Meiri ástæða til að berja sleifar við breska sendiráðið en Alþingi

Ég sá að boðað var til mótmæla kl. 13 í dag við Alþingi af "hópi fólks sem stóð framarlega í búsáhaldabyltingunni".  Vissulega verður að grípa strax til aðgerða til að heimurinn hrynji ekki yfir íslensk heimili og atvinnufyrirtæki. En það er miklu mikilvægara að koma boðum til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og bresku ríkisstjórnarinnar um hvernig ástandið hérna er heldur en ríkisstjórnarinnar. Því miður er íslenska ríkisstjórnin sennilega alveg valdalaus núna, viljalaust verkfæri í höndum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og hefur engan talsmann í alþjóðasamfélaginu, þetta er gufuleg ríkisstjórn og lúpuleg. Gordon Brown er kannski lítill kall eins og Steingrímur segir en er ekki Steingrímur og restin af ríkisstjórninni eins og samankýttur átján barna faðir í Álfheimum ef ekki verður brugðist við þessu.  Það var vissulega vanhæf ríkisstjórn sem fór frá völdum en er hvernig umskiptingur er þessi sem nú segist vera að fæðast?

IMG_4802

Reykjavík lítur núna út víða eins og rústasvæði,  bara þegar ég horfi  út um gluggann heima hjá mér í Sigtúni þá sé ég eina rústina, þar sem gróðurhúsin í Sigtúni voru mölvuð niður og einhver byggingarverktakinn ætlaði að byggja háhýsi í anda tvíburaturnanna við Grand Hótel. Núna er rústasvæðið hér við Sigtún að fyllast smán saman af rusli og niðurníddum bíldruslum.

Það er reyndar góð viðskiptahugmynd að gera út á svaðilfaratúrisma til Íslands, í staðinn fyrir að láta túrista flengjast milli flúða í jökulfljótum þá getum við búið til upplifunariðnað hér í Reykjavík sem er svona eins og draugaganga eða horrorsjóv og auglýst óvissuferðir sem gera út á hræða fólk undir slógönum eins og  "Ruins of Reykjavik" og "The Crash Tour of Reykjavik".

IMG_4810

Hmmm... kannski ekki svo góð hugmynd, vissulega er hægt að búa til virkilega hræðilegar ferðir um Reykjavík en ástandið er því miður verra víða annars staðar í heiminum, eitthvað sem fjármálasérfræðingar kalla í viðræðum Cataclysmic bear market 

En þó að það þurfi aðgerðir strax á Íslandi þá hugsa ég að íslenska ríkisstjórnin sé kramin á milli tveggja afla núna og sé valdalausari en hún vill vera láta. Þannig er að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn mun væntanlega ekki afgreiða lán nema stimpla einhvern aðgerðapakka sem því miður er ekki aðgerðarpakki til hjálpar íslenskum heimilum og íslenskum atvinnufyrirtæki heldur frekar aðgerðapakki sem miðar að því að minnka tap fjármagnseigenda og leika sama hlutverk og sá sjóður hefur gert hingað til í sjokkkapítalistakerfi heimsins. 

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Alþjóðabankinn eru ekki í þjónustu Íslendinga, þetta eru  stofnanir sem eru í þjónustu þess kerfis sem nú hefur fallið yfir okkur og það eru þeir sterkustu í því kerfi sem ráða förinni. Svo langt gengur þetta að Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands  vasast blóðugur upp að öxlum á rústasvæðum Íslands til að pína einhverja meiri peninga út úr Íslendingum, peninga sem eru eins mikið til hérna og kjarnorkuvopn í Írak.

Hetjur dagsins í dag eru þeir sem skera upp herör gegn breskum stjórnvöldum og gegn því að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kremji okkur hér undir fargi sem við getum ekki risið undir. Magnús sendi bréf til bresks þingmanns og hvetur Íslendinga til að skrifa þeim manni. Eins og svo oft í undanförnum mánuðum þá er kommentakerfið hjá Agli besta heimildin um hvað er að gerast í íslensku samfélagi, ég afrita bréfið frá Magnúsi hérna og hvet sem flesta til að mótmæla sem harkalegast (merktir með appelsínugulum borðum náttúrulega) alls staðar þar sem komast má að Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og bresku ríkisstjórninni til að tala máli Íslendinga. Ekki gerir ríkisstjórnin það:

"Ég var rétt í þessu að senda tölvupóst á þingmanninn sem bar upp fyrirspurnina í House of Commons. Þingmaðurinn heitir Graham Brady (vefsíða: http://www.grahambradymp.co.uk/ ). Sendið honum endilega tölvupóst og bendið honum á ósannsöglina sem forsætisráðherrann bar á borð fyrir hann sem svar við spurningunni góðu um “cancer charity fund” sem Kaupthing Singer & Friedlander tapaði og bresk yfirvöld neita að bæta. Tölvupóstfangið er: crowthers@parliament.uk

“Dear Mr.Graham Brady:

I am an Icelandic citizen and like so many citizens from both my country and the UK, I am absolutely appalled by the havoc irresponsible bankers have wrought on our societies. I am also extremely bothered by the lack of regulatory supervision by the Icelandic banking regulatory authorities that helped create our crisis.I am writing you today to bring a serious matter to your attention. The campaign to recover the funds for the cancer charity at Christie’s has all my support as news of great financial loss by various charities, research funds and universities that did business with Landsbanki’s IceSave and Kaupthing Singer & Friedlander has saddened me.

It was nevertheless quite disturbing to witness the UK Prime Minister’s response to your question in the House of Commons where he implied that the UK regulatory authorities were not responsible in the Christie case. Mr. Brown said: “The fact is we are not the regulatory authority.” This is false.

Christie’s business was with Kaupthing Singer & Friedlander, a bank that was under UK regulatory authority and was regulated by the FSA. This is
clearly stated in the Treasury Committee report dated 04/04/09:

“Kaupthing Singer & Friedlander was a subsidiary of Kaupthing Bank hf, and
was therefore regulated by the FSA, and covered by the UK depositor
protection scheme, the Financial Services Compensation Scheme (FSCS).”
(From Treasury Committee - Fifth Report:

http://www.publications.parliament.uk/pa/cm200809/cmselect/cmtreasy/402/40202.htm ).

It is a serious matter if the PM deliberately lies to the House of Commons about this basic fact. In his reply to your excellent question he is shuns responsibility and blames the Icelandic authorities for harming a Charity that is by law protected by the UK authorities. This particular case has nothing to do with Iceland, the Icelandic government, the Icelandic people or the IMF.

I sincerely hope that you will address this issue again with the PM in the House of Commons.

The entire population of Iceland is suffering greatly because of reckless bankers, as are other citizens in the world. We are ashamed of the people who caused our collapse and directly affected us and UK citizens, businesses and government bodies.

We are nevertheless not to blame for the Christie travesty. Prime Minister Brown will need to be confronted and take responsibility in the tragic Christy case.

Sincerely,
(Name)
Citizen of Iceland”

 


mbl.is Bretar að semja við IMF
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband