Forsetafréttir úr þremur löndum Ísland, Frakkland, Tyrkland

Vonandi er ekkert alvarlegt að Ólafi Ragnari forseta okkar. Hann var í Stykkilshólmi að opna vatnasafn Roni Horn .Ég hef lengi haft áhuga á list Roni Horn og pælingum hennar um vatnið og skynjunina, sjá þessi blogg:

Vatn og dagur hina dauðu 

Auðkenni

Ég skrifaði þar m.a. þetta um Roni Horn: 

Hún er mjög upptekin af því að staðsetja (to place) og hvað felist í að vera á stað og hugmynd hennar um Ísland er að það sé sögn fremur en nafnorð. Roni Horn er kannski alveg eins skáld eins og myndlistarmaður, hún er upptekin af kynleysi, þrá og eðli tungumáls og sækir efnivið í texta eftir Emily Dickinsson. Hún hefur velt fyrir sér hvernig Emily Dickinsson sá og skynjaði án þess að ferðast og hvernig Verne gat skrifað og lýst aðstæðum á Íslandi án þess að koma nokkurn tíma hingað. Hún pælir í því hvernig umhverfið verður manneskjan, hvernig eyðimörk getur ekki gefið manni neitt nema hún sé hluti af manni og hún segir "you are the weather" eða þú ert veðrið og hún hefur gert eina bók með myndum af íslenskri konu sem á að lýsa því, myndum sem eru teknar við mismunandi veður og það er ekki hægt að þekkja að það sé sama manneskja á myndunum því manneskjan verður veðrið. Hér til hliðar er forsíðumynd úr þeirri bók. Roni Horn er merkilegur listamaður og gaman að pæla í verkum hennar, þau eru ljóð eða mynd eða eitthvað sem er ekki bundið við form. Hún segir á einum stað: "The entrance to all my work is the idea of an encyclopedia of identity".

 

Annars var merkilegt að helstu fréttir kvöldsins eru fréttir af þremur forsetum.  Forseti Íslands var fluttur frá Snæfellsnesi með þyrlu á Landsspítalann, úrslit voru kunn úr forsetakosningunum í Frakklandi - þar tapaði konan sem var í framboði en harður hægri maður vann og í Tyrklandi dró umdeildur forsetaframbjóðandi framboð sitt til baka - en konan hans gengur með slæðu.


mbl.is Forsetinn við góða heilsu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Allt er afstætt má líklega segja.  Sarkozy er harður hægrimaður á Franskan mælikvarða, en það segir ekki allt.  Ég efast um að hann standi hægra megin við "vinstrimanninn" Tony Blair, nú eða Gordon Brown, bara svo dæmi séu tekin.  Það er heldur ekki ástæða til að gleyma því að konan sem tapaði er sósíalisti, að margra mati svona upp á "gamla mátann", það er þó líka afstætt, en hefur að öllum líkindum haft meiri áhrif á tap hennar heldur en það að hún sé kona.  Því er ekki síður rökrétt að segja að sósíalistinn sem var í framboði hafi tapað, en það er vissulega hægt að horfa á fréttir frá ýmsum sjónarhornum.

G. Tómas Gunnarsson, 7.5.2007 kl. 04:32

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Það hefur örugglega haft miklu meira að segja fyrir tap hennar að hún er kona. Ég held að það sama gildi um kosningar um formann og varaformann Framsóknarflokksins. Eins og Frakkland er ekki tilbúið til að hafa konu á forsetastól þá eru fáar íslenskar stjórnmálahreyfingar tilbúnar að hleypa konum áfram til forustu. Það má gjarnan hafa konur sýnilegar og í valdalitlum embættum t.d. ritara en það er glerþak í stjórnmálum sem og annars staðar.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.5.2007 kl. 09:40

3 identicon

Er ekki merkilegt hvar forsetinn var staddur þegar hann missti máttinn? Hann var á Búðum þar sem auglýst er að fólk geti komið og dregið mátt í sig frá jölkinum. fallega. Að forseti lýðveldisins  örmagnist bendir til þess að nú þarf að "virkja" Snæfellsjökul eða leggja orkubúskapinn þar niður!

kær kveðja

Snorri í Betel 

s (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband