Grindhvalaveiðar í Laugarnesfjörunni fyrir fimmtíu árum

Það gerðist ekki oft að íbúar á æskustöðvum mínum í Laugarnesi færu þar á grindhvalaveiðar að færeyskum sið. En það gerðist einmitt fyrir fimmtíu árum eða 30. ágúst 1966. Þá ráku tvær trillur grindhvalavöðu inn á sundin og eltust við hana. í fjörunni í Laugarnesi greip drápseðlið einhverja sem þar söfnuðust saman og voru þrír hvalir drepnir. Við bjuggum á Laugarnesvegi og ég man að yngri  bróðir minn sem þá hefur verið 8 ára kom hróðugur heim með kjöt af hval. Yfirvöld bönnuðu hvalskurðinn og  að kjötið væri hirt. Hér er frásögn og ljósmynd sem var  í Alþýðublaðinu daginn eftir. Aðrar myndir af grindhvalaveiðum eru úr Wikipedia.

Hér er íslenska wikipediagreinin um grindhval 

Hér er íslenska wikipediagreinin um grindadráp. Þar er listi yfir þau skipti þar sem marsvínavaða hefur gengið á land á Íslandi.

Frásögn úr Alþýðublaðinu 31. ágúst 1966

althydubladid-31august1966-grind-i-reykjavik

"Gífurlegur mannfjöldi var saman kominn inn í Laugarnesi um hálftíu leytið í gærkvöldi þegar verið var að reyna að reka grindhvalavöðuna þar á land. Aðeins tókst að drepa þrjá hvali, enda lögðu yfirvöld bann við hvaldrápinu í borgarlandinu." 

LF_Pilot_Whales_Goban_Spur

Reykjavík, EG.

"Í ljósaskiptunum í gærkveldi fylgdust hundruð, ef ekki þúsundir Reykvíkinga með því, er reynt var að reka grindhvalavöðu á land í smávík á Laugarnestanga. Þrír hvalir voru skornir í fjörunni, með smákutum, en hinir sennilega um 100 talsins sluppu og eiga Dýraverndunarfélaginu, hafnarstjóra og lögreglunni í Reykjavík líf að launa.

Um átta leytið í gærkveldi veittu menn því athygli, að þrjár trillur voru á ytri höfninni í Reykjavík og ráku á undan sér allstóra grindhvalavöðu. Barst leikurinn brátt inn á Rauðarárvíkina og olli þetta nær umferðarstöðvun á Skúlagötunni, en hundruð manna söfnuðust saman í Sætúni og fylgdust þaðan með viðureigninni. Voru myndavélar og sjónaukar víða á lofti. Bátunum sem ráku vöð una fjölgaði brátt og sama mátti segja um forvitna áhorfendur, sem flykktust að. Um níu leytið var vaðan komin inn undir Laugarnestanga, og ekki þótti viðstöddum Færeyingum íslendingum farast reksturinn kunnáttusamlega úr hendi því lengi var svo, aðhvorki gekk ná rak. Vaðan var stundum 100-200 metra frá landi og stundum fjær, og létu dýrin ófriðlega og voru stygg.

GrindadrapVestmanna17-06-1854

Þegar klukkan fór að halla í tíu var vaðan undan Laugarnestanga. Voru þá bátarnir orðnir fjórtán, sumt trillur, sumt hraðskreiðir plastbátar. Áhorfendur sennilega 1-2 þúsund og Laugarnesið var ein bílakös. Um hálf tíuleytið voru bátarnir komnir með vöðuna nær því upp í land í smávík yzt á Laugarnesinu. Var þar mikill bægslagangur. Þrjú dýr festust í fjöruborðinu og var böndum þá brugðið á sporð hvers á eftir öðru og leitast við að draga þau upp í fjöruna. Var ömurlegt að sjá umbrot dýranna í sjávarborðinu, en nokkrum sem nærri virtust komin á land, tókst að rífa sig laus. Nokkur hraust heljarmenni óðu sjóinn í mitti með smákuta að vopni og skáru þvert í bak hvalanna rétt fyrir aftan haus. Blöð hnífanna munu hafa verið 10 sm. löng, en Færeyingar stinga sína grind með löngum sveðjum, Vár sjór brátt blóði litaður í víkinni. Kvenfólk tiplaði háhælað í fjörugrjótinu og foreldrar héldu smábörnum á háhesti til þess að enginn missti af neinu. Leyndi sér ekki manngrúinn í fjörunni kom styggð á vöðuna,sem hélt nú frá landi. Var síðan elzt við hvalinn um skeið en lítið gekk.

Þá kom hafnsögubátur með tvo lögregluþjóna innanborðs og var skotið á ráðstefnu. Lögreglan taldi sig ekki hafa beina heimild tií að banma grindadrápið, en bað mennina að láta þetta gott heita. Munu þeir ekki hafa tekið illa í þau tilmæli en ekki allir verið ánægðir. Nokkru síðar kom lögregluþjónn á báti úr landi um borð í hafnsögubátinn með þau skilaboð að hafnarstjóri, legðiblátt bann við þvi að grindadrápið færi fram á landi Revkjavíkurhafnar. Þá höfðu lögreglunni borizt mjög eindregin tilmæli frá Dýraverndunarfélagi íslands um að komið yrði í veg fvrir grindadrápið Var bá eltingaleiknum hætt enda mvrkur að skella á og vaðan að tvístrast.

Þeir borsteinn Einarson íþróttafulltrúi og Þorbjörn Jóhannesson kaupmaður sem báðir eru í stjórn Dýraverndunarfélag Íslands komu á vettvanginn inn í Laugarnes. Þorsteinn tjáði Alþýðuhlaðinu að grindadráp yæri bannað hér á landi. Eina hvalveiðin sem hér væri levfð væri frá hvalstöðinni í Hvalfírði. Gömul lög væru til um hvalveiði. en þegar ný lög voru sett hefi gleymst að taka gömlu lögin með og því væru þau ekki í gildi. Þorsteinn hvað fjölda fólks hafa hringt til sín til að biðja Dýraverndunarfélagið um að skerast í leikinn og forða ónauðsynlegu blóðbaði og drápi engum til gagns.

MARIA_(CRUISE-1854)_TRADITIONAL_WHALE_HANTING

Auðheyrt var í fjörunni í Laugarnesi í gærkveldi, að flestir voru fegnir að bann var lagt við grindardrápinu. Miðaldra konu heyrði ég þó segja. Ekkert má nú lengur! Nokkrar færeyskar konur stóðu í hnapp hjá einum hvalnum sem búið var að skera og áttu vart orð til að lýsa hneykslun sinni á drápinu, en almennt virtist fólk ekkert áfjáð í að drepa essa fallegu stórfiska. Reynslan frá Vopnafirði og Vestmannaeyjum var ýmsum í fersku minni; þar voru tugir hvalanna skornir, kjötið lítði nýtt og úldin hræin lágu lengi í fjörunni og voru síðan dregin á haf út með ærnum tilkostnaði. Var ástæðulaust að láta slíkt endurtaka sig í Reykjavík, og ennþá minni ástæða til að breyta borgarlandinu í blóðvöll algjörlega að nauðsynjalausu, og aðeins til að svala frumstæðri drápsfýsn.

Þau sáu vöðuna

Vestur við Ægisgarð hittum við í gærkvöld þau Geirarð Jónsson og Karítas Bjarnadóttur, en þau fundu grindhvalavöðuna um sjö leytið í gækvöld við róðrarbaujuna.

Fyrst rákum við hana ein, sagði Geirarður, og svo bættist önnur trilla við. Sú þriðja kom ekki fyrr en á ytri höfninni. Okkur gekk reksturinn prýðilega þangað til að bátunum fjölgaði.

Þetta er sá tími ársins sem hvalirnir verða nær algjörlega blindir, hélt Geirarður áfram, það vaxa einhverjir fitukleprar fyrir augun á þeim. Það var gaman að heyra í þeim, það er greinilegt að þeir tala alveg saman.

— Við skruppum hérna út á Flóa til að reyna að ná okkur í lúðu í soðið og kannski fugl, og vorum á leið í land, þegar við sáum vöðuna. Það var ómögulegt að reka þá á land þarna í Laugarnesi, það var allt of grýtt, þeir verða helzt að fara í land á sléttri sand eða leirfjöru. Þá gengur allt eins og í sögu. — Ekki var að heyra á þeim Geirarði og Karítas að þeim sárnaði sérstaklega, að ekki skyldi hafa orðið úr grindadrápinu."

Þessi frétt birtist í  Alþýðublaðinu , 195. Tölublað (31.08.1966), Blaðsíða 1

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2402695

Sjá líka hérna http://timarit.is/files/31125321.jpg og hérna http://timarit.is/files/7668826.pdf

Frásögn í Morgunblaðinu 30. ágúst 1966.

"HÁTT á annað hundrað marsvín óðu á ytri höfninni í Reykjavík í gærkvöldi, rekin af fjölmörg- um hraðbátum og trillubátum, sem gerðu margítrekaðar og æsilegar tilraunir til að reka þau í land í vík við Laugarnestanga. Meðal þeirra, sem þátt tóku í eltingarleiknum við marsvínin voru tveir blaðamenn Mbl., á litlum hraðbát, sem eigandinn Sigfús Sveinsson stýrði. Sjómenn á tveimur trillubátum fundu marsvínin vaðandi á Sundunum og ráku þau í átt til lands, en þar bættust áhugasamir trillu- og hraðbátaeigendur í hópinn og háðu eltingarleik við marsvínin í tvær klukkustundir samfleytt. Eftirtekjan var heldur rýr: þrjú marsvín náðust á land á Laugarnestanga, en marsvínsvaðan skipti sér í tvo hópa, óð til hafs og komst undan í skjóli myrkurs.

Um kl. 8:30 bárust ritstjórn Mbl. þær fregnir, að trillubátar rækju á undan sér geysimikla marsvínsvöðu, er stefndi á ytri höfnina. Tveir fréttamenn blaðsins fóru þegar á stúfana og urðu sér úti um hraðbáta, sem á var þriggja manna áhöfn. Fer frásögn þeirra hér á eftir:Er okkur bar að vöðunni var hún 200 metra undan Héðinshöfða og virtist þá harla dösuð,
þótt síðar kæmi á daginn að marsvínin höfðu nægilegan þrótt til að „stinga af" þá 12 báta, sem reyndu að hrekja þau á land. Eftir klukkutíma þóf voru marsvínin komin aðeins um 20 metra undan Héðinshöfða og stefndu þá enn á land. Hljómuðu þá heróp mikil frá áhöfnum smábátanna, sem þustu hver um annan þveran.

Hvað eftir annað stefndu bátarnir sér í beinan háska. Má þar til nefna ,að um 20 marsvín stungu sér upp við landið og komu undir hraðbátinn sem dansaði á hrygg eins marsvínsins og slapp naumlega við að hvolfa.

Þegar sýnt var, að dýpið var of mikið við Héðinshöfða til að unnt væri að reka marsvínin þar á land, voru ítrekaðar og misheppnaðar tilraunir gerðar til að koma þeim út fyrir Laugarnestanga og inn í Vatnagarða.

Tóku þá marsvínin upp á því, sem engan hafði órað fyrir: Þau skiptu sér í þrjá hópa, og stefndu sitt í hverja áttina, og barst leikurinn út um 300 metra undan landi. Sameinuðust tveir hóparnir og tóku stefnu með miklum hraða til hafs. Þá var sýnt að ógerlegt var að snúa þeim aftur til lands. Var og mjög farið að bregða birtu. Þess utan tók að kula og gaf yfir bátinn. Voru skipsmenn á bát Sigfúsar orðnir rennvotir, einkum þó blaðamennirnir, en annar þeirra færði sig í björgunarvesti og bjóst við hinu versta, enda var Sigfús óspar á benzíninngjöfina og fór oft ískyggilega nálægt blásandi marsvínsvöðunni.

Gífurlegur mannfjöldi hafði safnast saman á Héðinshöfða til að fylgjast með bardaganum svo einstæður atburður sem þetta var í Reykjavíkurhöfn. Umferðaröngþveiti skapaðist í Sætúni og hundruð manna þustu niður í fjöruna til að taka á móti marsvínunum á svipaðan hátt og frændur okkar í Færeyjum gera.

Áður en marsvínin sluppu, hafði þó tekizt að flæma fimm þeírra að landi við Laugarnes. Byltust þau á grynningum þar. Nokkrir vaskir Reykvíkingar tóku á móti þeim með sveðjur á lofti og barefli, þeir urðu þó frá að hverfa vegna aðdýpisins, sem er við nesið. Nokkur marsvínanna náðu að brjótast af grynningunum og geystust út á ytri höfn- ina, frelsinu fegin. Mikils spennings gætti hjá áhorfendum, ekki síður en hjá þeim sem eltingarleikinn þreyttu.

Heyrðum við glögglega siguróp áhorfenda, er tekizt hafði að hrekja hvalina að Iandi, auk þess mátti heyra einstaka menn syngja við raust á Höfðanum, hýra af lognhöfgi haustnæturkyrrðarinnar og ef til vill einhverju öðru.

Eftirför bátanna 12 við grindhvalina var frá upphafi illa skipulögð og stundum skipulagslaus, enda var eftirtekjan bág í hæsta máta. 3 marsvín náðust við Laugarnesið, en hin hurfu út í Flóann mót frelsinu og eiga vonandi langa lífdaga framundan. Það voru því ekki sigurglaðir menn, sem stigu úr hraðbát Sigfúsar í Rvíkurhöfn, kl. laust gengin 11, en ákaflega hásróma og heldur þrekaðir. Einu athugasemdina, sem gerð var í bátnum á heimleiðinni átti 11 ára gamall snáði, sem komst svo vitanlega að orði: "Guði sé lof að ekki var verra í sjóinn"."

Hér er fréttin sem birtist á baksíðu Morgunblaðsins: http://timarit.is/files/16196936.pdf


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband