Esperanto lifir

Þegar ég var barn þá voru alltaf tungumálaþættir í barnablaðinu Æskunni sem kenndu manni tungumálið esperanto. Það er tilbúið tungumál og hér á Íslandi er þekktasti esperanto maðurinn rithöfundurinn Þórbergur Þórðarson. Ég var orðin nokkuð leikin í esperanto og nú langar mig til að fara að rifja þetta upp. Gallinn er bara sá að það er enginn á Íslandi sem ég veit um sem talar esperanto. Það er kannski hægt að nota netsamfélagið eitthvað, esperanto lifir þar góðu lífi og það er til wikipedia á esperanto.  Sennilega tala eins margir ef ekki fleiri esperanto eins og tala íslensku. En mjög fáir hafa esperanto sem fyrsta tungumál.

Er gagnlegt að tala esperanto? Ég veit ekki hvað skal segja, sennilega er það ekki sá lærdómur sem gagnsemin er gegnsæust í - en ég held að hugmyndafræðin bak við það tungumál og það að setja sig inn í þau mynstur sem nýtt tungumál krefst og það esperanto sem var búið til sem einfaldast og auðlærðast - gagnist öllum.  En esperantokunnáttan hefur komið sér vel hjá sumum og eitt besta dæmið um það er auðjöfurinn George Soros. Hann er af ungverskum ættum og alinn upp í Ungverjalandi en hann býr núna í USA og er talinn einn af auðugri mönnum heimsins. Hann veitir gífurlegu fé í uppbyggingarstarf í Austur-Evrópu og hefur meðal annars byggt þar háskóla fyrir framhaldsnám, háskólinn heitir Central European University. Ég er einmitt núna í Búdapest á ráðstefnu og hún er haldin í húsakynnum þessa háskóla. 

Hvernig gagnaðist esperantokunnáttan George Soros? Jú, hún gerði það á tvennan hátt. Í fyrsta lagi þá var það einmitt þessi kunnátta sem gerði það að verkum að honum tókst að flýja úr  Ungverjalandi á kommúnistatímanum árið 1946. Þá var landið lokað og ferðafrelsi ekkert en hann fékk að fara á ráðstefnu Esperanto sem haldin var erlendis og notaði tækifærið til að flýja. Í öðru lagi þá er Soros þekktur fyrir fjármálasnilli sína og það að sjá mynstur í fjármálaheiminum og það má vel hugsa sér að þessi mynsturleikfimi sem tungumál eins og esperanto er hafi styrkt innsæi yfir mynstrum á öðrum sviðum eins og í fjármálaheiminum.

Meira um esperanto

Hvenær var esperanto búið til og hvað eru til margir esperantistar ...

Heimasíða esperantosambandsins

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Saluton Salvör.

Viljirðu fara að rifja upp esperanto ættirðu að líta til okkar á Skólavörðustíg 6b eða hafa samband við mig á bloggsíðunni minni en ég var einmitt í Búdapest skömmu á undan þér og blogga um þá heimsókn á esperanto. Ég hygg að þeir sem skilja esperanto sér að gagni og tali á Íslandi séu nálægt 100 þótt ekki séu þeir allir virkir sem kallað er.

Mað bestu kveðju,

Kristján Eiríksson

Kristján Eiríksson (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband