Fegin REI NEI

Mikið er ég fegin að stýrihópurinn skuli gera þessa tillögu. Það getur vel verið að REI sameiningin sé sniðug og það getur vel verið að útrásarævintýri Orkuveitunnar sé sniðugt og eðlilegt viðfangsefni fyrir orkuveitu Reykvíkinga. Það hefur hins vegar ekkert komið fram sem sannfærir mig um að svo sé, ekkert annað en glannalegar yfirlýsingar stjórnmálamanna sem tala um ofsagróða og láta eins og þeir séu sölumenn fyrir pýramídafyrirtæki. 

 Það geta vel verið þeir stjórnmálalegir hagsmunir sem valda því að aðkoma íslenskra stjórnvalda að svona verkefnum sé ábatasöm, ekki síst vegna traustsins sem slíkir aðilar hafa. Þannig er næsta öruggt að kínverskir kommúnistar vilja frekar gera viðskipti við fyrirtæki sem þeir telja að sé almenningsveita í borg í litlu landi á norðurhjara frekar en við alþjóðlega auðhringi. Það getur líka vel verið að stjórnvöld í löndum þar sem mikil tortryggni er gagnvart t.d. bandarískum fyrirtækjum og/eða ríkjum sem hafa einhverja hernaðarhagsmuni af íhlutun vilji fremur ganga til samninga við aðila sem tengjast stjórnvöldum í smáríkjum sem ekki eru í stríði við einn eða neinn. 

Stóru línurnar í þessu máli eru hins vegar mjög undarlegar, það er undarlegt  og þarfnast umræðu ef orkufyrirtæki  Reykvíkinga er allt í einu farið að skilgreina sig sem fjármögnunaraðila fyrir orkuveitur í Indónesíu og víðar. 


mbl.is Svandís: Næg tilefni til að taka allan gjörninginn upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

Þú ert að misskilja.  Opinbera fyrirtækið skilgreinir sig einmitt ekki sem þennan fjármögnunaraðila.  Þess vegna var stofnað sérstakt fyrirtæki, hlutafélag þar sem skuldbindingar geta ekki lent á OR eða eigendum OR.  OR lagði inn nokkrar eignir sem og þekkingu og orðstýr en fjármagnið átti að koma frá einkaaðilum.  Til þess einmitt að opinber orkuveita Reykvíkinga væri ekki að fjármagna þessi verkefni sjálf.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 1.11.2007 kl. 17:08

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Nei, ég er ekki að misskilja neitt. Ég veit alveg af hvernig fyritækin eru skilgreind og hvernig eignahluti er. Það hefur komið skýrt fram í fjölmiðlum. Það er hins vegar kristaltært fyrir öllum sem það vilja sjá að REI fyrirtækið auglýsir sig upp á erlendum vettvangi eins og það sé eiginlega Orkuveitan og eigi eignir þessa og viðskiptavild  og starfsorka stjórnenda hjá  Orkuveitunni virðist hafa farið mikið í þetta REI mál. Einnig er undanlegt hvernig farið er með hitaveitu suðurnesja og hvaða þátt Orkuveitan á í að hjálpa fjárfestum að komast yfir hana.

Auðvitað hefði verið alveg út úr kú að Orkuveitan væri sjálf að fjármagna einhverjar orkuveitur í Indónesíu. En það virðist alveg eins mikið út úr kú hvernig var staðið að málum.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 1.11.2007 kl. 18:47

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Hugmyndin var og er góð.  Margt í kringum sameiningarferlið var hins vegar stórfurðulegt. Kaupréttarsamningar engan veginn samþykkjanlegir og kynning á málinu ábótavant og af hverju þessi hraði?
Mér finnst það svo gleymast í þessari umræðu að allir voru sammála um að leggja af stað í þessa ferð. 

Kolbrún Baldursdóttir, 1.11.2007 kl. 20:24

4 Smámynd: Sigurður Viktor Úlfarsson

...og allir samþykktu hlutina á þar til gerðum fundum.  Svandís reyndar sat hjá vegna þess að hún taldi sig ekki hafa haft tíma til að setja sig inn í málin.  Það var hárrétt afstaða.  Af hverju gerðu hinir það ekki.  Héldu þeir bara áfram og tóku afstöðu með bundið fyrir augun?

Stjórnin stjórnar flýtinum.  Ef stjórn og eigendafundur segist vilja meiri upplýsingar og tíma áður en þeir geti tekið ákvörðun þá fá þeir það.  Þeir einfaldlega ráða þessu.  Ef hinir hefðu gert það sama og Svandís gerði þá væri líklega ekkert af þessum málum uppi núna.  Sérstaklega á það líklega við Sjálfstæðismenn þar sem fólk virðist ekki hafa talað saman og hægri höndin virðist ekki hafa vitað hvað sú vinstri var að gera.

Sigurður Viktor Úlfarsson, 2.11.2007 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband