Frá undirmálslánum í USA til húsnæðislána á Íslandi

Heimskreppan sem nú skellur yfir  allar þjóðir er bylgja sem hófst með undirmálslánum í Bandaríkjunum. Þetta voru lán sem voru veitt til íbúðarhúsnæðis án eðlilegrar varfærni banka sé gætt, það var lánað fyrir öllu og greiðslubyrði af lánum var hærri en fólk réð við. Ef húsnæðisverð fer hækkandi þá gæti svoleiðis kerfi gengið því þótt fólk hafi fengið 100% lán og geti vart ráðið við afborganir þá getur það samt hagnast ef húsnæðisverð hækkar. Hins vegar ef húsnæðisverð lækkar og fólk á ekkert nema lán þá er illt í efni. Þá fer fólk að skulda meira en það á í húsnæðinu og það kemur að því að fólk rís ekki undir afborgunum. Það er alveg nauðsynlegt í slíku kerfi að gera einhverjar ráðstafanir til að fólk flosni ekki upp, það er enginn sem græðir á því, húsnæðið skulduga er verðlaust og húsnæðisverð hrapar niður úr öllu valdi og á nauðungaruppboðum fæst ekki hátt verð fyrir eignir.

 

Það sama er að gerast hér á Íslandi þannig að hér lækka laun á sama tíma og verðbólga æðir áfram, gengið erlendra mynta margfaldast og húsnæðismarkaður hrynur.  Bilið milli þess sem húseigendur skulda í eign og hvað eignin myndi seljast á verður sífellt minna, er raunar orðið svo lítið að líklegt er að eigið fé sé neikvætt í íbúðarhúsnæði sem er með nýlegum lánum. Það er í svoleiðis aðstæðum sem Framsóknarflokkurinn setur fram skýra stefnu um að skuldir verði afskrifaðar um amk 20 %. 

Hér eru vídeó sem útskýra þessar tillögur:

 


mbl.is Húsnæði lækkar í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Aðgerðir strax.

Offari, 16.4.2009 kl. 23:22

2 identicon

Salvör mín, hefði þá Framsóknarflokkurinn á sínum tíma ekki átta að sleppa því að leggja til og fá í gegn að Íbúðalánasjóður gæti / mætti lána allt að 90% ?

Eða var það Davíð og Sjálfstæðisflokkurinn sem lagði það til?

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 18.4.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband