Börn alkóhólista, Youtube og Mogginn

Ég var hissa þegar ég sá frétt um þetta myndband á mbl.is. Fréttin er að sextán ára dóttir þekkts leikara tekur mynd af föður sínum dauðadrukknum og setur á Youtube. Mér fannst þetta tímamót í fjölmiðlum. Bæði að heimavídeó af einkalífi fólks á youtube væru fréttaefni á mbl.is og svo þetta gífurlega nærgöngula myndefni. Barn (16 ára er barn skv. íslenskum lögum) alkóhólista tekur vídeó af föður sínum drukknum og setur á Netið sennilega í því augnamiði að niðurlægja föður sinn - annað hvort til að hefna sín eða sem von um að niðurlægingin verði svo mikil að faðir hennar taki sig á. Þetta er sorglegt myndefni og þetta eru sorglegar heimilisaðstæður.

Því miður er ofdrykkja og alkóhólismi vandamál á nærri því hverju einasta heimili sem ég þekki til á. Því miður eru mörg þúsund börn að alast núna upp á heimilum við aðstæður þar sem foreldrar eru útúrdrukknir og vanrækja skyldur sínar sem foreldrar. Í flestum tilvikum eru það feðurnir og í flestum tilvikum er reynt að halda áfengisvandamálinu  leyndu fyrir börnunum og kóa þar margir með. 

 


mbl.is Dóttir Davids Hasselhoffs myndar útúrdrukkinn föður sinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Raunveruleikasjónvarp. Það er "in", "trendí" og "smart", ekki satt?

Auðun Gíslason, 5.5.2007 kl. 14:40

2 Smámynd: halkatla

oj - ég get ekki horft á svona persónuleg myndbönd um eitthvað ljótt

halkatla, 5.5.2007 kl. 15:09

3 Smámynd: Ásgeir Rúnar Helgason

Sorglegt!

Kveðja frá Stokkhólmi: ásgeir

Ásgeir Rúnar Helgason, 5.5.2007 kl. 21:42

4 Smámynd: Jón Agnar Ólason

  • Eru karlar líklegri til að verða fyllibyttur? ("Í flestum tilfellum eru það feðurnir...")
  • Frægt fólk er fréttnæmt, punktur. YouTube er nýmæli, fréttin ekki.
  • "Því miður er ofdrykkja og alkóhólismi vandamál á nærri því hverju einasta heimili sem ég þekki til á." Ertu að tala í alvöru? Ég vil ekki gera lítið úr því hvað þú þekkir margar byttur eða draga úr alvöru málsins, en áttu ekki svolítið einsleitan vinahóp?  Næstum allir alkóhólistar?! Sláandi, ef satt er.
  • Gott á Hasselhoff, segi ég. Ég hef ekki samúð með vesalingum sem drekka sig fulla fyrir framan börnin sín. Ef þetta kemur ræflinum á snúruna, þá er meðalið þar með helgað.


Betri stundir,

Jón Agnar Ólason, 5.5.2007 kl. 23:25

5 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Í þessu tilviki eins og svo mörgum öðrum hef ég ekki neina eindregna afstöðu. Á þetta má líta frá ýmsum hliðum. Eiginlega hallast ég samt að því (akkúrat núna) að birtingin á þessu sé gott mál. Fyrir alla aðila. Þar með samfélagið okkar.

Hlynur Þór Magnússon, 5.5.2007 kl. 23:29

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Jón Agnar. Ég er að tala af reynslu um það fólk sem ég þekki. Ofnotkun áfengis virðist vera oftast vandamál karla og þegar ég segi að þetta sé vandamál í hverri einustu fjölskyldu sem ég þekki þá er ég ekki að meina að allir í fjölskyldunum séu alkóhólistar. Fjölskyldan samanstendur af mörgum einstaklingum afar og ömmur, foreldrar og börn.

Ég held að karlmannamenning hafi og sé sennilega ennþá miklu hliðhollari ofdrykkju en kvennamenning. Stundum finnst manni að þessi drykkjukúltúr unglinga (kíktu á pop tv) sé bara aðferð til að búa til útúrdrukkna alkóhólista framtíðarinnar - á tíma þegar ungu strákarnir verða orðnir fjölskyldufeður. Ég held að það sé líka auðveldara fyrir karlmenn að halda áfram drykkjusiðum sínum eftir að þeir stofna fjölskyldur og meira þol gagnvart því. Þær konur sem ég þekki til sem hafa misnotað áfengi hafa annað hvort misst forræði yfir börnunum sínum eða fjölskyldan hefur kóað og varðveitt leyndarmálið um áfengisvandamálið eins og það sé helgur dómur sem enginn megi komast að.  

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.5.2007 kl. 20:35

7 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Má vera, Salvör; það er auðvitað ótækt ef rétt er að karlar komist frekar upp með familíufyllerí en konur - en ég vona samt að aularnir á Popptíví séu ekki dæmigerðir fyrir æsku landsins; það eru aumu bjálfarnir...

Jón Agnar Ólason, 6.5.2007 kl. 22:01

8 Smámynd: Inga Lára Helgadóttir

Það sem ég get sagt, og hef nú þokkalega reynslu af alkabransanum þá er yfirleitt mun sýnilegra að karlmennirnir séu að drekka, oft eins og sé farið mun leynilegra með það þegar konur eiga í hlut og jafnvel annað drykkjumunstur. En ég er langt frá því að samþykkja að svona margir séu alkar, ég mundi skjóta svona á ca. 15% þjóðarinnar....,en þá er eins og ég skynja það, kannski að það sé vitleysa

Kveðja Inga Lára 

Inga Lára Helgadóttir, 7.5.2007 kl. 20:57

9 identicon

Já þetta er sorglegt, dóttir hans er farin að hugsa um kallinn og finnst hún sjálfsagt bera ábyrgð á honum að einhverju leyti. 

Ragnheiður Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 08:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband