Eftirmálar Steingríms vegna skrípó

Ég var steinhissa þegar ég heyrði í Steingrími í Vinstri Grænum áðan í Rúv umræðum stjórnmálaforingja. Hann bauð Jóni Sigurðssyni upp á það að biðja sig afsökunar á  einhverju sem honum fannst mjög móðgandi, eitthvað grín um hann. Hann sagði við Jón að það yrði eftirmálalaust af sinni hálfu ef Jón bæðist afsökunar.  Jón Sigurðsson vissi ekkert hvaðan á sig stóð veðrið og ekki vissi ég það heldur en er búin að brosa með sjálfri mér um hvernig þessir eftirmálar Steingríms væru ef Jón bæðist nú ekki afsökunar. Við Framsóknarmenn skjálfum nú og nötrum af hræðslu við SteingrímGrin  Ég er búin að vera að kemba Netið og leita að þessu sem Steingrímur var svona hörundssár út af og eina sem ég fann er þetta klipp Stoppmerki á kind.is.

Getur það virkilega verið þetta sem Steingrímur á við? Getur það virkilega verið  foringi flokksins sem hefur í mörg ár hamast á Framsókn og gefið út alls konar níðmerki um Framsókn svona eins og "Zero Framsókn", "Aldrei kaus ég Framsókn", "Gefum Framsókn frí" sé svo hörundssár að hann sé virkilega að gera þetta að umtalsefni. Mér finnst þetta dáldið broslegt, Steingrímur er greinilega viðkvæm sál bak við sína hrjúfu skel og það er sjálfsagt að passa eftirleiðis að spæla hann ekki of mikið.

En sem dæmi um þá umræðu sem við Framsóknarmenn þurfum að þola á bloggi eftir bloggi þá er orðræða eins og þessi  en hér er dæmi um eina setningu sem er langt í frá eindæmi um það sem kemur frá fylgjendum Steingríms sem þar að auki hafa gengið svo langt að þeir hafa skemmt kosningaskilti hjá Framsóknarframbjóðendum:

"Ef Framsóknarófétið í dauðahryglu sinni verður áfram við kjötkatlana í boði Sjálfstæðisflokksins verður haldið áfram að misþyrma landinu með stóriðju og virkjunum."

Það er bara hlægilegt að fólk haldi að það geti leyft sér hvaða orðræðu og viðmót við andstæðinga sem er bara vegna þess að það er ekki á sama máli. Ég hef ekki tekið eftir öðru en Framsóknarmenn hafi lagt sig fram um að vera málefnalegir og kurteisir og undirbúnir í allri sinni kosningabaráttu og þar hefur Jón Sigurðsson verið fremstur í flokki. Hann hefur alltaf borið af andstæðingum - bæði vegna þess að hann talar af þekkingu og og hófsemi og  virðingu fyrir fólki.

Það gera því miður ekki allir fylgjendur vinstri grænna. Ég hef nú ekki tekið neitt sérstaklega nærri mér þessi "Aldrei kaus ég Framsókn" barmmerki en ég hef undrast hvers vegna í ósköpunum fólk leggðist svona lágt í kosningabaráttu.  

Annars var Sveinn Hjörtur virkilega leiður út af framkomu Steingríms við sig eftir umræðurnar í sjónvarpssal. Sjá þetta blogg

Formaður Vinstri Grænna missir stjórn á sér við mig!

Mér finnst það nú alveg fyrirgefanlegt þó að stjórnmálaforingjar korteri fyrir kosningar séu ekki alveg í góðu jafnvægi og við eigum bara að fyrirgefa það. Það mæðir mikið á því fólki sem er í eldlínunni. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Þessi auglýsing með "rauða kallinum" var ítrekað sýnd í sjónvarpinu og ég var persónulega frekar hissa þegar ég sá hana fyrst. Fannst menn vera að ganga ansi langt og er ég þó ekki stuðningsmaður VG.

Ath. að það er munur á því að segja eitthvað um heilan flokk, eða að ráðast á einstaklinga persónulega, eins og þessi auglýsing gerir gagnvart Steingrími. Það er líka munur á því að vera með eitthvað grín á netinu eða á merkjum hjá ungliðum, eða að sýna auglýsingu í sjónvarpi allra landsmanna.

Svala Jónsdóttir, 13.5.2007 kl. 21:12

2 Smámynd: Gaukur Úlfarsson

Merkilegt að öllum nema framsókn finnist þessi aulgýsing ganga of langt. Hvað segir það okkur?

Gaukur Úlfarsson, 13.5.2007 kl. 21:40

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég vissi nú ekki að þessi auglýsing hefði verið sýnd í sjónvarpi og hún hefur nú alla vega ekki skilað of miklum árangri. En þetta með netlögguna það er nú bara satt og rétt, Steingrímur hefur stórhættulegar skoðanir í því.  Ég veit nú ekki hvað er átt við með að flæma bankana úr landi en sennilega er það skírskotun í eitthvað orðalag hjá Steingrími,  mér finnst þetta frekar sakleysislegt en ég er sammála því að þetta er ekki gott, þetta er "negative advertisment" og er eitthvað sem ég vildi ekki taka þátt í. Svona hræðsluáróður er ekki góð kosningabarátta. 

Ég héld að þetta væri bara einhver brandari á kind.is og það er víst alveg satt, það er meira þol gagnvart einhverjum fimmaurabröndurum á ungliðahreyfingarvefsíðum en því sem birt er í auglýsingum í sjónvarpi. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 13.5.2007 kl. 21:47

4 Smámynd: G. Reykjalín

Nú er ég ansi ópólitískur ungur maður og hef ekki miklar skoðanir á stjórnmálum .. en mér fannst þessi auglýsing vera sérstaklega slappur punktur í kosningabaráttunni.. 

 Hafa þessir flokkar ekki alltaf skotið hvor á annan, gagnrýnt stefnur og blásið smávægileg mistök upp úr öllu valdi? .. Svona hnitmiðuð niðurlæging í garð formanns einhvers flokksins er dæmi um það að kosningaáróður er að taka vitlausa beygju!

 En eins og ég segi .. Algerlega ópólitískur.. ;)

G. Reykjalín, 13.5.2007 kl. 22:24

5 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Ætli Steingrímur ætti ekki að skoða aðeins eigin ferill fyrst áður en hann fer að krefja menn um afsökunarbeiðni. Munnsöfnuður hans hefur ekki alltaf verið sá fegursti

Arnfinnur Bragason, 13.5.2007 kl. 23:24

6 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Það besta við þessar kosningar er auðvitað sú staðreynd að fólk með svona lélegan húmor skuli bíða afhroð.

Bergþóra Jónsdóttir, 14.5.2007 kl. 00:24

7 identicon

Mér finnst þetta vera dálítið dæmi um flísina og bjálkann.  Steingrímur hefur látið ýmislegt flakka í gegnum tíðina og hefur, skulum við segja, allt annað en fátæklegan orðaforða og mér finnst eitthvað súrrealískt við að hann skuli krefjast afsökunarbeiðni frá Jóni, sem er einn málefnalegasti pólitíkusinn.

Kannski er ég skrýtin, en mér fannst þessi auglýsing ekkert dónaleg og frekar í takt við auglýsingar annarra flokka þar sem varað var við áformum og stefnum andstæðinganna. 

Lilja Haralds (IP-tala skráð) 14.5.2007 kl. 01:28

8 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Þú segir nokkuð Bergþóra, en ég held að fólkið með léleg húmorinn hafi unnið stærsta sigurinn.

Arnfinnur Bragason, 14.5.2007 kl. 21:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband