Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Auðlegð þjóðanna og open Source hagfræði


Yochai Benkler talar á  TED.com,

Risarnir Microsoft og Yahoo berjast í markaðshagkerfi dagsins í dag. Smurolían í því hagkerfi er peningar og eignarétturinn er heilög undirstaða sem ræður hver stjórnar. 

En það er önnur tegund af hagkerfi að vaxa upp úr grasrótinni, hagkerfi samvinnunnar, hagkerfi sem byggir á  "Social sharing and exchange". Einn af þeim sem hefur skrifað um þessar breytingar er lagaprófessorinn Yochai Benkler.  Hann skrifaði bókina  The Wealth of Networks: How Social Production Transforms Markets and Freedom

Nafn bókarinnar er vísun í hið fræga ritverk Adam Smith frá 1776 sem á íslensku útleggst Auðlegð þjóðanna. 

Það er hægt að lesa bókina hans Benkler á vefnum og hún er að sjálfsögðu með opnu höfundarleyfi.  Sem fyrstu kynningu á hugmyndum Benkler þá  er ágætt að horfa á vídeóið sem ég lími hér á bloggið.  Það er kynnt svona:

Law professor Yochai Benkler explains how collaborative projects like Wikipedia and Linux represent the next stage of human organization. By disrupting traditional economic production, copyright law and established competition, they're paving the way for a new set of economic laws, where empowered individuals are put on a level playing field with industry giants.

Ég held því miður að þeir sem ráða í íslensku samfélagi í dag séu alveg stökk ennþá í  þeim hugsunarhætti sem Adam Smith boðaði í Auðlegð þjóðanna. Sama gildir um fjölmiðla og  þá sem segja fréttir og reyndar líka almenning sem les fréttir. Það eru nánast eingöngu fluttar fréttir af markaðshagkerfinu og út frá sjónarmiðum þeirra sem hafa hagsmuni af og vilja vernda það dreifingar og eignaréttarkerfi stafrænna gæða sem við búum við núna. 

Ég fann þennan pistil Auðlegð þjóðanna eftir viðskiptaráðherrann Björgvin G. Sigurðsson og á Seðlabankavefnum er  skjal með völdum köflum  úr Auðlegð þjóðanna (pdf skjal)

Sannleikurinn er sá að bók Adams Smiths er barns síns tíma og virkaði þrælvel fyrir samfélag gærdagsins en hún nær ekki yfir það samfélag samvinnu í framleiðslu og dreifingu sem nettæknin hefur gert mögulega.

Tími Samvinnumanna er runninn upp. 

 


mbl.is Yang: Tilboð Microsoft of lágt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sound of Silence

Hversu oft frá því ég var barn að aldri  hef ég ekki  séð  söngleikamyndina Sound of Music, myndina um góðu stúlkuna sem yfirgaf klaustrið og tók að sér að ala upp sjö börn. Börn sem áttu enga móður, bara föður sem var harðstjóri. Góða stúlkan breytti öllu, börnin urðu góð  og prúð og sungu sig í gegnum lífið og góða stúlkan giftist harðstjóranum. Svona var ævintýri bernsku minnar, svona var lífsins söngur.

En smán saman lærði ég líka að hlusta á þögnina, hlusta á ósagðar sögur.

Ein af sögunum sem er ennþá ósögð er sagan af  fjölskyldu Josep Fritzl og í þeirri sögu var líka harðstjóri og í þeirri fjölskyldu voru líka sjö börn. Stúlkan í sögunni heitir Elisabet Fritzl og hún var ekki lokuð inn í klaustri, hún var lokuð inn í dýflissu föður síns í 24 ár. Hún ól honum sjö börn. Þrjú voru borin út. Þrjú voru alin upp í dýflissu og sáu aldrei dagsljós. Eitt dó. Elsta barnið liggur helsjúkt á spítala. 

Þó að sagan um ódæðisverk Josep Fritzl sé ennþá  ekki sögð þá byrjuðu sögubrot að púslast í þá sögu fyrir mörgum, mörgum áratugum. Það var árið 1967 þegar Fritzl var 18 mánuði í fangelsi fyrir nauðgun. Það voru líka nokkur önnur tilvik þar sem hann var grunaður um kynferðisafbrot og nauðgunartilraunir. Það var þegar hann hóf að innrétta kjallararými og fékk leyfisbréf frá stjórnvöldum til þess. Það var þegar hann gróf út kjallarann. Það var þegar hann ferjaði inn mat í kjallarann í hjólbörum. Það voru sögurnar sem margir hafa sagt af hvernig hann barði og nauðgaði dóttur sinni og hvernig hún reyndi að strjúka þegar hún var 16 og 17 ára. Það var þegar leigjendur heyrðu skrýtin hljóð úr kjallaranum. Það var þegar ungbörn fundust þrisvar sinnum á dyratröppum. Það var þegar leigjendur urðu varir við að rafmagnsreikningurinn var óeðlilega hár og rafmagnsmælirinn snerist þó þeir væru ekki að nota rafmagn. Vinkona Elísabetar vissi að eitthvað var að þegar börnin byrjuðu að koma, hún vissi að Elísabet hataði föður sinn og hefði aldrei skilið börn eftir hjá honum. 

Það voru mörg púsl sem hefðu átt að vekja einhver viðbrögð, einhverjar eftirgrennslanir en gerðu það ekki. En þegar komið er með fárveika dóttur Elísabetar á spítala þá finnst í fötum hennar miði frá móðurinni þar sem hún lýsir eins vel og hún getur sjúkdómseinkennum og bréfið lýsir umhyggju hennar og örvæntingu yfir veikindum dóttur sinnar. Þetta bréf passaði ekki við sögu Josep Fritzl af því hvernig Elísabet hefði yfirgefið stúlkuna og skilið hana eftir helsjúka á tröppunum eins og hin börnin þrjú. Það var þetta ósamræmi sem varð til þess að læknar höfðu samband við lögreglu og rannsókn hófst á málinu og leit að Elísabetu. 

Hér eru nokkrar fjölmiðlagreinar sem lýsa aðstæðum og öllum þeim vísbendingum sem í gegnum árin hefðu átt að benda á að eitthvað verulega mikið var að:

Wall of silence hid Josef Fritzl's crimes (Sunday Herald) 

 Elisabeth Fritzl ran away at 16 but father hunted her down (Sunday Mirror)

Rape, incest and lies: the warped world of Herr Fritzl

Er brachte Lebensmittel mit Schubkarren in den Keller

 Það er afar sorglegt að lesa frásagnir sem þessa:

Joseph Leitner, a former lodger, said that shortly after he moved in, he learnt through a friend that she had been repeatedly raped by her father. "I had a good friend from school who was really close to Elisabeth," said Mr Leitner, who lived at the house in the small and close-knit Austrian town of Amstetten between 1990 and 1994.

"I would say they were best friends - they spent a lot of time together. She confided in me, and told me what a monster Josef was - and what he had done to Elisabeth.

"But I decided I did not want to get involved. I did not want to get kicked out of the flat, I did not want to lose it. I kept myself to myself."

Það er líka átakanlegt að lesa þessa frásögn:

On Saturday April 19, Kerstin lapsed into unconsciousness and her mother begged Fritzl to call an ambulance to take her to Amstetten Community Hospital. She was diagnosed as having life-threatening kidney failure but what Fritzl did not know is that Elisabeth had concealed a note in her clothing to be found by hospital staff.

It read: "Wednesday, I gave her aspirin and cough medicine for the condition. Thursday, the cough worsened. Friday, the coughing gets even worse. She has been biting her lip as well as her tongue. Please, please help her! Kerstin is really terrified of other people, she was never in a hospital.

"If there are any problems please ask my father for help. He is the only person that she knows. Kerstin, please stay strong, until we see each other again! We will come back to you soon!"

When Fritzl arrived at the hospital and discussed Kerstin's condition and the mother's note with staff, they found aspects of the story to be odd. He used the old story of a child being dumped on his doorstep with a note but suspicious staff alerted the police two days later. Dr Albert Reiter said: "I could not believe that a mother who wrote such a note and seemed so concerned would just vanish. I raised the alarm with the police and we launched a TV appeal for her to get in touch."

 

 En það er gott að starfsfólk á spítalanum var tortryggið og sá að það var eitthvað sem stemmdi ekki í sögunni. Móðir sem skrifar svona bréf með veiku barni sínu hún hverfur ekki.

Það ættu allir að reyna að hlusta á þögnina, hlusta á það sem ekki er sagt, horfa á vísbendingar og horfa líka á það sem maður leitar ekki að.

Lag og ljóð Simon og Garfunkel  Sound of Silence talar núna til mín eins og það hafi verið samið um voðaverkin í Amstetten. Hér er það á Youtube og textinn er fyrir neðan.

Textinn er svona:

Hello darkness, my old friend,
Ive come to talk with you again,
Because a vision softly creeping,
Left its seeds while I was sleeping,
And the vision that was planted in my brain
Still remains
Within the sound of silence.

In restless dreams I walked alone
Narrow streets of cobblestone,
neath the halo of a street lamp,
I turned my collar to the cold and damp
When my eyes were stabbed by the flash of
A neon light
That split the night
And touched the sound of silence.

And in the naked light I saw
Ten thousand people, maybe more.
People talking without speaking,
People hearing without listening,
People writing songs that voices never share
And no one deared
Disturb the sound of silence.

Fools said i,you do not know
Silence like a cancer grows.
Hear my words that I might teach you,
Take my arms that I might reach you.
But my words like silent raindrops fell,
And echoed
In the wells of silence

And the people bowed and prayed
To the neon God they made.
And the sign flashed out its warning,
In the words that it was forming.
And the signs said, the words of the prophets
Are written on the subway walls
And tenement halls.
And whisperd in the sounds of silence.


mbl.is Fjölskylda Fritzls á valdi óttans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslensk lén, íslenskir vafrar

Það er hægt að fá lén með íslenskum stöfum. Ég fékk mér lénið salvör.net og borgaði um 600 kr. íslenskar fyrir það ($8) hjá godaddy.com. Þetta er nú nú reyndar lénið http://www.xn--salvr-mua.net/ en svona íslenskun notar það sem kallað er Punycode

Það virkar fínt að slá inn í vafra bæði Internet Explorer og Firefox. Í Internet Explorer þá sér sá sem skoðar lénið  aldrei nema íslenska lénið salvör.net í glugganum fyrir vefslóð en í Firefox þá sér maður slóðina á þessu skrýtnu punycode formi. Þetta stafar að því mér skilst af því að það er öryggisglufa varðandi svona lén, það er hægt að nota svona til að láta birtast eitt en senda notandann á annan stað einhvað stað til að komast yfir upplýsingar (Phishing)

Ég held að þetta sé leyst varðandi IE en ekki Firefox og því sé öruggast að birta notandanum raunverulegu slóðina. Það var reyndar hægt eitthvað að breyta þessu í Firefox en ég fann ekki út úr því. En jafnvel þó maður sjái skrýtnu slóðina www.xn--salvr-mua.net þá getur verið praktískt að eiga svona íslensk lén t.d. til að geta vísað íslenskum notendum á ákveðnar vefslóðir, það er ekki mikill kostnaður að borga  600 kall árlega fyrir það. Það er á mörgum stöðum á netinu hægt að fá ókeypis svæði til að vista gögnin sín, bæði vefi og blogg. Svo getur maður átt sitt lén og látið það vísa á það.

Það er hægt að kaupa lén á íslensku hjá icnic.is með .is endingu. Verðið er út í hött eins og raunar öll verðlagning á íslenskum lénum.

Íslenskun á vöfrum. 

Það er líka hægt að sækja íslenska þýðingu á Firefox á firefoxis

Það er líka til  íslensk orðabók fyrir Firefox

Það mun vera væntanleg íslenskun á Windows Vista núna í maí, ég veit nú ekki hvort vafrinn Internet Explorer sé inn í þeirri íslenskun, sjá nánar  Windows XP á íslensku


1. maí myndir - Bleikir fánar

Ég fór ekki í 1. maí gönguna. Dætur mínar héldu nú uppi merki mínu, þær voru í hópi femínista sem gáfu göngufólki bleika fána. Þær segja mér að áberandi sé hvað viðhorf gagnvart femínistum sé breytt og jákvæðara núna. Það er gott, kannski get ég þá snúið mér betur að öðrum baráttumálum svo sem baráttunni fyrir stafrænu frelsi, baráttunni fyrir að fá að taka stafræna hluti og afrita,  endurblanda og endurhanna, baráttu fyrir að hegða sér eins og tölvuhakkari, að fara inn í kóða og efni og breyta því og smíða eitthvað nýtt. Baráttunni fyrir öðrum dreifingarleiðum á gæðum heimsins en í gegnum kerfi sem byggir á peningum. Baráttu fyrir mannréttindum alls staðar, jafnt á Tálknafirði sem í Tíbet, mannréttindi  bæði fyrir fólk sem mér geðjast að og sem hefur sömu skoðanir og ég og mannréttindi fyrir fólk sem er með allt aðra menningu og siði og trú.

Hér er myndaalbúm með myndum frá 1. maí 2008. Kristín Helga og Ásta Lilja tóku myndirnar niðri í bæ í dag. 

 fyrstimai2008 053 

Kristín Helga með bleika fána og í bleikum femínistabol. 

  fyrstimai2008 035

Katrín Anna og Ásta Lilja

fyrstimai2008 036

Gísli heldur á skilti

fyrstimai2008 037

Fífa, Halla og Þorgerður 

fyrstimai2008 018

Hér er Katrín Anna að sníða fána úr bleiku efni. Femínistar hittust á kaffihúsi rétt fyrir gönguna og bjuggu til bleika fána sem þau gáfu göngufólki.

fyrstimai2008 034
Litlir femínistar búa sig undir átök framtíðarinnar

fyrstimai2008 061

Ásta Lilja með fána 

fyrstimai2008 059

Kristín Helga með fána 


Móðir mín í kví, kví og faðirinn í frí, frí

kjallarakall2kjallarakall3

Fréttavefur bild.de birti í dag magnaðar vídeómyndir af ódæðismanninum Josef Fritzl þar sem hann ískrar af kátínu í sumarfríi í Tælandi, veltist um á sundskýlunni,  flatmagar á ströndinni  í sólbaði og lætur innfædda nudda sig og hámar í sig kræsingar á veitingastað.  Þetta vídeó væri afar  leiðinlegt og venjulegt túristamyndband ef maður vissi ekki að á sama tíma og þessar myndir eru teknar þá hélt brosmildi og káti  maðurinn  mörgum föngum innilokuðum í neðanjarðardýflissu sinni í smábæ í Austurríki. Þessi vitneskja breytir vídeóinu í hryllingsmynd sem er erfitt að horfa á. Það má sjá þetta vídeó víða, t.d. hér á CNN Austrian incest dad vacationed in Thailand.

Josef Fritzl mun hafa farið einn með vini sínum í þessar Tælandsreisur á sólarstrandirnar, eiginkona hans komst víst ekki með því hún þurfti að vera heima til að passa börnin þrjú sem borin voru út og sett á dyratröppurnar hjá þeim.  Þau hjónin nutu aðdáunar í samfélaginu í Amstetten fyrir að taka að sér að annast þrjú barnabörn sín sem móðirin var sögð hafa yfirgefið. Það verður ekki sagt um Josef Fritzl að hann sé mjög skapandi sögumaður,hann sagði alltaf þegar hann bar inn börnin, sömu söguna um móðurina sem hefði yfirgefið barnið og  sagt honum að hún gæti ekki annast það,honum datt bara þessi eina saga í hug og hún virkaði eins og í ævintýrunum. Hún virkaði vel þrisvar sinnum við þrjá hvítvoðunga. 

En í fjórða skiptið þegar Josef Fritzl reyndi að segja umheiminum þessa útburðarsögu, þessa sögu af mömmunni sem losaði sig við hvert barnið á fætur öðru þá klikkaði sagan. Hún virkar nefnilega bara um hvítvoðinga.Hann sagði þessa sögu þegar hann fór með fársjúka 19 ára dóttur  fangans og sín sjálfs á spítala. Kannski hefur konan hans trúað sögunni en það gerðu ekki læknarnir á spítalanum. Það er nefnilega afar, afar einkennilegt og grunsamlegt að mæður skilji fárveikt börnin sín eftir á dyratröppum.

Móðir mín í kví, kví 


Hér myndband frá youtube með tónlist frá Seth Sharp and the Black Clock.

Seth var íslenskunemandi og hreifst af tilfinningunni í þessum söng. Ef til vill er þessi söngur og texti svona töfrandi vegna þess að hann segir fleiri sögur en söguna af barninu sem borið var út. Kannski er þetta líka lygasaga, móðirin var ekkert að fara að dansa, hún var lokuð inni. 

Svona er textinn:

Móðir mín í kví, kví
kvíddu ekki því, því
ég skal lána þér duluna mína
að dansa í.

Annað magnað útburðarkvæði er frá þjóðskáldinu Davíð Stefánssyni:

Útburðurinn

Ég fæddist um niðdimma nótt.
Minn naflastreng klerkurinn skar,
og kirkjunnar rammasta rún
var rist á þann svip, er hann bar.
Ég grét undir hempunni hans,
uns háls minn var snúinn úr lið.
Ég er barnið, sem borið var út,
sem var bannfært í móðurkvið.

Í brjósti mér leyndist þó líf,
er lagður í skaflinn ég var,
og gusturinn hvæsti og kvað
og kvein mín til himnanna bar.
öll blíða og barnslund mín hvarf,
og brjóst mitt varð nístandi kalt.
Ég er barnið sem borið var út,
sem bað, - en var synjað um allt.

Og vindurinn vældi yfir mér
í vertarins skammdegishöll.
úr klaka var hvíla mín gerð,
en klæði mín saumuð úr mjöll.
Og veturinn kyssti mig kalt
og kenndi mér útburðardans.
Ég kneyfði kynnginnar mjöð
úr klakabikarnum hans.

Í vetrarins helköldu höll
ég hertist og dafnaði vel.
Ég nærðist við nornanna brjóst,
og nú er ég blár sem hel.
Í vindinum væli ég hátt
og vek hina sofandi þjóð.
Hugur minnn brennur af hefnd,
og hjartað - þyrstir í blóð.

Ég sé gegnum sorta og nótt,
og sjái ég einhvern á ferð,
þá skelf ég af hatri og heift
og hamslaus af þorstanum verð.
Ég væli og villi honum sýn,
sem vargur á bráð mína stekk.
Ég bít hann á barkann og hlæ
og blóð hans við þorstanum drekk.

Og sælt er að sjúga það blóð,
er sauð við nautnanna bál,
í brjósti hins bölvaða manns,
sem bannfærði óskírða sál,
sem barnið sitt bar út í skafl
til að bjarga tign sinni og kjól,
sem glitrar við altari guðs
í geislum frá lyginnar sól.

Ég var laufsproti á lífsins eik,
sem lygarinn burtu hjó.
Ég var gneisti af eldi guðs,
sem var grafinn í ís og snjó.
Ég var svanur, en heiðingjans hönd
dró hálsinn minn hvíta úr lið.
Ég er barnið sem borið var út,
sem var bannfært í móðurkvið.

Þjóðskáldið Einar Benediktson orti aldrei útburðarkvæði um barn Sólborgar en hann svaf með ullarband um hálsinn. Einar Benediksson er grafinn í Þjóðargrafreitnum á Þingvöllum. Um hann var skrifuð ævisaga í mörgum bindum. Stúlkan Sólborg  er draugur í Draugasetrinu á  Stokkseyri. Á vefsetri þess undir kaflanum Skottur á Norðausturlandi segir svo um Sólborgu:

"Sólborg var ólánsstúlka í Norður Þingeyjarsýslu sem fyrirfór sér eftir að hafa átt barn í blóðskömm. Fylgdi skáldinu Einari Ben."


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband