Rauðu jarðlögin á Vestfjörðum

Þegar ekið er Ísafjarðardjúpið og Óshlíðin þá er bergið oft fallegt og litskrúðugt, á mörgum stöðum má sjá rauðleitt berglag. 

023

Ég held að þetta rauða jarðlag sé kallað laterite

Þetta stendur í jarðfræðiritgerð Gísla: 

Laterit er rauður eða gulur jarðvegur sem myndast í hitabeltis og heittempruðum löndum. Frumskilyrði fyrir myndun slík jarðsvegs er mikil úrkoma sem leiðir af sér að nær öll steinefni skolast úr jarðvegi en eingöngu óuppleysanleg efni eins og járn og/eða ál oxíð verða eftir. Rauð millilög og surtarbrandur eru áberandi í Míósen staflanum á Vestfjörðum og Austfjörðum en hverfa af sjónarsviðinu á Plíósen tíma sem bendir til kólunar í loftslagi.

......

Mjög fátítt er að finna steingervinga í rauðum millilögum vegna mikillar oxunar og venjulega eyðast lífrænar leifar við slík ferli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband