staði sem ekki voru íbúðahverfi, ég hélt að þetta væru verksmiðjur eða iðnaðarhúsnæði.

Nema hvað að ég fann hvergi gistinguna, ég gekk meðfram múrveggjunum háu og sums staðar voru hlið sem ég reyndi að komast inn um en alls staðar voru þau læst og umhverfið var draugalegt og lítið um lýsingu. Ég varð satt að segja soldið skelkuð, ég var ein á ferð og það er ekkert þægilegt að vera villt á gangi í ókunnri erlendri stórborg eftir miðnætti í rigningu og þrumuveðri  og finna hvergi innganginn í húsið sem maður ætlar að gista í og allt umhverfið dimmt og draugalegt.

En sem betur fer rættist úr þessu, mér datt í hug að prófa húsin hinum megin við götuna og þar fann ég rétta húsið.   

Ég kunni svo ágætlega við mig hérna, mér finnst fallegt að horfa út á sjónvarpsturninn og stóru tréð og múrvegginn háa út um gluggann. Ég sé nú ekkert nema turninn núna því það er myrkur. En ég er fegin að þarna um nóttina þegar ég kom hér fyrst og þegar ég reyndi að komast ínn í garðinn hinum megin við veginn að mér hafi ekki tekist það og öll hlið þar hafi verið harðlæst.

Það er nefnilega kirkjugarður. 

Mín fyrstu kynni af Berlín voru sem sagt að hringsóla í kringum sjónvarpsturninn í myrkri og rigningu rétt eftir miðnætti og reyna í örvæntingu að brjótast inn í kirkjugarð hérna til að gista.   


Óshlíðarvegur er mesta mannvirkið

BolungarvíkurvegurÞað eru mörg mannvirki á Vestfjörðum sem eru stórvirki. En ég er ekki í vafa um hvað ég myndi telja mesta mannvirki Vestfjarða. Það er Óshlíðarvegurinn. Það er nú samt svo að þessi vegur verður ekki þjóðleið miklu lengur, honum verður væntanlega lokað þegar göngin koma til Bolungarvíkur.

Í framtíðinni mun fólk ganga um vegarsvæðið og undrast hve erfið skilyrði og hrikaleg Bolvíkingar bjuggu við, sjá alla vegaskálana, grjóttálmana, snarbratt fjallið fyrir ofan og sjóinn fyrir neðan.

Sums staðar fossar vatn niður, hér til hliðar er mynd sergio350d  af Óshlíðarvegi.

Ég myndi setja  Vestfjarðargöngin í annað sæti og svo nýja þorpið í Súðavík í þriðja sæti og í fjórða sæti myndi ég nefna Radarstöðina á Bolafjalli.

 

 


mbl.is Fjölmargar tilnefningar á sjö undrum Vestfjarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þorp sem ekki eru merkt inn á kortið

Garðstaðir við Ísafjarðardjúp

Séð frá þjóðveginum er  fallegt að líta yfir Garðstaði við Ísafjarðardjúp, mér skilst að þar sé hinsti samastaður 500-600 bíla. Í fjarska er eins og maður sé að horfa yfir byggð, eitthvert þorp sem einhverra hluta vegna er ekki merkt inn á kortið. 

En nágrannarnir eru víst ekki allir ánægðir og sjá ekki sama og ég sé. Það er erfitt að sjá fegurðina í drasli nágrannans.  Næsti bær er Ögur og þar er haldið víðfrægt Ögurball á hverju ári. 


Kjaransbraut - skemmtilegasti vegur Íslands

Núna ganga allir Laugaveginn, gönguleiðina milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Ég hef einu sinni fyrir um það bil aldarfjórðungi gert tilraun til að ganga þá leið. Við urðum að snúa við aftur inn Landmannalaugar því við fundum ekki skálann við Hrafntinnusker, stikurnar voru fenntar á kaf og það var snjófok. Jörðin var alhvít þarna. Þetta var samt í júní. Ég man hvað ég var hrædd á tímabili, við vorum þrjú fullorðin og Ásta dóttir mín lítil í ferðinni, þau sem voru með mér fóru á undan að leita að skálanum og ég missti sjónar á þeim í þoku og hélt um tíma að ég væri ein  villt með ungt barn einhvers staðar upp á hálendinu um nótt í snjó og kulda. Einhvern tíma langar mig til að reyna aftur við þessa leið, það er flott markmið í lífinu að láta ósigra ekki buga sig heldur reyna aftur og læra af reynslunni. Það gerir ekkert til þá að 25 ár líði milli tilrauna og kannski hefur loftslagshlýnunin unnið með mér, kannski er ólíklegra núna að þurfa að snúa við vegna snjókomu í Hrafntinnuskeri.

Það er líka önnur leið sem mig langar til að ganga. Það er fallegasti vegur á Íslandi og líka sá hrikalegasti, það er vegurinn milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Ég er hissa á því að sú leið sé ekki eins vinsæl og Laugavegurinn, sennilega hafa bara svo fáir uppgötvað þessa leið. Það er hægt að keyra þessa leið á bílum, alla vega stóran hluta hennar en ég held að það sé ekki alltaf fært og alls ekki fyrir óvana að fara um verstu kaflana.  Þetta er sérstaklega skemmtileg gönguleið, umhverfið er töfrandi og engu öðru líkt.

Vegurinn  sem tengir Lokinhamradal  er meistarastykki Elís Kjaran ýtumanns og hvergi er eins skrýtinn vegur á Íslandi. Ég held að vegurinn sé höggvinn inn í surtarbrandslag sem er mýkra efni en annað berg þarna.

 Lokinhamradalur var á sínum tíma einn afskekktasti dalur landsins, þar voru tveir bæri Lokinhamrar og Hrafnabjörg. Guðmundur Hagalín skáld fæddist og ólst upp á Lokinhömrum og hann hefur skrifað mikið um uppvaxtarár sín. Frægustu skáldrit Guðmundar gerast líka í svona umhverfi, frægasta saga hans er Kristrún í Hamravík og hún hefði nú alveg getað búið í Lokinhamradal. Guðmundur Hagalín er frábært skáld og rithöfundur en það er eins og hann hafi fallið í gleymsku undanfarin misseri, allt kastljósið er á samtíðarmann hans Halldór Laxness. En það er alveg þess virði að heimsækja Lokinhamradal sem pílagrímsför og bókmenntagöngu á bernskuslóðir og mótunarstað Guðmundar Hagalíns.

Núna 21. júli fór fram hlaup á Vestfjörðum, sjá nánar á vesturgata.net Þar er margar myndir sem sýna hið stórbrotna og ævintýralega landslag þarna.  Hér er kort af veginum.


Götukubbar

006Ég sá þessa götutálma á götu í Brighton í gærkvöldi. Þeir voru fylltir af vökva. Þetta er sniðug hugmynd til að reisa veggi og götutálma. Kubbarnir eru léttir tómir og auðflytjanlegir. Svo eru þeir væntanlega fylltir af vatni  og þá eru þeir þungir og stöðugir. 

Þetta er sniðug hugmynd í ýmis konar leiktæki fyrir krakka. Ef til vill er hægt að búa til nútíma snjóhús með svona kubbum ef þeir væru úr efni sem þendist út.

Hér  er legókubba-klakamót fyrir þá sem vilja búa til legóklaka til að byggja úr. Það er líka hægt að búa til ískastalar úr ýmis konar plastílátum.


Sumarsólstöður á Vestfjörðum

Ég lenti á Ísafirði rétt eftir klukkan sex á sumarsólstöðum 21. júní og núna er ég á Hanhóli í Syðridal við Bolungarvík en þar býr systir mín og mágur. Nú er klukkan fjögur um nótt en ég er ennþá vakandi og horfði á umhverfið baðað morgunsól. Allt í kring eru snarbrött há fjöll, flöt að ofan en með snjókórónu og úr eldhúsglugganum horfi ég út á Syðridalsvatn.

Myndavélin nemur ekki töfra sumarnætur á sólstöðum nálægt heimskautsbaug, litirnir verða allt öðruvísi en ég sé þá út um gluggann.

 

solstice5

 

solstodur4

 

solstodur2

solstodur1


Budapest er falleg borg

Eg er nuna i Budapest i Ungverjalandi á fundi. Vid vorum med fyrirlestra i morgun um ymis konar upplysingataekniverkfaeri, eg fjalladi um wiki. I gaer voru fyrirlestrar i midbaenum og tha sa eg svolitid af midbaenum thvi seinni part dagsins gengum vid eftir bokkum Donár og forum yfir a Margretarbrunni en thar er litil eyja i midri ánni og thar er almenningsgardur. Allt ber vott um mikla velmegun og uppgang i midborginni. Flest gomlu husin eru uppgerd eda verid ad vinna vid thau. Uthverfid sem eg for i gegnum a leidinni fra flugvellinum var tho ekki allt reisulegt, serstaklega sa eg margar verksmidjur sem virtust vera nidurniddar og yfirgefnar. En tho husin i uthverfinu tharfnist vidhalds tho finnst mer borgin mjog falleg og graen, allls stadar eru tre og her eru ekki morg hahysi.

Nokkrar slodir um Budapest

Wikitravel article about Budapest
Wikipedia article (in English) about Budapest
Pictures fro Budapest (Wikipedia Commons)


Keyrt eftir Google maps

Ráðstefnan er búin og ég keyrði til Austin frá San Antonio. Ég prófaði að fara eftir google maps, sló inn heimilisfangið sem ég fór frá í San Antonío og heimilisfangið sem ég fór til í Austin. Þá fær maður ansi nákvæmar leiðarlýsingar bæði lista yfir hvað maður á að gera og svo kort.

Það gekk alveg ágætlega þangað til ég kom til Austin, þá ruglaðist ég eitthvað og varð að keyra nokkra hringi þangð til ég fann út hvað ég átti að koma að mótelinu. 

Google maps leiðarkort frá San Antonio til Austin

Það verður flott þegar maður verður kominn með google maps í bílinn og sjálfvirk gps staðsetningartæki þannig að alltaf sé merkt inn á hvar maður er. Það getur ekki verið langt í það. Þá verður miklu einfaldara að ferðast á eigin vegum. En það er spurning um hvort þjóðfélagið er að fara í rétta átt með svona ofboðslegum bílakúltúr eins og hérna. En það er afar þægilegt að ferðast hérna um í bíl, það virðist allt gert frekar fyrir bíla og fólk í bílum, allar merkingar eru þannig að maður sér þær úr bílum og reyndar eru amerískir Interstate vegir mikið tækniundur og er ekki  hægt annað er hrífast af þessum umferðarslaufum sem spanna oft margar hæðir og búa til landslag og kennileiti. Reyndar er ljósadýrðin í kringum Interstate vegina líka falleg og heillandi ef maður gleymir því að þetta eru allt auglýsingar. 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband