Neyðarstjórn kvenna komin með vefsíðu, fréttablað og húsnæði

Núna hafa meira en 2200 konur skráð sig í Neyðarstjórn kvenna. Hreyfingin er komin með húsnæði í Tunnunni í Borgartúni 1 á annarri hæð.  Einnig er búið að setja upp vefsíðu http://www.kvennastjorn.is og byrjað að gefa út fréttabréf. Fréttabréfið er á vefnum og óskað er eftir að konur prenti það út og dreifi sem víðast.

Haldnir hafa verið þrír almennir fundir og fjórði fundurinn verður í kvöld á Hallveigarstöðum. Einnig hafa verið haldnir margir minni málefnafundir en stofnaðir hafa verið nokkrir málefnahópar. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband