Bleikur bankadagur

Bankarnir voru auglýstir nýlega til sölu í smáauglýsingum svo lítið bar á. Frestur til að skila inn tilboðum rennur út í dag. Hér er auglýsingin.

opid-soluferli

Það er bleikur dagur í dag. En ég held að það sé frekar dagur til að skjóta upp bleikum neyðarblysum en dagur til að klæða sig í bleik föt.

3153244001_765d5c58cc

Flest atvinnufyrirtæki á Íslandi eru í greipum bankanna og sá sem á skuldirnar ræður í raun rekstrinum og hefur örlög þeirra sem vinna hjá fyrirtækjunum í hendi sér. Íslensk athafnalíf er í höndum banka og fjármálastofnana og held að framleiðslutækin séu í flestum tilvikum eign fjármálafyrirtækja þó reksturinn á yfirborðinu virðist vera gamalgróin fyrirtæki. Fyrirsögnin í auglýsingunni er grábrosleg, þetta er ekki  "Opið söluferli",  þetta er mjög loðin og skrýtin auglýsing, svona eins verið væri að fullnægja einhverjum formkröfum svo hægt væri að gefa bankanna til kröfuhafanna. Já þeirra. Þeirra sem við vitum ekki hverjir eru en vitum að eru flestir ramlega flæktir í neti aflandsfyrirtækja sem eru ekki undantekningin heldur reglan í hinum vestræna heimi. Það getur líka verið að það hafi verið makkað bak við tjöldin að meðal bjóðenda verði íslenskir lífeyrissjóðir, þeir voru ábyggilega stórir kröfuhafar bankanna.

Sennilega er smáauglýsingunni laumulegu birt núna vegna þess að núverandi fjármálaráðherra ætlar að ganga frá sölunni á meðan hann er ennþá í embætti. Það er frekar einkennilegt að uppljóstrun Panamaskjalanna verði til þess að ríkisstjórn hrökklast frá og fjármálaráðherra sem var einn þeirra sem fjallað var um í Panamaskjölun og sem hefur tengst bæði sjálfur og gegnum ættingja sína ýmsum vafasömum alþjóðlegum fjármálavefningum sé sá aðili sem núna fær sjálfdæmi um að selja lífsbjörg Íslendinga. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er nú svo vitlaus að ég sé hvergi talað um banka þarna. Kannski ég þurfi að læra að lesa.

ls (IP-tala skráð) 14.10.2016 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband