Af hverju er leiga á námsmannaíbúðum ekki lækkuð meira?

Leiga á íbúðarhúsnæði og atvinnuhúsnæði á Íslandi hefur lækkar gríðarlega. Flestir sem ég þekki sem leigja út húsnæði hafa lækkað leiguna í krónum talið, ég held að leigulækkunin sé að jafnaði um 30 %. Það er þess vegna alveg út úr korti hjá Byggingafélagi námsmanna að lækka sínar íbúðir ekki nema um 10 %.

Staðan er einfaldlega þannig að það er allt of mikið af húsnæði til, mörg þúsund íbúðir standa núna auðar og engin eftirspurn er eftir húsnæði. Einfaldlega vegna þess að þó að fólk gjarnan vildi leigja þá hafa margir misst vinnuna og nánast allir lækkað í tekjum. 

Það kemur til með að verða ennþá meira af lausu húsnæði núna þegar fólk er að flytja úr landi. Reyndar eru núna miklir fólksflutningar, fólk úr Austur-Evrópu flyst hingað til lands þrátt fyrir að ástandið sé svona slæmt hérna. Það er einfaldlega miklu verra í heimkynnum þess og fólk vonar að það hafi einhver betri tækifæri hérna.

Víða býr fólk við mjög þröngan kost, margir saman í íbúð, miklu fleiri en eðlilegt er. Á sama tíma standa þúsundir íbúða auðar vegna þess að fólk hefur ekki ráð á að borga leigu og þeir sem hafa ráðstöfunarrétt yfir íbúðunum eru ekki tilbúnir að lækka leiguna í það sem leigjendur geta greitt.  Kona sem var á leigumarkaði nýlega sagði að húseigendur sem hún bað um lækkun á leigu hjá hefðu sagt að þeir gætu ekki lækkað leiguna, þeir yrðu að fá fyrir afborgunum.  Verði þeim að góðu með það. Ástandið er einfaldlega svoleiðis núna á íslenskum fasteignamarkaði að þú getur ekki einu sinni gert ráð fyrir að hafa fyrir fasteignagjöldum og öðrum lögboðnum gjöldum af húsnæði hvað þá fyrir einhverri tilbúinni ávöxtunarkröfu til að standa undir gróðærislánum.

Ég talaði í fyrradag við konu sem á verslunarhúsnæði við Laugaveg. Nokkur pláss eru í leigu, nokkur ekki. En leigan er svo lág að hún stendur ekki undir fasteignagjöldum. Þetta er kaldur veruleiki sem allir verða að skilja. Þetta er reyndar líka aðstæður sem allir leigutakar ættu að geta nýtt sér, þeir ættu að prófa að biðja sína leigusala um lækkun og segja upp óhagstæðum vísitölubundnum leigusamningum.

Varðandi námsmannaíbúðir þá held ég að þetta sé alls staðar málið, þetta eru orðnar dýrar íbúðir miðað við aðrar og það er eina sem þýðir að leigja þær ennþá ódýrar til námsmanna. Það er öllum til óþurftar að leigja þessar íbúðir á frjálsum markaði, það er ofgnótt af íbúðum þar fyrir.

Það er líka hálffurðulegt að íbúðir sem hafa verið fjármagnaðar með miklu hagstæðari kjörum en íbúðir á frjálsum markaði skuli geta verið svo leigðar hverjum sem er. Það er um að gera að láta námsmenn njóta þessara íbúða og 10 % lækkun er upp í nös á ketti.


mbl.is Námsmannaíbúðir leigðar á almennum markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband