Atvinnugrein? Ha? Atvinnugrein?

Ég er alveg kjaftstopp að heyra þingkonu á Íslandi árið 2009 kalla vændi ATVINNUGREIN. Ég tók þetta upp og setti inn á Youtube, ég  held að þetta hljóti að vera mistök, þessi þingkona Sjálfstæðiskvenna hlýtur að hafa mismælt sig. Það er svo absúrd að kalla ömurlega örbirgð þar sem fólk hefur glatað allri reisn og selur aðgang að líkama sínum svo einhver annar geti rúnkað sér á honum, að kalla það ATVINNUGREIN.

Hmmmm.... Atvinnugrein.... skapa störf... Geiri í Goldfinger í framboði... skapa störf??
Áhugavert  væri að bera saman kosningaloforð Ástþórs með Geira í Goldfinger og kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í atvinnumálum.... hvernig líta þessi framboð á ATVINNUGREINAR? Hvernig störf ætla þessi framboð að skapa?


mbl.is Fagna vændislögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bloggaði um þetta líka og er alveg jafn kjaftstopp og þú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.4.2009 kl. 17:08

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Já, maður er ekki alveg að fatta þetta. hlýtur að hafa slegið úti fyrir blessaðri konunni, hún talaði líka tóma steypu þarna áður, talaði um eitthvað fitulag og einhvers konar fitusoganir Sjálfstæðisflokksins og svo  var hún bláköld á því að hún ætlaði að hækka skatta.

En mikið hafði ég gaman af blogginu þínu þegar þú grefur í gullastokk Sjálfstæðisflokksins. Þá hefur heldur betur borið af leið


Salvör Kristjana Gissurardóttir, 21.4.2009 kl. 17:25

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Umrædd kona er innantómur rugludallur, hreint út sagt!  Einsog heyra mátt í Eldhúsdagsumræðum þingsins um daginn!

Auðun Gíslason, 21.4.2009 kl. 17:33

4 identicon

Takk fyrir að vekja athygli á bulli þessarar konu sem leiðir lista sjálfstæðismanna í því kjördæmi sem hann er stærstur þessa dagana.  Vonandi átta kjósendur sig  á þessu og breyta um kúrss.

Hjálmfríður Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 18:08

5 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Það sem kemur mér á óvart er fjöldi þeirra kvnna sem eru kynferðislega misþroska, ég hélt að þetta næði eingöngu til karlmanna.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 21.4.2009 kl. 18:15

6 identicon

Þetta er nú mikill útúrsnúningur hjá þér verð ég að segja, Ragnheiður myndi aldrei samþykja vændi sem einhverja eðlilega atvinnugrein og það veist þú alveg jafn vel og ég.

Það er rétt hjá henni að vændi er ein elsta atvinnugrein sögunnar. Leigumorð er annað dæmi gamla atvinnugrein. Þetta þýðir þó ekki að þessar atvinnugreinar séu ekki siðlausar.

Mín skoðun er reyndar sú að það á að gera sölu á vændi líka refsiverða.

Axel (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 18:36

7 Smámynd: Kolbeins

Þó svo að einhver photo-sjoppuð frekja með útblásið og einskisnýtt sjálföryggi blaðri um atvinnugrein sem er og verður ALLA tíð atvinnugrein, má maður ekki missa sig í móðursýki.

Þó að ykkur finnist þetta ekki vera vinna að þá er þetta mun göfugra starf en mörg önnur!!

Eðlilega heimskri manneskju finnst voða virðulegt að vinna í banka og stela fullt af peningum frá heilli þjóð, því sá sami og gerir það er svo ríkur.

En að fullnægja einhverju karlgreyi er allt í einu orðið voðalegt.

Betra er að hafa þessa þjónustu en að allir gröðu karlarnir taki upp á því að káfa á dætrum og stjúpdætrum sínum.

Kolbeins, 21.4.2009 kl. 18:46

8 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég sannfærist betur og betur um að þetta hafi verið einhver mismæli í þingkonunni, sem betur fer eru ekki allar sjálfstæðiskonur á þessari skoðun. Las þetta hjá Jórunni Frímanns, afar skynsamlegt hjá henni : Refsivert að kaupa vændi

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 21.4.2009 kl. 18:52

9 identicon

Sæl Salvör. Takk fyrir að vekja athygli á þessu. Það er sorglegt hvernig fólk getur fest sig í gömlum mýtum. Ég hef heyrt þessu fleygt fram síðan ég var lítil stelpa - að vændi sé elsta atvinnugrein sögunnar - en ég man ALDREI eftir að hafa séð nein rök þessu til stuðnings. Það er hinsvegar þægilegt að henda þessu fram sem afsökun til að koma sér undan að taka á þessum samfélagslega vanda. "Vændi hefur alltaf verið til, og verður alltaf til, og þess vegna þýðir ekkert að reyna að draga úr því" eru skilaboðin sem felast í þessari staðhæfingu.

Það eru ýmsir lestir sem hafa fylgt mannkyninu frá upphafi, en það kemur ekki í veg fyrir að við setjum lög og reglur til að koma í veg fyrir hegðun sem meiðir og skemmir annað fólk.  

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband