Bloggfćrslur mánađarins, september 2007

Stafrćnar myndavélar eru ekki bara til ađ taka myndir

Ég hef átt ţrjár stafrćnar myndavélar og fjórđu átti pabbi minn.  Síđustu tvćr eru einmitt af gerđinni Canon Ixus, núna tek á ég Canon Ixus 500 sem er međ 5.0 megapixels.

Ég held ađ ţađ sé ekkert verkfćri sem ég nota eins mikiđ og ţessa myndavél. Ég tek aragrúa af myndum og margar myndanna hleđ ég rakleiđis inn á myndasvćđi mitt á Flickr.com. Ég nota sérstakan hugbúnađ Flickr uploader til ţess ađ vera fljót ađ ţví.

En ég nota myndavélina mína ekki bara sem ljósmyndavél til ađ taka myndir. Ég er eiginlega alltaf međ myndavélina á mér, hún er svo pínulítil og nett. Núna nota ég myndavélina oft til ađ taka upp vídeó međ hljóđi. Ţađ kemur sér oft vel ađ vera međ upptökutćki á sér, stundum nota ég ţetta bara sem minnisatriđi en stundum set ég svona vídeóklipp inn á youtube. 

Ég nota líka stafrćnu myndavélina mína oft sem ljósritunarvél og skanna, ég tek myndir af blöđum og reikningum, ég tek myndir af ţví sem stendur á skiltum o.s.frv. Ég tek stundum myndir af blađagreinum sem ég ćtla ađ halda upp á, ţá get ég hent blađinu en á myndina. 

Ég  nota myndavélina í margs konar praktískum tilgangi og ég er alltaf ađ finna nýja notkunarmöguleika. Eitt seinasta er ađ taka mynd af öllum tenglunum aftan á nýju tölvunni minni og hafa ţá mynd ađgengilega á flickr međ skýringum um hvađ  er hvađ ţví ég er orđin svo leiđ á ţví ađ skríđa á gólfinu og reyna ađ plögga inn ţessari og hinni snúrunni og sjá ekkert til hvađ er hvađa tengill í hvert skipti sem ég er ađ skipta eitthvađ um inntakstćki.

057

Svo tek ég líka myndir af ýmsu  í umhverfinu sem vekur athygli mínu. Ég var ađ taka eftir ađ núna er ég međ 3.361 myndir á flickr. Ţćr eru flestar teknar á Digital Ixus myndavélina mína en reyndar eru sennilega líka ţar margar skjámyndir sem ég tek beint af vefsíđum.

Ţađ sem ég myndi óska mér vćri ađ eiga ljósnćmari vél, ég er oft ađ taka myndir af viđburđum í slćmum ljósaskilyrđum. Einnig hef ég ekki fundiđ út hvernig ég stilli digital vélina mína til ađ vera vefmyndavél. Ţađ gengur alveg ađ taka upp en ég get bara tekiđ upp eina mínútu í einu og get ekki horft beint á upptökuna ţegar ég stilli ţađ á "self-timer". 

En digital myndavél getur sem sagt auk ţess ađ taka myndir, tekiđ upp vídeó og hljóđ, veriđ ljósritunarvél og skanni og vefmyndavél. 


mbl.is Minni munur á gćđum en verđi myndavéla
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Mannréttindi og tjáningarfrelsi í Kína

 Kínverska netlöggan
Kinversk stjórnvöld skemmta okkur í dag međ sćtu netlöggunum sínum (sjá ţessa grein í Washington Post)  og ţessa umfjöllun á Global Voices

Ţetta eru miklu sćtari myndir en sćnska myndin af Múhammed spámanni sem líka er í pressunni í dag.

Ţetta er samt engin barnaleikur hjá kínverskum stjórnvöldum né heldur stjórnvöldum annars stađar í heiminum sem reyna ađ hefta tjáningarfrelsi okkar og athafnafrelsi í Netheimum og nota oft sem átyllu ađ ţar sé siđspillandi efni og lagt á ráđin um hryđjuverk. 

Ţađ er mikilvćgt ađ viđ setjum siđferđisreglur um Internetiđ og komum okkur saman um  umgengisreglur í ţessum nýja heimi en ţađ er líka mikilvćgt ađ viđ séum á varđbergi gegn kyrkingargreipum öflugs ríkisvalds eđa fjölţjóđlegra fyrirtćkja sem vilja ráđa orđrćđu okkar og hvađ viđ megum sjá og og lesa og hvađ ekki.

Ég bendi fólk á ađ fylgjast međ Global Voices, ţađ er grasrótarsamtök og vefur sem margir bloggarar og fjölmiđlafólk stendur ađ og ţar er fylgst međ hvernig kreppt er ađ tjáningarfrelsinu víđa um heim. Ég vek athygli á ţví ađ núna nýveriđ  hafa stjórnvöld í Tyrklandi lokađ á bloggsvćđiđ wordpress.com og segir bloggari ţetta um hve hćttulegt er ađ einhver einn ađili hafi einokunarađstöđu varđandi fjarskipti til landsins.

Turkey has banned WordPress, the blogging platform. This is not a move without precedent; the popular definitions site ekşisözlük and, more famously, YouTube have both been blocked in the past. Turk Telekom’s virtual monopoly on internet access in Turkey makes a ban an easy thing to enforce. There is, after all, just the one service provider to submit a court order to.

Reyndar geta sniđugir tyrkneskir bloggarar alveg komist framhjá ţessari hallćrislegu lokun, ţađ hafa bloggarar gert lengi ţegar Kína lokar  á blogger.com  sem hefur iđulega komđ fyrir. Ţađ er bara ađ láta eitthvađ annađ bloggsvćđi taka rss strauminn  frá wordpress eđa blogger blogginu (svipađ og ég geri međ salvor.tumblr.com sem tekur strauminn frá moggablogginu mínu. Ţannig ađ ef fjarskiptafyrirtćkin einhvers stađar í útlöndum lokuđu á moggabloggiđ  ţá býđ ég upp á  varaleiđSmile

Svo virkar opna hugbúnađarsamfélagiđ alveg stórvel til ađ takast á viđ svona lokanir. Núna er t.d. komiđ sérstakt Firefox plögg til ađ komast framhjá síu á myndum frá myndasvćđinu Flickr. Flickr er af einhverjum undarlegum ástćđum á bannlista hjá kínverskum og arabískum stjórnvöldum.

Annađ jafnmikilvćgt mál og vera á varđbergi gagnvart svona höftum er ađ vera á varđbergi fyrir leitarvélum sem finna bara ţađ sem stjórnandi leitarvélarinnar vill. Ţannig hafa stjórnvöld í Kína engan skilning á leitarrútínum sem Google er međ hér á Vesturlöndum og heimta ađ óţćgilegir hlutir finnist ekki í leit. Eftir ţví sem ég best veit ţá er Google fyrirtćkiđ afar leiđitamt kínverskum stjórnvöldum. Ţađ hefur líka vaknađ grunur um ađ Google finni frekar ţćr vefsíđur sem kaupa google auglýsingar. 


Mannréttindi og tjáningarfrelsi í Vestfjarđagöngum

Vestfjarđagöngin eru til margs nýtileg annars en spćna ţar í gegn á bílum. Nú ćtla Vestfirđingar ađ tappa af ţeim vatni og selja í íslenskri útrás. Ég hef sjálf notađ Vestfjarđagöngin til óvenjulegra hluta, ég var ţar međ fámenna ... já og lítiđ áberandi... tja eiginlega reyndar ósýnilega... mótmćlastöđu fyrir nokkrum árum. Ég stóđ inn í miđjum göngunum ţar sem ţau greinast inn í leiđina til Súgandafjarđar og Flateyrar. Ég stóđ ţar ásamt dóttur minni dágóđa stund međ mótmćlaspjöld ţar sem á stóđu slagorđ eins og "Frá Tíbet til Tálknafjarđar - Mannréttindi alls stađar" og ţetta var í tilefni ţess ađ einmitt á sömu stundu ţá tók forsćtisráđherra okkar á móti varaforseta Kína en áđur höfđu Falun Gong liđar fjölmennt til landsins og reynt ađ hafa hér uppi einhver mótmćli en ţví var víst kínverski höfđinginn óvanur og tók ţví illa og var ţrengt ađ mótmćlendum alls stađar. Ţeir skreyttu bćinn í gulum búningum og iđkuđu leikfimi. Íslensk stjórnvöld kölluđu erlendu mótmćlendurna "ýtiđ fólk".

Mér fannst á ţessum tíma  mikilvćgt ađ taka undir málstađ tjáningarfrelsisins og mannréttinda ţó enga hefđi ég áheyrendur nema hulda vćtti landsins, ég mótmćlti víđa ţennan dag í víđáttu Vestfjarđa, ég hélt mótmćlaspjöldum og áróđursspjöldum fyrir tjáningarfrelsi og mannréttindum  á lofti í fjöllunum fyrir ofan Botn í Súgandafirđi,  í ţorpinu á Suđureyri, í Bolungarvík og á leiđinni upp á Breiđadalsheiđi. Ţađ er alls ekki ţörf á ţví ađ hafa neina áhorfendur ađ mótmćlum og svona gjörningum og mér fannst nú bara kynngimagnađ ađ hrópa slagorđ á fjöllum og inn í miđju fjalli, ţađ er eins og ađ fremja galdur.

Ég er ánćgđ međ ţessi mótmćli og allt í lagi ţó ţau hafi veriđ ósýnileg og fariđ fram hjá flestum ... öllum.

Bloggarinn sem flytur fréttir frá sínu landi orđar svona ósýnileika vel í ţessu bloggi:

"Í dag er ár síđan ég hafnađi orđinu blogg og hćtti ađ nota ţađ um eigin netskrif. Fór ţessi uppreisn framhjá flestum en ég tel ţađ ekki endilega rýra gildi uppreisna ađ vera ósýnilegar. "

Ţetta finnst mér mikil speki hjá bloggaranum sem reis upp frá dauđum og dvelur nú í sínu landi.


mbl.is Ćtla ađ flytja út vatn úr Vestfjarđagöngum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband