Grćni kallinn í Berlín

Grćni kallinn BerlinGrćni karlinn hérna í Berlín heitir Ampelmännchen og hann er líka tákn í stjórnmálum hérna eins og á Íslandi. Hann er tákn fyrir ostalgie en ţađ er fortíđarţrá  eftir lífinu í gamla kommúnistaríkinu Austur Ţýskalandi.  Ef til vill er grćni kallinn í íslenskum stjórnmálum líka fortíđarţrá eftir ţeim tíma ţegar Samvinnuhreyfingin var öflugasta viđskiptablokk landsins og samvinnufélögin seldu ull og fisk fyrir olíu í vöruskiptum viđ Ráđstjórnarríkin og Framsóknarflokkurinn var bćndaflokkur. Grćni kallinn minnir á sáđmanninn í vörumerki Búnađarbankans.

Ţađ eru götuljós međ grćnni konu Ampelweibchen í nokkrum ţýskum borgum.

Grćni kallinn í Austur Ţýskalandi var hannađur af umferđarsálfrćđingi sem sagđi ađ fólk myndi bregđast betur viđ táknum sem hefđu einhverja merkingu heldur ljósum í tilteknum lit. En merking er tvírćđ. Á yfirborđinu virđist ţetta vera mynd af kalli, rauđum kalli kyrrstćđum út međ hendur og grćnum kalli á röltinu. Ég vissi ekki af ţessum umferđarmerkjum og sá ţetta fyrst á Rósu Luxemburgarstrćtinu hérna. Ég var undrandi og starđi á stoppmerkiđ og hugsađi "Hvers vegna er mynd af krossi á stoppmerkinu? Hvernig gátu kristnir menn samţykkt ţađ?" Svo ţegar ég rýni í merkiđ međ grćna kallinum ţá get ég ekki betur séđ en ţađ sé skírskotun í ţekkt germanskt tákn, sólkrossinn eđa swastikuna. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Skemmtilegar pćlingar...

Benedikt Halldórsson, 9.5.2007 kl. 20:29

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband