Útlendingahatur blossar upp

Bílastæðavandamál árið 2008 Tannlæknatúrismi 2008
Ég er hugsi yfir aðgerðum og orðræðu lögreglu varðandi  húsleit hjá hælisleitendum og ekki síður viðbrögðum almennings. Það eru því miður margir sem taka stöðu á móti hælisleitendum í athugasemdum á bloggum og útlendingahatur blossar upp.  En það eru sem betur fer margir bloggarar sem ræða málið af skynsemi og spyrja spurninga um réttmæti aðgerða lögreglu t.d. þetta ágæta blogg hjá Helga:

Má hælisleitandi ekki eiga peninga? - Og ekki vinna fyrir þeim?

Ég er undrandi yfir því hvernig lögreglustjóri og forstjóri Útlendingastofnunar tjá sig, ég hélt að þeir þyrftu að gæta hlutleysis og fara eftir alþjóðasamningum.  Ég vissi ekki að þeir gætu túlkað hegðun meints brotafólks eftir eigin höfði sb þetta sem haft er eftir lögreglustjóra. Þetta er afar undarleg túlkun á því hvenær fólk er sekt um glæpi:

 "Jóhann segir að eftir aðgerðirnar hafi einn hælisleitandi óskað eftir að fá að fara strax úr landi. Slíkt sé varla hægt að túlka öðruvísi en svo að viðkomandi hafi verið hér á fölskum forsendum" (mbl. blað dagsins 13. sept)

Svo er ég líka mjög undrandi á ummælum sem höfð eru eftir Hauki forstjóra Útlendingastofnunar. Getur verið að hælisleitendur hafi ekki sömu mannréttindi og Íslendingar varðandi eigur sínar? Síðan hvenær geta opinberar stofnanir ætt inn á heimili fólks, gert eigur þeirra upptækar og sagst ætla að rukka fyrir uppihald og draga það af eigum fólksins? 

Það er nú ekkert nema sjálfsagt að borga ekki uppihald fyrir hælisleitendur sem geta framfleytt sér sjálfir. En það er svo sannarlega EKKI sjálfsagt að opinberir aðilar geti án þess að farið sé í formlegar lagalegar innheimtuaðgerðir skuldjafnað fé sem tekið er í húsrannsókn. Ég get ekki ímyndað mér að þetta sé löglegt og í samræmi við alþjóðasamninga um flóttafólk. Ég vil alla vega fá að vita við hvaða lagagreinar svoleiðis aðgerð styðst.

Hér er vitnað í forstjóra Fangelsismálastofnunar:

"Haukur Guðmundsson forstjóri Útlendingastofnunar segir að í aðgerðunum hafi safnast gögn sem muni varpa ljósi á aðstæður rúmlega 10 hælisleitenda. Hann býst við að ýmsum haldlögðum munum, þar á meðal peningum, verði skilað aftur til hælisleitenda. Útlendingastofnun mun hins vegar taka fyrir mál þeirra hælisleitenda sem fúlgur fjár fundust hjá, og tjá þeim að frá og með 12. september sé Útlendingastofnun hætt að greiða fyrir þá uppihald. Þeir geti gert það sjálfir. Kostnaður verði dreginn af hinum haldlögðu peningum. „Þegar um er að ræða verulegar fjárhæðir hjá fólki kviknar auðvitað grunur um að það séu í gangi skrítnir hlutir sem þarf að rannsaka. Í þessum haldlagningum felst ekki að það sé verið að svipta fólk sínu fé. Lagt er hald á peninga meðan verið er að rannsaka málið
......................
Mál útlendinganna að þessu sinni verða rannsökuð og ekki ósennilegt að hlutum og peningum verði skilað til eigenda sinna. Þeir sem voru með fúlgur geta þó ekki vænst þess að fullu."

Þessi aðgerð lögreglu hefur magnað  upp spennu og leyst úr læðingi blossandi útlendingahatur. Það má líka benda á að hvaða áhrif þetta hefur á hælisleitendur sjálfa.  Fólk sem verður  fyrir áfalli bregst við á ýmsa vegu sb.  Hnífaárás hjá hælisleitendum í Njarðvík og Farzad mótmælir við lögreglustöðina.

Ég vil taka fram að ég efa ekki að lögreglan hafði réttmætar ástæður til að gera húsleit og sennilegt er að meðal hælisleitenda sé fólk sem villir á sér heimildir og vill vera hér í annarlegum tilgangi. Það breytir því hins vegar ekki að eðlileg málsmeðferð á að gilda fyrir alla. Líka skúrka og misyndisfólk.


mbl.is Hælisleitandi mótmælir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Sammála þér Salvör, ég kæri mig ekki um amerískan lögguhasar eða Gestapó innlifun hjá framkvæmdavaldinu, þessar aðfarir voru til skammar fyrir okkur öll.

Haraldur Davíðsson, 13.9.2008 kl. 22:43

2 Smámynd: inqo

Það er bara ekkert að því að vita hvaða drasl hælisleitendur eru með. Eins og þarna kemur í ljós þá er margt gruggugt í vatninu. Það er vitað að margir sem sækja um hæli eru að gera það á hæpnum forsendum. Það sem er mest skrítið við öll mál varðandi útlendinga er allur grátkórinn sem fer í gang.

Mér finnst bara það séu alltof margir sem horfi með blindu auga til útlendinga. Það eru bara ekki allir sem vilja eitthvað fjölþjóðasamfélag og er ég ekki að tala um bara Íslendinga. Og það má ekki einu sinni fara varlega í að taka á móti útlendingum þá eru allir rasistar. Til hvers að vera flytja inn vandamál þegar nóg er af þeim fyrir.

inqo, 13.9.2008 kl. 23:09

3 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Flott myndasería hjá þér Salvör - textinn er kunnulegur, gæti fundist í athugasemdum t.d. hér.

Helgi Jóhann Hauksson, 13.9.2008 kl. 23:21

4 identicon

Jæja grát kórin komin af stað! Tetta er ekki flókið er tað? Tetta fólk sagðist ekki eiga krónu og tá var tað sett á styrk! Svo kemur í ljós að tað er margt að vinna svart og er svo ofan á allt annað ekki tað sem tað segist vera! Eruð tið fávitar hérna?

óskar (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 23:23

óskar (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 23:25

5 identicon

Af hverju fá þeir ekki tímabundin atvinnuleyfi?Svo þeir geti haldið sjálfsvirðingunni.Hvernig haldið þið að það sé að vera búinn að vera í svona aðstöðu í 3 ár ekki mega vinna né gera neitt? Mönnum hlítur að leiðast ógurlega og hætta að menn geri einkvað sem þeir myndu aldrei gera undir eðlilegum aðstæðum.Hjálppum þeim að hjálpa sér sjálfum.Breytum lögunum svo þeir fái tímabundin atvinnuleyfi og geti verið sjálfs síns herrar.Þeir sem brjóti lögin eða hafa gefið rangar upplýsingar verði vísað úr landi.

fjolnir baldursson (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 23:40

6 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Það var ætlun yfirvalda með þessu að magna upp útlendingahatur til að létta þeim harðari aðgeðrir í framtíðinni. Sjáðu svo hvernig menn sumir láta í athugasemdum, t.d. þetta megafífl herra  Óskar. Það er fullt af svona liði þarna úti sem færist nú allt í aukana. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.9.2008 kl. 23:52

7 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Óskar minn viltu nú ekki slaka aðeins með fávita-talið.........

....en nei ég t.d. tel mig ekki fávita, en ég skal gjarnan hitta þig ef þú vilt fá frekari sönnun þess...

Haraldur Davíðsson, 13.9.2008 kl. 23:52

8 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þessi Jóhann lögreglustjóri er svo mesti hálfviti landsins ef þið viljið fá að vita það! Tími til kominn að það sé sagt hreint út!

Sigurður Þór Guðjónsson, 13.9.2008 kl. 23:55

9 Smámynd: inqo

Sigurður! þú ert kominn fram úr Óskari.

inqo, 14.9.2008 kl. 00:01

10 identicon

sko Sigurð kominn í fílu! Tað er nú svo merkilegt að til eru litlir kjánar eins og hann Siggi hérna sem vill ekki að erlent fólk turfi að fara að lögum. Og tá byrjar Siggi litli og aðrir álíka gáfaðir snillingar að væla um rasisma! Tetta lið er svona VG forræðishyggu fólk sem allt veit og kann!

óskar (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 00:58

11 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Hver hælisleitandi kostar að meðaltali íslenska skattgreiðendur 7.000 kr á DAG! þetta gera 200 þúsund á mánuði. 4 manna fölskylda er því 800 þúsund á mánuði.

Hversu margar íslenskar fjölskyldur þurfa að lifa á minna en 200 þúsund á mánuði? Þær eru nokkuð margar.

Ég vil að hérna sé tekin upp Hollenska leiðin: Gera vel við hælisleitendur í öllu, en ef þeir eru uppvísir að ósannsögli (lygum) eða glæpsamlegu athæfi þá er þeim sparkað úr landi strax!

Hallgrímur Egilsson, 14.9.2008 kl. 08:00

12 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Óskar... Það hefur hvergi komið fram að þetta fólk hafi sagst ekki eiga pening. Hvergi! Það sem þjóðfélagið vantar er vitsmunaleg umræða - ekki röfl um einhvern grátkór!

Hallgrímur Egilsson, 14.9.2008 kl. 08:58

13 identicon

Ja nú er ég hissa. Bara um daginn sátum við nokkur að ræða um íslendinga sem lifa á ríkinu og jafnvel vinna svart. Eigum við ekki að rukka það fólk um endurgreiðslu. Ekki er öll skítalyktin eins. Hér er fólk sem lifir á bótum því þeim er íllt í bakinu. Fara á Reykjalund í fríu fæði á kostnað okkar. Það eru til íslendingar sem nota ríkið og kerfið sér til framfleytni og vinna svart til að brúa þar á milli. Þetta er svo sem alls staðar þar sem auðvellt er að nota ríkið ef þú kannt það.

Og svo... afhverju þarf þetta fólk að bíða í nokkur ár til að fá sama rétt og við, þar sem þetta fólk eru hælisleitendur. Þau eru að biðja okkur um hæli og þá frá íllri meðferð frá stjórn í þeirra landi. Svo koma þau hingað og við tölum um í fjölmiðlum hvað við erum góð að taka við fólkinu en svo komum við svona fram við þau.

Hvað varðar Amerískt kerfi,,,,,, þegar fólk leytar hælis fá þau að rétta úr kútnum og verða sjálfstæð eins fljótt og þau geta. Þau fá það sem þau leyta....nemlig hæli frá vondu. Slæmt býr í hverju landi og einnig fordómar.

Fanney Gunnlaugsdóttir (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 09:47

14 Smámynd: Hallgrímur Egilsson

Auðvitað á að heimta endurgreiðslu frá þeim islendingum sem svíkja úr kerfinu! Eins og alla aðra!

Fanney það eru til hælisleitendur sem eru ekki að flýja ofsóknir eða hættur, bara að leita að betra lífi. Það fólk á ekki að sækja um hæli, þau eiga að flytja til landsins eftir öðrum leiðum.

Hallgrímur Egilsson, 14.9.2008 kl. 10:08

15 identicon

Jæja nú ætla þeir að senda 25% af þessum "flóttamönnum". Því miður er stór hluti "hælisleitanda" fólk sem er bara að leita að betra lífi og vill lifa á "kerfinu". Þetta er viðurkent vandamál í Evrópu, afhverju viðurkennum við það ekki.

Bjöggi (IP-tala skráð) 14.9.2008 kl. 14:58

16 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Það má læra margt af öðrum löndum í þessu samhangi, eins og til dæmis að koma fram við fólk eins og manneskjur.

Haraldur Davíðsson, 14.9.2008 kl. 15:29

17 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Minntist einhver annars á rasisma?  Ég hef ekki aðeins farið fram út Óskari heldur líka sjálfum mér!

Sigurður Þór Guðjónsson, 14.9.2008 kl. 16:20

18 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sammála Bjögga og Hallgrími. -Af hverju viðurkennum við ekki vandamálið?

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.9.2008 kl. 18:19

19 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Gleymum ekki öllum Íslendingunum sem hafa lifað á Dönum í mörg ár, komið sér á féló þar og lifað ágætu lífi. Gerð var reyndar rassía í þessu fyrir einhverjum árum en ekki með sama hætti og í Keflavík. Held að við komumst síður upp með að gera þetta í dag. Hvað hefðum við gert ef danska löggan hefði mætt vopnuð og með hunda og gert húsleit hjá Íslendingunum? Kannski ekki alveg sambærilegt en hvernig væri að líta sér aðeins nær? Við eigum að sýna öllum sömu virðingu og við krefjumst.

Guðríður Haraldsdóttir, 14.9.2008 kl. 18:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband