Bloggfærslur mánaðarins, júní 2010

Dauðarósir

Dauðarósir er  titill á sakamálasögu eftir Arnald Indriðason,  sögu sem hefst á því að nakið lík af ungri stúlku finnst  á leiði Jóns Sigurðssonar eftir hátíðarhöldin 17. júní. Fjallkonan í þeirri sögu flytur ekki ávarp íklædd skautbúningi heldur er lífvana sprautufíkill sem myrt er af vini sínum sem vill ekki horfa upp á eymd hennar.

Dauðarósir eru líka  dregnar upp í ljóði eftir Jóhann Sigurjónsson, í ljóði hans um annað skáld, um Jónas Hallgrímsson:

Dregnar eru litmjúkar
dauðarósir
á hrungjörn lauf
í haustskógi.
Svo voru þínir dagar
sjúkir en fagrir,
þú óskabarn
ógæfunnar.

Reyndar er afmælisdagur Jóhanns Sigurjónssonar í dag 19. júní, hann fæddist fyrir 130 árum. Jóhann er þekktur fyrir leikrit sín Galdra-Loftur og Fjalla-Eyvindur og ljóð hans Sofðu unga ástin mín og bikarinn eru ennþá sungin og kveðin. Raunar minnir Jóhann með sínar "dauðadjúpu sprungur" og "hyldjúpan næturhiminn" mig á Steinar Braga og kannski er  sakamálasagan sem staðsetur sig á leiði Jóns Sigurðssonar á þjóðhátíðardaginn skrifuð undir sömu skýjaþoku og Himinninn yfir Þingvöllum. Alla vega eru þeir allir Jóhann Sigurjónsson, Arnaldur og Steinar Bragi ofsalega morbid og raunar rekur Arnaldur sögupersónur sínar jafnan á hol enda er sakamálasagan og dauðinn skáldsagnaminni nútímans og partur í þeim sögum er analýsa á líkinu með aðstoð meinalækna og alls konar líkrýna. En líka analýsa á samfélagi og líka speglun höfundar á sjálfum sér og sinni samtíð. Kannski eru höfundar alltaf að segja sögur af sjálfum sér eða fremja einhvers konar galdur og særingar með því að búa til sögur og ljóð af einhverjum staðgenglum sínum. Sögur skálda eru líka oft notuð af lesendum einmitt á þann hátt - til að búa til rými og staðsetja lesandann t.d. rifja upp hetjusögur af forfeðrum eða viðhalda hatri og beiskju í garð einhverra óvina. Kannski geta góðir rithöfundar og skáld líka afhjúpað það sem við eigum ekki orð eða hugtök yfir og getum ekki hugsað um eða talað um.

Það er áhugavert að skoða sögu og samtíma út frá því sem fangar skáldin og hvert sjónarhorn þeirra er eða sögusvið í gegnum verk þeirra. En það er líka hægt að rýna í hvers vegna sjónarhorn þeirra varð svona, hvernig var lífshlaup þeirra, úr hvaða umhverfi komu þau. Það er hægt að skoða sögu  í gegnum skáld og rithöfunda og það eru mikil gögn því þannig fólk skilur eftir sig alls konar pælingar og verk. En það er  líka hægt að skoða sérstaklega ákveðna staði, skoða hvernig sagan endurspeglaðist í staðnum, hvernig staðurinn varð fróakur fyrir einhverjar nýjar hugmyndir eða hvort þar breyttist ekkert öldum saman. Það hefur verið mikið gert af því að skrá sögu þéttbýlisstaða eins og Reykjavíkur.

Það getur  verið að skáldin séu frekar pródúkt af umhverfi sínu  frekar að vera einhverjir snillingar sem pompuðu upp úr grýttri jörð fyrir eigin innri drifkraft. Þannig getur verið að einmitt á mörkum borgarsambýlis og sveitar þ.e. í Mosfellssveit hafi verið frjóakur fyrir skáldjöfur eins og Halldór Laxness að vaxa upp og hann hafi orðið skáld en ekki smiður og bóndi vegna þess að hann drakk í sig skáldsögur Torfhildar Hólm og kannski líka út af því að það var ekki nóg til af smíðaverkfærum og góðu jarðnæði og samfélagið ýtti honum á þessa braut. Það er einkennilega margir af höfðingjasonum á Íslandi sem voru líka skáld. Skýringin er líkast til sú að þeir einir fóru út og til mennta og kynntust skáldskap heimsins og voru í umhverfi sem virti og ýtti undir skáldskap og listir. Þeirra menntun var líka að hluta orðalist og orðræðulist og vegna áhuga Dana og annarra Norðurlandabúa á norrænni menningu þá fengu Íslendingar forskot í að grafa upp fornaldarfrægð og frelsi og manndáð fyrri alda.

Þegar ég fór að pæla í Jóhanni Sigurjónssyni þá fór ég líka að velta fyrir mér uppvexti hans og bænum þar sem hann ólst upp. Hann kom frá Laxamýri í Þingeyjarsýslu. Það er ekki tilviljun að hann kemur frá einu ríkasta býlinu á Norðurlandi, hans meðgjöf inn í skáldheima var Laxamýrarauðurinn sem kom honum til mennta. Það var mikil hlunnindajörð, mikil dúntekja og mikil laxveiði. Á þessum slóðum var háð ein fyrsta umhverfisdeila um virkjanir á Íslandi þ.e. Laxárdeilan.

Annars var jörðin líka þekkt fyrir annað fyrr á öldum  og það var kálfadauðinn. Það væri fróðlegt að heyra álit læknisfróðra núna á þeim undrum. Mér sjálfri finnst líklegast að þarna hafi valdið það að hér var mikil fuglajörð og mikil lífríki og þar verið gróðrarstía ýmissa veira og baktería sem lifa á fuglum og að æðarhreinsun í gripahúsum hafi t.d. getað valdið þessu

Ég læt hér eftir frásögn af Guðmundar Friðjónssonar úr  Morgunblaðinu 1927 um það:

 

mbl. 17. 4. 1927.

Kálfadauðinn á laxamýri.

Vjer stöndum öðrum fæti í landi hjegiljanna eða inni á því svæði, sem kallað er  dulrænt. Landafræðin nær ekki þangað, nje heldur rökfræðin, þó að þær sjeu víðförular  og allskygnar. En stundum rofar í kynjamyndir, helst í ljósaskiftum, á þessum stöðvum.

Og þaðan berst bergmál stundum, sem lætur undarlega í eyrum hversdagsmanna. Vantrúaðir  menn á fyrirburði — jafnvel þeir hafa skemtun af frásögnum, sem heilbrigð skynsemi kallar hindurvitni. peir láta segja sjer þrem sinnum fáránlegar frjettir eins og Njáll gerði. En auðtrúa menn trúa í fyrsta kasti — eða láta liggja milli hluta. frásögnina, einkanlega, þær furðufrjettir,  sem vitnisburðir styðja.

Hjer verður nú sagt frá viðburðum, sem bæði eru furðulegir og sannir, og svo  merkilegir, að betur eru varðveittir frá gleymsku, en læstir niðri í glötunarkistunni. Sjerhver fulltíða íslendingur kannast við Laxamýri í pingeyjarsýslu. Aður en Sigurjón á  Laxamýri og Jú" hann leikritaskáldið, sonur hans, gerðu þenna garð frægan, var bærinn  natntogaður og jörðin annáluð. Bærinn dregur nafn af laxinum, sem þar veiðist í ánni.

Og æðarvarp er þar mjög mikið í eyjum, sem Laxá hefir í faðmi sínum. Þar er töfrafagurt  um að litast, einkanlega á vorin, þegar æðarvarpið er í blóma. Fegurð þess blasir við  augum frá bænum að líta. Og að öðru leyti er fögur útsýn um þessar slóðir. Gróið  heiðarland liggur heim að túninu, og nær niður að engjajaðri, sem liggur í faðmlögum  við túnið. — Engin skuggabjörg nje draugagil íll" heyra þessum stöðvum. Jörðin hefir  burði til þess að heita Sólheimar, Ljósaland eða þvílíku dýrðarnafni,svo bjart er yfir henni.

Þó hafa gerst atburðir að Laxamýri sífelt, næstliðin 100 ár, sem ætla mætti að borið  hefði við í einhverjum forsæludalnum eða undir -'kunp.v björgum hárra fjalla, og segir nú frá þeim í fáum orðum.

Þetta 100 ára tímabil hafa langfeðgar búið að Laxamýri, fyrst Jóhannes Kristjánsson, þá Sigurjón sonur hans og að lokum Egill og Jóhannes synir Sigurjóns, og nú fáein ár synir og ekkja Egils. — Alla þessa tíð, og þar áður um langt tímabil, hefir eigi tekist að ala upp kálfa að Laxamýri, nema einn, eítir því sem jeg hefi spurt. Reynt hefir verið oft, en eigi tekist. Aldurtili allra kálfanna er samskonar. Þeir  fá hrygn  á 1.    eða öðru dægri, froðuvella tekur til að renna úr vitum þeirra, eyrun verða afllaus og á 2. eða 3. sólarhring missa  þeir  líftóruna.

Þegar Jóhann skáld var heima í æsku, var að hans áeggjan alin kvíga, að vorlagi, þegar nóttin var björt. Jóhann batt um háls kvígunnar : ryfspjald, dró kross á spjaldið og letraði á það þessi orð: „Satans óvinirnir verndi þig." Þessi    kvíga    lifði    og   var   kölluð Krossa.  En eigi varð hún langlíf. Henni   var  lógað,   þegar   hún   var  að 2.   eða 3. kálfi. Kýrin var svo óyndisleg í háttum, að heimilisfólkið vildi eigi við hana tæta. Stundum bölvaði hún í básnum eins og blótneyti, krafsaði bælið sitt og reyndi til að slíta sig lausa. Fleiri óhemju kæki hafði Krossa í frammi og að öðru leyti Ijet hún  illum  látum.

Eitt sinn fjekk faðir minn kvígukálf hjá Sigurjóni á Laxamýri, til uppeldis. Sigurjón ljet flytja kálfinn á fyrsta dægri vestur yfir Laxá, í Mýrarselið, sem er beitarhúsakot frá Laxamýri. Það sagði Sigurjón er hann fann föður minn að máli: „Jeg þorði ekki annað en flytja kálfinn burt á fvrsta dægri, þvi það var farið að snörla  í honum." Þessi kvíga lifði nokkur ár, en gafst illa. Sífelt bar á óáti í henni.' Oft  hallaði  hún á í básnum, einkanlega undan gestkomu, ranghvolfdi augunum, bljes úr  nösum og gaulaði illilega. Þau urðu endalok hennar, að hún fanst lærbrotin í haganun, þar sem engin torfæra var nje nokkurskonar hætta — í sljettri mýri.

En hvað mundi hafa valdið þessum undrum? mundi sá segja, er þetta les eða heitir. Af hverju skyldu kálfarnir hafa drepist? Þar er hnúturinn, sem reyndar er lítt leysanlegur.

Jeg læt sögusögnina leysa hann — að því leyti sem henni er til þess trúandi.


Einu sinni var fjósadrengur á Laxamýri, sem ekki þótti letsa verk sín vel af hendi.  Sögusögnin sú, sem ,jeg styðst við, greinir ekki ártalið. Þess er getið, að hann hafi  fengið ákúrur harðar og jafnvel refsingu fyrir hirðingu á kálfi eða kálfum. Drengur tók sjer nærri aðbúðina, hafði í heitingum þessháttar, að svo kynni að fara, að framvegis myndi kálfauppeldi á Laxamýri takast ekki betur en sjer hefði  tekist. Að svo mæltu hengdi hann sig við fjósbitann eða fjóshlöðubitann.


í búskapartíð Sigurjóns á Laxamýri, var hjá honum fólk langvistum, t. d. hjón, er hjetu Jóhann og Jakobína og virðist mjer þeim bregða fyrir í leikritinu „Bóndinn á Hrauni". Þessi Jóhann var fjósamaður lengi á Laxamýri og Jakobína fjósakona. —

Fjármaður Sigurjóns gamall hjet Jósep. í búskapartíð sona Sigurjóns var þar á Laxamýri mörg ár vinnukona, er hjet Soffía, eldabuska. Allt þetta vinnufólk var „gamaldags", sem svo er kallað, þ. e. a. s. hafði enga nýjabrumsmentun hlotið. Þessi hjú sáu öll, sögðu svo frá, hlöðustrákinn. En svo var kallaður þessi sknggabaldur, sem ætla má að drepið hafi kálfana. — Þau lýstu honum svo, að hann væri í mórauðri peysu, lítill vexti og álútur, enda sáu þau hann helst þannig staddan, að hann var að bisa við kálfa og handleika á þeim granirnar. Að þeim fyrirburði sjeðum, tók að færast hrygla í kálfinn. Og að því búnu voru dagar kálfsins taldir.

Ýmsir mentamenn, sem komist hafa á snoðir um þessi „Fróðárundur", bera sjer i munn og hafa borið, að þessum fádæmum muni valda og valdið hafa sóttkveikjur, sem hafi oghrærist í fjósi eða hlöðu og borist hafi   í  vit  og líffœri kálfanna,  Sú lausn gátunnar er ósennileg. Fjósið og fjóshlaðan hafa verið rifin eins og gerist og gengur og öllu umturnað. Hey í hlöðunni hefir verið með ýmsu móti, stundun grænt, en oftar þó rauð ornað. Verður eigi sjeð að þar sje sóttkveikjuhæli. Gruudvöllur þeirra bygginga, er þokkalegur og umgengni öll í fjósi og hlöðu alla tíðina, sem um er að  ræða, í betra lagi, því að búhöldar hafa setið að höfuðbóli þessu um langan aldur. Kýr og naut á Laxamýri — alt að fengið — hafa verið viðlíka hraust og langlíf, sem nautpeningur annar staðar. Hvorki hefir berklaveiki nje taugaveiki legið þar í landi og ekki heldur aðrar sóttir í fólki nje fjenaði. Þær sögur eru gamalkunnar um allt land og gerast enn í dag — að sögn — að þeir bændur missa fjenað á undarlegan hátt, sem slá eða láta slá svokallaða bannbletti í engjum eða útjöðrum túna. Á þeim liggja þau ummæli, að víti liggi á, ef út af er brugðið banninu. Og sagt er, að þær vættir, sem banna þetta, láti hefndirnar koma fram. Það er jafnan örðugt að ákveða, hvers vegna fjennður verður fyrir vanhöldum, þegar ein skepna fellur frá eða fáeinar skepnur.

En öðru máli er að gegnir með þessi vanhöld á Laxamýrar kálfunum. Þau hafa haldist við í 100 ár að minsta kosti oft þó lengur. Engar þjóðsagnaýkjur eru að verki í þessum bæ. —
Engin skröksöguhula er breidd yfir atburðina frá minni hálfu. —

Heimildirnar eru þannig að taka má í hendurnar á þeim, öllum, að undanskildum sögusógnum gömlu hjúanna á Láxnniýri, sem þóttust hafa sjeð hlöðustrákinn. Sú heimild er ekki handföst. Þegar reynt var að ala kálf í Laxamýri, var honum skotið inn í gamla bæinn, sem var spölkorn frá fjósinu.

Svo sagði mjer Egill Sigurjónsson, sem var nð mestu leyti heimildarmaður minn að þessu æfintýri, að eitt sinn hefði karl i heimilinu spurt eftir því, hver kominn væri. Hann þóttist sjá, í ljósaskiftum, mann ganga inn í gamla bæinn, en þar var þá kálfur, sem átti að ala. Enginn maður hafði komið nje gengið inn í bæinn. En á þeim degi svarf að kálfinum svo að hann dó.

Þar mundi hlöðustrákurinn verið hafa að verki.

Guðm. Friðjónsson.

 

Leikminjasafn um Jóhann

ljóð.is 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband