15 þúsund atvinnulausir en aðrir að drukkna í yfirvinnu

Í nútímasamfélagi fer stór hluti af sjálfsmynd margra eftir starfi. Við tökum ef til vill ekki eftir því nema þegar við skiptum um starf. Flestir hafa undanfarin ár verið í því hlutskipti að þegar þeir skipta um starf þá er farið í betra starf, starf sem þeir fengu vegna þess að þeir stóðu sig vel í fyrra starfi og öfluðu sér starfsreynslu. Það er hins vegar einn hópur sem hefur fundið fyrir því hvernig er að hverfa úr starfi með þeirri breytingu á ímynd sem það hefur í för með sér. Það eru þeir sem láta af störfum vegna aldurs.  Núna stefnir hins vegar allt í fjöldaatvinnuleysi, miklu verra ástand en nú er og það eru margir atvinnulausir og án vonar um atvinnu í bráð.

Þau úrræði sem samfélagið hefur passa ekki við þetta ástand. Það passar ekki að bjóða atvinnulausum núna upp á einhver úrræði sem fela í sér að þetta sé tímabundið ástand.  Það er verið að kýla niður stóran hóp fólks og segja við það með beinum og óbeinum hætti. Þetta er fáránlegt ástand í svona litlu samfélagi. Það er eina vitræna, skynsamlega og manneskjulega leiðin að deila vinnunni og minnka gjána sem núna er milli þeirra sem hafa vinnu og þeirra sem hafa ekki vinnu.

 Það eru nokkrar aðferðir til að  dreifa þeirri vinnu sem nú er unnin í samfélaginu. Stór hluti af þessari vinnu er unnin hjá opinberum stofnunum, starfsmönnum ríkis og sveitarfélaga eða aðilum sem vinna fyrir þau. Það ættu því að vera hæg heimatökin fyrir opinbera aðila að koma að þessu máli og gera tillögur og reyna að hrinda í framkvæmd einhverri áætlun.

Ein skynsamlegasta leiðin er stytting vinnuvikunnar - eða alla vega bjóða starfsfólki upp á það. Önnur aðferð er að bjóða þeim sem eru að nálgast starfslokaaldur upp á rýmkun á reglum þ.e. svo þeir geti dregið úr vinnu eða hætt fyrr að vinna. Ennþá önnur aðferð er að bjóða ófaglærðu fólki námsleyfi, það er aðferð sem hefur t.d. verið reynt íSvíþjóð, þar bauðst starfsfólki að sækja um ársleyfi til endurmenntunar og starfsmenntunar gegn því að maður á atvinnuleysisskrá leysti það af.

það hefur verið við lýði vinnualkasamfélag á Íslandi. Fólk er ekki búið að taka við sér og sjá hvað það kerfi passar ömurlega illa við þær aðstæður sem við erum í í dag, við verðum að deila vinnunni og afkomunni. Það er eina skynsamlega leiðin. Það er líka betra út frá velferð fjölskyldna og það sem er almikilvægast er að ef einum hópi er stillt upp við vegg og hann er útskúfaður frá þátttöku í samfélaginu, þeirri þátttöku sem þú færð gegnum að vera í starfi á vinnumarkaði þá er hætta á mikilli ólgu og ringulreið.

Ef hins vegar allir skynja og skilja að það er vilji þeirra sem með völdin fara að jafna byrðarnar og deila gæðum samfélagsins  - á réttlátan hátt og þar með að deila vinnunni og búa ekki til vinnandi stétt og ekki-vinnandi-stétt þá munu samtvinnaðir kraftar samfélagsins vinna að því að bæta ástandið, ekki gera það verra.

 


mbl.is Sjálfstæðið tekið af mér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, eðlilegri vinnuvika væri kannski um 20 - 30 kl.tímar.  Hver valdi 40 tíma vinnuviku annars?  Ekki ég.  Það er ekki fjölskylduvænt.

EE (IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 22:24

2 Smámynd: Anna Karlsdóttir

Mikið hjartanlega er ég sammála þér!

Anna Karlsdóttir, 14.2.2009 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband