Til hamingju með afmælið ég

Salvör febrúar 2007Óska sjálfri mér til hamingju með að í dag er ég einu ári eldri. Í tilefni hækkandi aldurs og breytts útlits þá skipti ég hér með út myndinni sem ég hef haft sem auðkenni hér á moggablogginu og set inn nýja mynd. Þessa mynd er ég búin að föndra þannig að ég hef tekið út allar hrukkur og undirhökur og sett í bakgrunn fjöruna í Staðahverfi. 

Það tók nú reyndar lítinn tíma  þessi stafræna hrukkuspörslun því þessi mynd var tekin eftir að Didda mágkona mín sem er snyrtifræðingur hafði málað mig mjög vandlega.

didda-malun Það er ótrúlegt hvað  fótósjoppun og föðrun getur breytt fólki, hér eru nokkur sýnidæmi 

 Það er reyndar gaman að spá í hvernig fólk lýsir sér sjálft í stafrænum rýmum og hvernig sjónarhorn og umhverfi það vill birtast í. Sumir ungir karlmenn hér á moggablogginu birta mynd af sér með barninu sínu, ég geri ráð fyrir að það sé vegna þess að þeir vilja gefa þá ímynd að föðurhlutverkin sé það mikilvægasta í lífi þeirra. 

Sumir hafa glamúrmyndir af sér þar sem þeir eru sem sætastir en sumir velja einhverja hryllingsmynd sem augsýnilega er ekki af þeim. Í vefrýmum eins og bloggi og Myspace skapar fólk sína eigin ímynd og það hefur meira að segja þróast upp ákveðin tegund af ljósmyndun, það er talað um "Myspace angles" en það eru sjálfsmyndir ungmenna. Það eru raunverulegar sjálfsmyndir, unglingar taka mynd af sjálfum sér - eða einhverjum líkamsparti sínum  með því að halda stafrænni myndavél á lofti og pósa. Hér er vídeóið Myspace The movie sem gerir grín að þessu.

Myspace sjálfsmyndir

Sjá nánar Identity Production in a Networked Culture Why Youth Heart MySpace og síðuna mína um Myspace.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæl og til hamingju með daginn. Alltaf gaman að eiga afmæli

Sveinn Hjörtur , 26.2.2007 kl. 10:09

2 Smámynd: halkatla

Til hamingju með daginn

halkatla, 26.2.2007 kl. 10:28

3 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Til hamingu með daginn

Ester Sveinbjarnardóttir, 26.2.2007 kl. 11:41

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega til hamingju með afmælið Salvör mín.  Augnablik starði ég á myndina af bloggvini númer eitt og hugsað HA !! hver er nú komin hér hehehe.... svo sá ég að þetta var bara þú.  En hvernig dettur þér í hug að taka af þér hrukkurnar.  Veistu ekki að þær eru eitt af því dýrmæta sem við eigum.  Við höfum unnið fyrir þeim öllum með blóði svita og tárum.  Í gleði og sorg, með meiri visku og þroska.  Allt þetta hefur þú nú tekið út.  En flott ertu stelpa.  Inni

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2007 kl. 11:48

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Takk fyrir hamingjuóskirnar

Cesil, þú hefur nokkuð til þíns máls.

Ég held ég sé alveg eins flott með hrukkur eins og án þeirra. Það er hinsvegar svo gaman að föndra með myndir og breyta ímynd sinni. Ég ætti kannski að æfa mig í að gera það í hina áttina - að teikna á mig  meiri hrukkur og þar með meiri visku og þroska. Ég ætla að æfa mig í því 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 26.2.2007 kl. 12:57

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Hahahahaha !!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2007 kl. 13:00

7 Smámynd: Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir

Þetta er algjör snilld og til hamingju  með daginn.

Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir, 26.2.2007 kl. 14:28

8 identicon

Til hamingju með afmælið Salvör mín.
Þú ert alltaf glæsileg, en glæsilegri þó á þessari mynd. Vona að þú eigir góðan afmælisdag.
Kær kveðja,
Fjóla Þorvalds.

Fjóla Þorvaldsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 16:32

9 Smámynd: www.zordis.com

Til hamingju með daginn Salvör, þú ert rosalega flott sjoppuð eða ósjoppuð!  Kanski ekki flottasta orðið sem til er þ.e. að vera sjoppaður.

Ekki hægt að segja annað en árin fari vel með þig

www.zordis.com, 26.2.2007 kl. 23:20

10 Smámynd: Katrín Anna Guðmundsdóttir

Til hamingju með ammóið

Katrín Anna Guðmundsdóttir, 27.2.2007 kl. 11:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband