Erlendir kröfuhafar hafa andlit - andlit Philips Greens

Eitt ömurlegasta augnablik Hrunsins var þegar Jón Ásgeir flaug hingað í einkaþotunni sinni með breskan hrægamm skömmu eftir að breski forsætisráðherrann hafði látið setja íslenska banka undir hryðjuverkalög. Það var viðbjóðslegt þegar auðmaðurinn Philip Green gekk hér á fund viðskiptaráðherra og ráðamanna og vildi kaupa eignir Baugs á 10 % af bókfærðu verði og það kom fram í fjölmiðlum að hann ætti skuldirnar á Baug og Jón Ásgeir sagði að sá sem ætti skuldirnar ætti fyrirtækið. Ef gerð hefur verið fjármálaárás á Ísland þá er það af mönnum eins og Philip Green.

Þegar Steingrímur segir að við íslenska þjóðin megum ekki fá upplýsingar rétt fyrir kosningar um skýrslur sem samt eru til og vísar til að það verði að kynna þær fyrir erlendum kröfuhöfum þá metur Streingrímur hagsmuni Philips Green hærra en íslensks almennings. Og heldur Steingrímur virkilega að Green og fleiri kröfuhafar muni ganga þegjandi að einhverjum tilbúnum afskriftum upp á 75% sem menn í þjónustu ríkis sem tók yfir banka með lögum reiknuðu út?

Röksemdir Steingríms um hvers vegna megi ekki birta skýrsluna rétt fyrir kosningar eru álíka trúverðugar og röksemdir út af leyndinni í Icesave málinu? Af hverju ætlar þessi ríkisstjórn að halda áfram sama skollaleik og vanhæfa ríkisstjórnin sem hrökklaðist frá völdum í janúar?

Af hverju ætlar þessi ríkisstjórn sem í dag leggur dóm sinn í hendur kjósenda að ganga erinda Philips Greens og annarra erlendra auðmanna?


mbl.is Afskrifa 75% fyrirtækjalána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Björn Sigurðsson

Vel mælt!

Hagsmunasamtök heimilanna - skrá sig núna: http://skraning.heimilin.is/

www.heimilin.is

Þórður Björn Sigurðsson, 25.4.2009 kl. 11:06

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er kafli í Birtíngi eftir Voltaire þar sem segir frá sjómanni einum sem fer um vígvöll eftir stríðsátök og lætur greipar sópa. Okkur á að skiljast að slíkt athæfi sé fyrirlitlegt og útlistun á öllu því andstyggilegasta sem manneskjan getur fundið upp á. Rétt eins og Voltaire fordæmir stríðsrekstur þjóðarleiðtoga á hans tíð.

Er það ekki alveg dæmalaust "svona 2007-legt" að menn göptu upp í þá athafnamenn sem þú nefnir og greindu með aðdáunarfullri hrifningu frá því sem í raun var vart annað er rannsóknarferð um brunarústir til þess að koma auga á það sem heillegt vær og næla í það ókeypis þegar engin var að horfa?

Flosi Kristjánsson, 25.4.2009 kl. 11:55

3 identicon

Vel mælt!!

sandkassi (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband