Páskaeggjaleit, páskaeggjaleit ! Finnið fjöreggin á Esjunni!

Páskaeggjaleit og fjallganga á vegum Framsóknar í Reykjavík

paskaegg.jpg Það verður skemmtun fyrir alla fjölskylduna við Esjuna annan í páskum 13. apríl kl. 13:00.

Mæting á bílastæðið við Esjuna en þá munu þeir sem vilja fara í göngutúr á Esjuna með valinkunnum göngugarpi, en hinn hópurinn fer í leiki og leitar svo að páskaeggjum í nágrenninu.

Boðið verður upp á gos og rjúkandi súpu með brauði á meðan birgðir endast.

Frambjóðendur verða á staðnum.

Allir velkomnir!

Biðs forláts á því að nota bloggið mitt til að auglýsa viðburði eins og páskaeggjaleitina og fjallgönguna en málið er bara að nú erum við Framsóknarmenn orðin svo blönk og skuldug að við verðum að passa að eyða ekki neinu í kosningabaráttunni og reynum að plögga inn auglýsingum alls staðar þar sem það er frítt. Við erum ekki stór flokkur og göngum ekki í neina digra sjóði,  við göngum bara á Esjuna enda er það fjallið eina í Reykjavík og varðandi fjárframlög þá við verðum fyrst og fremst að stóla á framlög félagsmanna. 

Ég er nokkuð viss um að það verður afar, afar erfitt að fá styrki fyrir stjórnmálaflokka hjá fyrirtækjum á næstunni og flestir flokkar fara skuldugir í þessa kosningabaráttu. Mér sýnist að flest allir styrktaraðilar sem styrktu stjórnmálaflokkana árið 2006 séu í kröggum eða í gjörgæslu hjá bönkum eða orðnir þrotabú. Þannig er nú farið um flest atvinnufyrirtæki á Íslandi, svo illa lék gróðærið landið. Við þurfum að beina okkur kröftum að því að endurreisa fyrirtækin í landinu.

það er gott að það sé komið upp á borðið að styrkir til Framsóknarflokksins þetta sama ár og sett voru lög um styrki stjórnmálaflokka voru sáralitlir. Á sama tíma taka Sjálfstæðismenn við ofurstyrkjum og virðast margir samsekir þar á bæ.

paska-framsokn.jpg

Ps. Kúlufólkið er líka velkomið í páskaeggjaleitina. 

384254219_37aead4306_o


mbl.is Framsókn opnar bókhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er 100% eðlileg krafa eftir það böl sem stjórnarflokkar síðustu ára hafa komið okkur í, að bókhald allra flokka verði opnað fram fyrir kvótagjöfina. Þar magnaðist sukkið mest og svínaríið. Og trúnaður hvarf.  Sá flokkur sem hefur eitthvað á móti því, eftir alt sem á undan er gengið. Hlítur að vera að fela eitthvað og ætti að ransakast sérstaklega.

Og engin sátt verður hér á landi fyrr en kvótinn sem og aðrar auðlindir verða komnar, óframseljanlegar í eigu þjóðarinnar, bundnar í Stjórnarskrá.

Arnór Valdimarsson (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 22:23

2 identicon

þú mættir alveg koma með eina grein sem segði frá því hvernig REI málið þróaðist, Sjálfstæðismenn eru núna að reyna halda því fram að þeir hafi stoppað söluna á REI. Þetta var hins vegar þannig að þegar allt fór upp í loft út af kaupréttartilboðunum þá vildu svo kallaðir sexmenningar ekki að REI og Orkuvetan væru saman í samstarfi og vildi þess frekar selja REI í heilu lagi til auðmanna. Framsóknarmaðurinn Björn Ingi sleyt  samstarfinu frekar heldur en að láta eftir sexmenningunum úr Sjálfstæðisflokknum. Núna segja Sjálfstæðismenn að það hafi verið þeir sem komu í veg fyrir að REI lennti í höndum auðmanna og þetta er ógeðsleg sögufölsun. Í fréttum sjónvarpsins í kvöld var sagt frá þessu og frá andsvari samfylkingarinnar, en það sem vantaði í fréttina var það að fréttamenn sjónvarpsins segðu frá því hvað væri rétt í þessu máli. Eftir situr að fullt af fólki er farið að trúa Sjálfstæðismönnum að það hafi verið þeir sem komu í veg fyrir að REI lennti í höndum auðmanna. Þeir eru að ljúga þessu núna svo ekki verði hægt að tengja REI og sjálfstæðisflokkinn saman í mútumáli. Það verður að stoppa þennan óheiðarleika, þetta gengur ekki lengur.

Valsól (IP-tala skráð) 12.4.2009 kl. 23:05

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Það er skynsamlegt að nota bloggið til að auglýsa þennan viðburð og óska ég ykkur Framsóknarmönnum góðrar skemmtunar á morgun.

Valsól. Komdu fram undir nafni ef þú vilt láta taka mark á þér.

Hilmar Gunnlaugsson, 12.4.2009 kl. 23:38

4 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Valsól: Ég skrifaði mörg blogg um REI málið á sinni tíð, var nú með það létt á heilanum. Ég tel að þessi REI stofnun hafi verið mistök amk í svona samkrulli við einkafyrirtæki og ég tel að Vilhjálmur þáverandi borgarstjóri með dyggri aðstoð FL group o.fl.  og með vitund og vilja Björns Inga hafi hegðað sér vægast sagt undarlega. Ég er ekki ánægð með hvernig Björn Ingi sem þá var fulltrúi Framsóknar í borgarstjórn kom að því máli. Blogg mín segja nákvæmlega hvað mér fannst um það mál allt.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.4.2009 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband