Færsluflokkur: föndur

Föndur og DIY hugsun

dyrin-stor-og-sma.jpg Nú er ég dottin niður í föndur. Já, veit... jólin og allt það. En ég er ekki byrjuð á jólaföndrinu, nú er ég að föndra öll kvöld alls konar stafrænt föndur. Þetta byrjaði allt með því að ég fékk mér prentara heim.

Það var ekkert erfitt að réttlæta prentarakaupin á þessum síðustu og verstu. Í fyrsta lagi var nýi prentarinn hræbillegur. Í öðru lagi er þetta mikið galdratæki, ekki bara prentari heldur er þetta líka maskína sem getur ljósritað og ekki nóg með það, hann getur líka skannað inn. 

Svo vantaði mig græju til að skanna inn reikninga, núna þegar Magnús er í Afganistan og ég er að stússa í öllu og það er erfitt að bera það undir hann í Kandahar nema ég geti sent skannaða pappíra þangað. 

Svo var nú reyndar aðal réttlæting mín til að kaupa prentarann/skannann/ljósritunarvélina að með þessu undratæki þá gæti ég skannað inn reikninga. Það er nefnilega þannig með þessa reikninga sem ég fæ í búðum og bönkum á Íslandi að það er segin saga að þegar ég í lok ársins eða miklu seinna ætla að fara að grufla eitthvað í þeim þá er allt gufað upp á blaðinu, allar tölur orðnar ósýnilegar. Þetta gildir um flestalla strimla og tölvuútprentanir sem maður fær afhent. Það er langt síðan ég yfirgaf heim viðskipta en mig grunar að þessi viðskiptamáti að láta reikninga og tölur gufa upp sé einhver partur af íslenska efnahagsundrinu. 

En sem sagt... ég fékk mér prentara/skanna til að skanna inn reikninga.

Þetta virkar alveg, prentar þrælvel út stærðfræðidæmin hennar Kristínar en ég hef ekki ennþá fundið hjá mér þörf til að prenta neitt út. Nema föndur.

Ég er búin að föndra einn nani fugl með mínu eigin munstri. Ég notaði vinnuteikninguna frá nanibird.

Ég er nefnilega á því að pappír og prent  sé stórfínt í föndur og svona gott aðgengi að litaprentara getur gefið fólki kost á að búa til margt sniðugt með börnum ... já og sjáft ef það er barnslegar sálir eins og ég. 

Reyndar ætti ég að byrja aftur með föndurþátt hér á blogginu mínu. Það  er í anda hins nýja sjálfsþurftarbúskapar eftirhrunsáranna og svo föndur svo mikill partur af þeirri vinnhefð sem ég skynja að er vinnuhefð nútímans og gengur út á að hver maður er þúsundþjalasmiður og spottakarl sem reddar sér sjálfur og nýtir hitt og þetta frá öðrum. Þetta er líka í anda sjálfbærrar þróunar ef föndrið snýr að því að finna ný not fyrir það sem maður er hættur að nota til einhvers.

 Það er gaman að skoða vefi eins og Instructables 

 Hér eru nokkrar slóðir fyrir stafræna föndrara svona til að byrja einhvers staðar

http://www.papercritters.com

http://toy-a-day.blogspot.com/

... stay tuned fyrir föndurþátt Salvarar...

 Hér eru eldri föndurblogg  frá mér

Föndur dagsins : Zapatista vetrarhúfur

Skrappblogg og skissublogg

Föndur dagsins - Sjálfræðisafmæliskort

Föndur dagsins - Framsóknarlokkar

Hmmm...átti þessi prentari ekki að vera aðallega fyrir reikninga?

 

 

 


Skrappblogg og skissublogg

Ég var að uppgötva að það er fjöldinn allur af íslenskum skrapp og skissubloggurum. Ég reyndar vissi ekki fyrr en í dag hvað skrapp merkir og að orðið að skrappa væri notað um það sem á ensku heitir scrap booking og stundum hefur líka verið þýtt með úrklippubækur.

Þessi tegund af alþýðulist árþúsundamótanna er mjög áhugaverð, það virðast margir fá útrás fyrir sköpun og list með því að útbúa og skreyta myndabækur. Þetta er örugglega fyrirboði þess að það stafrænt föndur verði vinsælt, það er upplagt að vinna svona skreytingar í tölvu. Reyndar er upplagt að búa til textaverk svona, ég þarf að prófa mig áfram með það. Ég bjó til þessa skrappmynd áðan úr nokkrum tölvubakgrunnum

skrapp1

Ég ákvað að skrappa með myndir sem ég tók einu sinni á 1. maí af femínistum svona til að minna á að meðan rapp er strákamenning þá er skrapp kvennamenning og það er iðja sem gjarnan er stunduð af konum með ung börn eða ömmum sem eru að búa til minningabækur um líf fjölskyldna sinna.

Hér eru nokkur skrapp- og skissublogg, það er margt hægt að læra um þessa nýju listgrein á því að lesa þau:

* http://skrappkelling.wordpress.com
* http://liljuskrapp.blogspot.com
* http://www.scrap.is/spjall/index.php Skrappspjallsvæði
* http://heijublogg.blogspot.com
* http://hannakjonsd.blogspot.com/
* http://saeunns.blogspot.com/
* http://thesketchplace.blogspot.com/
* http://skissublogg.blogspot.com/
* http://rosabjorgb.blogspot.com/

Ég sé að ég skrifaði fyrir fimm árum eða 23.8.02 blogg um skrapp. Þá kallaði ég þessa iðju klippibækur. Best ég lími það hérna inn: 

Klippibækur - Alþýðulist nútímans

Nú þegar svo margir hafa aðgang að tölvu og stafrænni myndavél þá má búast við að fólk noti þessa verkfæri fyrir það sem því finnst skemmtilegt og eitt af því er að búa til eigin minningabækur - safna saman og skrá og sýna efni um nánasta umhverfi. Mér finnst gaman að spá í hvernig eitt nýtt tómstundagaman scrapbooking hefur breiðst út. Þetta er að búa til eigin mynda- og textamöppur, gjarnan með ýmis konar pappírsklippi. Þetta gengur út á að búa sjálfur til skemmtilegar úrklippibækur. Sennilega mun þetta vera undanfari tómstundagamans þar sem fólk gerir svona stafrænar myndabækur og setur upp á Netinu.


Prófanir með myndir

Ég prófaði vefmyndvinnslukerfið http://www.pikifx.com/

áðan. Það eru ýmsir sniðugir möguleikar til að vinna myndir. Þetta er eitt af fjölmörgum einföldum vefmyndvinnslukerfum sem miða við þá sem vilja hafa sniðugar myndir á bloggi eða myspace svæðum en nenna ekki að læra á fullkomin kerfi eins og Photoshop. Hér eru nokkur dæmi um hvernig er hægt að vinna myndir. Ég tók mynd af Ástu Lilju þar sem hún heldur á Salvöru Sól:

 

 

pikifx-10-nature

pikifx-18-grunge pikifx-5

 

pikifx-1pikifx-3pikifx-4

 

 

 

 


Myndasyrpa að vestan

Hér eru nokkrar myndir sem ég tók á  Vestfjörðum nýlega. Ég er að prófa myndaalbúm hjá slide.com. Það er hægt að búa til myndasýningu þar með alls konar fídusum.

le="width:400px;text-align:left;">

Avatar

01_10015271912Í mörgum kerfum á Interneti þá þarf maður að búa til persónu eða avatar. Í netheimum eins og Second Life þá er fólk lengi að hanna útlitið á leikmanni sínum og breyta ímynd sínni.

Robbie Cooper hefur skrifað bókina Alter Ego - Avatar and their Creators.

Hann fær út að leikmennirnir líkist skapara sínum. 

Sjá nánar frétt á CNN Identity in a virtual world

Ég var að prófa áðan kerfi sem heitir meez.com

þar getur maður búið til sína eigin þrívíddarvélveru og ákveðið útlit og bakgrunn. Ég bjó til þessa veru hérna til hliðar, ég veit ekki hvort það segir eitthvað um mig að ég bjó til málaða gellu í anarkistabol og skæruliðabuxum og rauðbleikum skóm að taka heljarstökk afturábak í druslulegu eldhúsi. Ævintýrið um rauðu skóna sem ekki mátti dansa í hefur alltaf heillað mig, það er eitt af þeim ævintýrum sem eru ólar til að reyra fólk niður - svona kerfi þar sem ekki þarf neina alvöru fjötra heldur fjötra sem eru úr sama efni og nýju fötin keisarans. 

Þetta er sem sagt minn avatar um rauðu skóna. 


Karaoki

Núna er ég að prófa http://bix.yahoo.com en það er ennþá eitt félagsnetið þar sem inntakið kemur frá notendur. Þetta kerfi gengur út á samkeppnir, sérstaklega samkeppnir um karaoki og lip-sync. Það er nú reyndar skemmtilegt og einfalt að taka þátt í karaoki keppni þarna, maður velur sér bara lag og getur hlustað á það fyrst og svo tekið sjálfan sig upp að syngja undir og sent upptökuna í keppnina. Þetta er nú eitt einfaldasta karaoki kerfið á netinu.

Það er hægt að búa til alls konar samkeppnir í bix. Það er hægt að hlaða inn eigin vídeóum, taka beint upp af vefmyndavél og setja inn vídeo sem þegar eru á youtube eða photobucket.  Keppnin er nú ekki aðalatriðið heldur umræðan og samfélagið. Mér sýnist að margir tónlistarmenn séu á myspace til að koma sér á framfæri, ég held að svona kerfi eins og Bix séu ennþá betur sniðið að þörfum listamanna.

Það er gaman að skoða hversu mikill leikmannabragur er á mörgu því efni sem er á Bix, upptakan er léleg og ódýrasta gerð af hljóðnema og vefmyndavél og svo er upptökustúdíóið oftast stofan eða eitthvað rými á heimili og oft má sjá heimilislífið í bakgrunni eins og á þessu vídeó þar sem heimavinnandi húsmóðir er að taka sjálfa sig upp og börnin hlaupa um í bakgrunni myndarinnar.

Þó að þessar upptökur séu viðvaningslegar og það líti út fyrir að það sé lítil sköpun þarna eigi sér stað þegar fólk velur bara lag annarra flytjenda og hermir eftir þá held ég að það samfélag sem er á bix vísi einmitt í þá átt sem listir eða stafrænt föndur stefnir í - að notendur skapi eitthvað sjálfir og leggi sín verk í dóm og umsögn annarra og að notendur geti notað við sína listsköpun einhverjar einingar (t.d. textann og lagið) frá öðrum. Ég hugsa að fólk muni innan skamms fara að gera meira við svona félagsnet eins og Bix t.d. að syngja aðra texta og mixa saman mismunandi tónlist.

Þetta er ein tegund af alþýðulist hins stafræna almúga árið 2007.

Hver sem er getur búið til sína samkeppni. Ég prófaði að búa til mína eigin samkeppni um vídeó frá sumri á Íslandi.


Rakú brennsla í Borgarfirði

Á sunnudaginn fór ég í sumarbústað í Borgarfirði í Rakú brennslu til Ásrúnar Tryggvadóttur  sem hefur kennt okkur leirmótun í vetur. Hér er  45 sek. vídeóklipp af brennslunni og mununum okkar:


 

Við vorum að prófa rakú brennslu sem er gömul japönsk aðferð við glerungsbrennslu. Hún er þannig að fyrst eru leirmunir mótaðir og   leirmunirnir hrábrenndir í rafmagnsofni. Síðan eru rakúglerungar settir á  og þeir gljábrenndir í sérstökum ofni sem er hitaður upp með gasi.  Glóandi heitir leirmunirnir eru svo lagðir í málmílát ásamt eldsneyti t.d. viðarsagi. Eftir ca. 20 mín “reduction” er brennslan stöðvuð  með því að setja munina í vatn. Sótið er svo þegið af mununum.

Það kemur stundum skemmtileg áferð á glerunginn eins og hann sé allur sprunginn. 

Sjá hérna Raku ware - Wikipedia, the free encyclopedia

 

 

 

 


Til hamingju með afmælið ég

Salvör febrúar 2007Óska sjálfri mér til hamingju með að í dag er ég einu ári eldri. Í tilefni hækkandi aldurs og breytts útlits þá skipti ég hér með út myndinni sem ég hef haft sem auðkenni hér á moggablogginu og set inn nýja mynd. Þessa mynd er ég búin að föndra þannig að ég hef tekið út allar hrukkur og undirhökur og sett í bakgrunn fjöruna í Staðahverfi. 

Það tók nú reyndar lítinn tíma  þessi stafræna hrukkuspörslun því þessi mynd var tekin eftir að Didda mágkona mín sem er snyrtifræðingur hafði málað mig mjög vandlega.

didda-malun Það er ótrúlegt hvað  fótósjoppun og föðrun getur breytt fólki, hér eru nokkur sýnidæmi 

 Það er reyndar gaman að spá í hvernig fólk lýsir sér sjálft í stafrænum rýmum og hvernig sjónarhorn og umhverfi það vill birtast í. Sumir ungir karlmenn hér á moggablogginu birta mynd af sér með barninu sínu, ég geri ráð fyrir að það sé vegna þess að þeir vilja gefa þá ímynd að föðurhlutverkin sé það mikilvægasta í lífi þeirra. 

Sumir hafa glamúrmyndir af sér þar sem þeir eru sem sætastir en sumir velja einhverja hryllingsmynd sem augsýnilega er ekki af þeim. Í vefrýmum eins og bloggi og Myspace skapar fólk sína eigin ímynd og það hefur meira að segja þróast upp ákveðin tegund af ljósmyndun, það er talað um "Myspace angles" en það eru sjálfsmyndir ungmenna. Það eru raunverulegar sjálfsmyndir, unglingar taka mynd af sjálfum sér - eða einhverjum líkamsparti sínum  með því að halda stafrænni myndavél á lofti og pósa. Hér er vídeóið Myspace The movie sem gerir grín að þessu.

Myspace sjálfsmyndir

Sjá nánar Identity Production in a Networked Culture Why Youth Heart MySpace og síðuna mína um Myspace.  

 


Leirmótun - steypt í mót

Ég er á leirmótunarnámskeiði hjá Ásrúnu og held sérstakt blogg um það leirmotun.blogspot.com

þar sem ég skrái hjá mér hugmyndir og pælingar og alls konar fróðleik um leir og leirvinnslu. Það er alveg hægt að nota svona nám til að læra margt annað en að móta leir í höndunum, ég reyni að læra það sem ég get um efnafræði, bæði mismun milli leirtegunda og hvernig ferlið er frá því leirinn er mótaður og þangað til maður tekur glerjaðan grip út úr ofni eftir hábrennslu. Ég velti fyrir mér hvort þessi möguleiki til að tvinna saman verklega kennslu og listsköpun við efnafræði og vísindi sé nógu mikið notaður í skólanámi. 

Í hverjum tíma þá geri ég lítil dýr úr leirklumpum sem verða afgangs. Það er markmiðið hjá mér að gera hundruð af svona dýrum með tíð og tíma og nota þau til að skrásetja framfarir mínar í leirmótun.

Akkúrat núna er ég að spá í hvort ég geti búið til mót til að steypa í - að prófa einhvers konar fjöldaframleiðslu. Það þarf að gerast í nokkrum þrepum, fyrst að búa til frummynd, síðan að búa til mót utan um frummyndina. Þá vonandi get ég notað það mót.  Fyrir jól þá prófuðum við að gera mót sem við helltum postulínsleir í og bjó ég til örþunna kertastjaka.  Ljósið sérst í gegnum þá.

Hér er vídeó af þegar við gerðum mótin:

Og hér er vídeó af því þegar hellt er í mótin:


Í gærkvöldi var ég að vinna með postulínsleir sem er eins og tyggjó og frekar erfitt efni að vinna í.  Í seinasta tíma var ég að vinna með grófan skúlptúrleir.


Föndur dagsins - Sjálfræðisafmæliskort

Föndrað 18 ára afmæliskort og gjafapakkningÞegar unglingarnir verða átján þá ráða þeir sér sjálfir og líkar þeim það allvel. Hér er föndurhugmynd að einkar smekklegu  18 ára afmæliskorti og gjafapakkningu sem rímar vel við lífsstíl þessarar kynslóðar. Efnið sem þarf er við hendina á öllum venjulegum heimilum, það er þarf bara að pitsuumbúðir frá Dominos (ættu að vera nóg af heima hjá þér núna á megavikunni) og svo eru klipptir út stafir úr einhverjum fríblöðum og auglýsingapésum og það þarf líka lím og límband. Úr þessu er hægt að gera fallegt lítið gjafahús og ef vill þá má nota bónus plastpoka sem undirlag og garð og tússa á hann garðskipulagið, blóm og gangstíga, tré og heita potta. Þessa föndurhugmynd má að sjálfsögðu nota fyrir önnur afmæli en 18 ára og er skemmtilegt að tengja efniviðinn við tilefnið, t.d. ef búið er til kort fyrir 17 ára afmælið þá er sniðugt að nota eitthvað sem minnir á rúntinn og bílprófið svo sem bílalúguauglýsingar, umbúðir frá Aktu  Taktu og frídót frá bensínstöðvum. 

Hönnun þessa korts/gjafapakkningar er frá Kristínu Helgu 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband