Ciudad Juarez borg í álögum

Ciudad Juarez er landamćraborg viđ ána Rio Grande. Hún er í Mexíkó en hinum megin viđ ána er El Paso í Texas í Bandaríkjunum.  Frá fátćkrahverfum Ciudad Juarez má sjá yfir hćđirnar í El Paso en ţar lýsir upp hlíđarnar risastór stjarna. Ég hef komiđ til borgarinnar og ég lýsi hughrifum mínum  í blogginu Hvíta gulliđ í Mexíkó

Ciudad Juarez er leikvangur rađmorđingja og glćpamanna. Ţar eru fleiri konur myrtar en á stríđhráđum svćđum. Samt er ekki opinbert stríđ ţar og tölurnar um morđin eru ekki á hreinu. Grunur er um ađ kvennamorđin í borginn séu einhvers konar innvígluathafnir glćpagengja. En Cudad Juarez er borg í álögum og ástandđ er sérlega slćmt núna ţví efnahagur USA er í frjálsu falli og margir ólöglegir innflytjendur hafa snúđ aftur til Mexíkó ţar sem ţeir hafa ekki ađ neinu ađ hverfa.

Viđ lifum í ţeirri blekkingu ađ ofbeldi og hćtta á ađ deyja í átökum sé mest á svćđum ţar sem viđ vitum ađ stórveldin heyja stríđ. En ţađ voru framin 58 morđ í Mexíkó daginn áđur en Obama var kjörinn forseti og eitt morđiđ var mađur í Cuidad Juares sem var höfuđlaus skilinn eftir á umferđareyju og enginn ţorđi ađ fjarlćgja líkiđ fyrr en myrkriđ skall á. Sjá ţessa frásögn: 

On Nov. 3, the day before Americans elected Barack Obama president, drug cartel henchmen murdered 58 people in Mexico. It was the highest number killed in one day since President Felipe Calderon took office in December 2006. By comparison, on average 26 people — Americans and Iraqis combined — died daily in Iraq in 2008. Mexico’s casualty list on Nov. 3 included a man beheaded in Ciudad Juarez whose bloody corpse was suspended along an overpass for hours. No one had the courage to remove the body until dark.  David Danelo: Mexico’s bloody drug war

Ástandiđ í Ciudad Juarez er svartur blettur á samvisku heimsins og ástandiđ er partur af ţeirri spennu sem hefur byggst upp í heiminum og hugsanlega eru ţađ stađir eins og Ciudad Juarez sem finna fyrst fyrir ţví ástandi sem nú er ađ magnast upp í heimskreppunni.

Núna er er Ciudad Juarez í fréttum vegna hótana um barnsrán. Taliđ er ađ glćpamenn séu ađ reyna ađ ţvínga kennara til ađ borga jólabónusa sem kennarar fá í fyrirfram lausnargjald eđa mútur til ađ koma í veg fyrir ađ reynt sé ađ rćna börnum. Ef ţađ er rétt ţá er ástandiđ orđiđ virkilega slćmt ţarna, nánast styrjaldarástand. Sennilega hefur dópmarkađurinn og ólöglegi lyfjamarkađurinn hruniđ eins og allt annađ í hinu vestrćna hagkerfi.

Ég skrifađi eftirfarandi fyrir mörgum árum um borgina og ţađ er jafnsatt í dag:

Ég vona ađ ţessi grein í Morgunblađinu sé merki um ađ augu heimsins muni einhvern tíma opnast fyrir ástandinu í gullgrafarabćjum nútímans eins og Ciudad Juarez. Ég vona ađ fólk átti sig á ađ mannfalliđ og aftökurnar eru ekki mestar í skotbardögum ţar sem bófagengi og góđu kúrekarnir plaffa hvern annan niđur. Í ţessari landamćraborg eru konur kyrktar og limlestar í svo stórum stíl ađ borgin hefur veriđ nefnd Ciudad Juarez: The Serial Killer´s Playground eđa leikvangur rađmorđingja. Ţađ er gífurlega víđfeđm leit ađ morđingjanum og löggćslumenn í borginni eru ásakađir um spillingu og vanhćfni. En kannski er morđinginn ekki einn mađur heldur margir og kannski eru morđin afleiđing af ástandi og spennu og viđhorfum á ţessum stađ. 


mbl.is Hóta barnsránum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guđmundur Björn

Eiturlyfjahringirnir í Mexíkó eru sem betur fer ađ hrynja ţökk sé Calderón forseta og öflugum ađgerđum hans gegn ţeim.  Ţetta, ađ ég held, er úrrćđi hringjanna til ađ verđa sér úti um fjármagn og til ađ klekkja á stjórnvöldum sem hafa leikiđ ţá mjög svo illa á undarförnu. 

Ég var í Mexíkóborg eina helgi hjá vinafólki mínu (Mexíkóum) nú í nóvember, en ég eyddi rúmum tveimur vikum í Cancún.  Ţau segja mér ađ yfirvöld hafa náđ ađ espa eiturlyfjahringina upp á móti hvorum öđrum ţannig ađ ţeir eru ađ berjast innbyrđis. Ţetta fólk sem er veriđ ađ myrđa, eru langoftast međlimir ţessara hringja eđa eiga eitthvađ mjög mikiđ skylt viđ ţá.

Ţess utan eru spilltir lögregluforingjar, lögreglumenn og embćttismenn ađ koma upp á yfirborđiđ, ţannig ađ starfsemi eiturlyfjahringjanna er ađ hrynja eins og spilaborg. 

Í byrjun nóvember hrapađi flugvél í miđri Mexíkóborg, í ţar lést innanríkisráđherra Mexíkó Juan Camilo Mourino, sem ţótti hafa stađiđ sig stórkostlega í embćtti og sérstaklega á móti eiturlyfjahringjunum.  Margir telja ađ um hefnd hringjanna sé um ađ rćđa, en ekkert er sannađ.

Guđmundur Björn, 21.12.2008 kl. 21:06

2 Smámynd: Guđmundur Björn

Juan Camilo Mourino var einhverskonar forsćtisráđherra - ekki innanríkisráđherra.

Guđmundur Björn, 21.12.2008 kl. 21:12

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband