Karaoki

Núna er ég að prófa http://bix.yahoo.com en það er ennþá eitt félagsnetið þar sem inntakið kemur frá notendur. Þetta kerfi gengur út á samkeppnir, sérstaklega samkeppnir um karaoki og lip-sync. Það er nú reyndar skemmtilegt og einfalt að taka þátt í karaoki keppni þarna, maður velur sér bara lag og getur hlustað á það fyrst og svo tekið sjálfan sig upp að syngja undir og sent upptökuna í keppnina. Þetta er nú eitt einfaldasta karaoki kerfið á netinu.

Það er hægt að búa til alls konar samkeppnir í bix. Það er hægt að hlaða inn eigin vídeóum, taka beint upp af vefmyndavél og setja inn vídeo sem þegar eru á youtube eða photobucket.  Keppnin er nú ekki aðalatriðið heldur umræðan og samfélagið. Mér sýnist að margir tónlistarmenn séu á myspace til að koma sér á framfæri, ég held að svona kerfi eins og Bix séu ennþá betur sniðið að þörfum listamanna.

Það er gaman að skoða hversu mikill leikmannabragur er á mörgu því efni sem er á Bix, upptakan er léleg og ódýrasta gerð af hljóðnema og vefmyndavél og svo er upptökustúdíóið oftast stofan eða eitthvað rými á heimili og oft má sjá heimilislífið í bakgrunni eins og á þessu vídeó þar sem heimavinnandi húsmóðir er að taka sjálfa sig upp og börnin hlaupa um í bakgrunni myndarinnar.

Þó að þessar upptökur séu viðvaningslegar og það líti út fyrir að það sé lítil sköpun þarna eigi sér stað þegar fólk velur bara lag annarra flytjenda og hermir eftir þá held ég að það samfélag sem er á bix vísi einmitt í þá átt sem listir eða stafrænt föndur stefnir í - að notendur skapi eitthvað sjálfir og leggi sín verk í dóm og umsögn annarra og að notendur geti notað við sína listsköpun einhverjar einingar (t.d. textann og lagið) frá öðrum. Ég hugsa að fólk muni innan skamms fara að gera meira við svona félagsnet eins og Bix t.d. að syngja aðra texta og mixa saman mismunandi tónlist.

Þetta er ein tegund af alþýðulist hins stafræna almúga árið 2007.

Hver sem er getur búið til sína samkeppni. Ég prófaði að búa til mína eigin samkeppni um vídeó frá sumri á Íslandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband