Föndur og DIY hugsun

dyrin-stor-og-sma.jpg Nú er ég dottin niður í föndur. Já, veit... jólin og allt það. En ég er ekki byrjuð á jólaföndrinu, nú er ég að föndra öll kvöld alls konar stafrænt föndur. Þetta byrjaði allt með því að ég fékk mér prentara heim.

Það var ekkert erfitt að réttlæta prentarakaupin á þessum síðustu og verstu. Í fyrsta lagi var nýi prentarinn hræbillegur. Í öðru lagi er þetta mikið galdratæki, ekki bara prentari heldur er þetta líka maskína sem getur ljósritað og ekki nóg með það, hann getur líka skannað inn. 

Svo vantaði mig græju til að skanna inn reikninga, núna þegar Magnús er í Afganistan og ég er að stússa í öllu og það er erfitt að bera það undir hann í Kandahar nema ég geti sent skannaða pappíra þangað. 

Svo var nú reyndar aðal réttlæting mín til að kaupa prentarann/skannann/ljósritunarvélina að með þessu undratæki þá gæti ég skannað inn reikninga. Það er nefnilega þannig með þessa reikninga sem ég fæ í búðum og bönkum á Íslandi að það er segin saga að þegar ég í lok ársins eða miklu seinna ætla að fara að grufla eitthvað í þeim þá er allt gufað upp á blaðinu, allar tölur orðnar ósýnilegar. Þetta gildir um flestalla strimla og tölvuútprentanir sem maður fær afhent. Það er langt síðan ég yfirgaf heim viðskipta en mig grunar að þessi viðskiptamáti að láta reikninga og tölur gufa upp sé einhver partur af íslenska efnahagsundrinu. 

En sem sagt... ég fékk mér prentara/skanna til að skanna inn reikninga.

Þetta virkar alveg, prentar þrælvel út stærðfræðidæmin hennar Kristínar en ég hef ekki ennþá fundið hjá mér þörf til að prenta neitt út. Nema föndur.

Ég er búin að föndra einn nani fugl með mínu eigin munstri. Ég notaði vinnuteikninguna frá nanibird.

Ég er nefnilega á því að pappír og prent  sé stórfínt í föndur og svona gott aðgengi að litaprentara getur gefið fólki kost á að búa til margt sniðugt með börnum ... já og sjáft ef það er barnslegar sálir eins og ég. 

Reyndar ætti ég að byrja aftur með föndurþátt hér á blogginu mínu. Það  er í anda hins nýja sjálfsþurftarbúskapar eftirhrunsáranna og svo föndur svo mikill partur af þeirri vinnhefð sem ég skynja að er vinnuhefð nútímans og gengur út á að hver maður er þúsundþjalasmiður og spottakarl sem reddar sér sjálfur og nýtir hitt og þetta frá öðrum. Þetta er líka í anda sjálfbærrar þróunar ef föndrið snýr að því að finna ný not fyrir það sem maður er hættur að nota til einhvers.

 Það er gaman að skoða vefi eins og Instructables 

 Hér eru nokkrar slóðir fyrir stafræna föndrara svona til að byrja einhvers staðar

http://www.papercritters.com

http://toy-a-day.blogspot.com/

... stay tuned fyrir föndurþátt Salvarar...

 Hér eru eldri föndurblogg  frá mér

Föndur dagsins : Zapatista vetrarhúfur

Skrappblogg og skissublogg

Föndur dagsins - Sjálfræðisafmæliskort

Föndur dagsins - Framsóknarlokkar

Hmmm...átti þessi prentari ekki að vera aðallega fyrir reikninga?

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eygló

Ég á líka svo æðislegt DÓT : )   Nota það svo sem ekkert rosalega mikið en ótrúlega þægilegt að geta gripið í þetta allt í einu tæki.

Alvarlegur galli á minni græju er þó verðið á blekinu, úff.

Eygló, 3.11.2009 kl. 02:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband