Tveir þingmenn af 63 axla ábyrgð

Það eru þung tíðindi fyrir Framsóknarmenn að Guðni hafi núna sagt af sér þingmennsku og sagt af sér sem formaður Framsóknarflokksins. Það er ekki hægt að segja að friður hafi ríkt inn í Framsóknarflokknum undanfarin ár. Halldór Ásgrímsson sagði af sér formennsku, Jón Sigurðsson sagði af sér formennsku og nú segir Guðni af sér formennsku. Svo hafði hópur fólks í Framsóknarflokknum augastað á Finni Ingólfssyni sem arftaka Halldórs og undirbjó innkomu hans og m.a. birtist opnuviðtal við Finn í Morgunblaðinu en það varð brátt um innkomu Finns, aðrir hópar vildu hann alls ekki. Svo hafa efnilegir foringjar eins og Árni Magnússon og Björn Ingi yfirgefið leikvanginn sárir og mæddir eftir slaginn. Svona úr fjarlægð þá virðist mér kvenskörungar Framsóknarflokksins þær Siv og Valgerður frekar vaxa af þrótti við hverja ágjöf en ég held að það hljóti nú samt núna að vera erfiðir tímar fyrir alla sem starfað hafa að íslenskum stjórnmálum lengi og setið á þingi.

Guðni nýtur virðingar þeirra sem þekkja til starfa hans og hann er sannur Framsóknarmaður með miklar og djúpar rætur í sveitina. Núna er hins vegar ástandið þannig að innan allra flokka fer fram uppgjör, bæði á fortíðina og fyrri stefnu og svo hafa flokkar endurskoðað afstöðu sína til aðildar að Efnahagsbandalaginu. Guðni hefur verið harður andstæðingur inngöngu í það.  Einnig mun á miðstjórnarfundi um helgina hafa komið fram mikil gagnrýni á flokksforustuna. Það er samt augljóst að Guðni vill gefa skýr svör um að hann vill gera það sem hann telur flokknum fyrir bestu.

Þetta er missir Framsóknarflokksins. En þetta er líka annað dæmi um þingmann sem axlar ábyrgð. Svo ég haldi áfram niðurtalningunni. Nú hafa tveir þingmenn af 63 axlað ábyrgð.  Sjá fyrra blogg Einn þingmaður af 63 axlar ábyrgð

Eru þetta þeir þingmenn sem mesta ábyrgð báru á strandi íslenskrar þjóðarskútu?

Hvað með alla hina 61 sem eftir sitja?


mbl.is Guðni segir af sér þingmennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég held nú reyndar að Guðni þekki sinn vitjunartíma. Hann fer út núna með reisn. Hann metur stöðuna þannig að hans sjónarmið hafi tapað - sem þau auðvitað hafa með því að núna er mikil Evruást í gangi og fólk heldur að það drjúpi smjör af hverju strái inn í EBE.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 17.11.2008 kl. 17:01

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Þetta er alveg týpisk fyrir lánleysi Framsóknarflokksins.  Þeir tveir sem vilja land og þjóð vel neyðast til að segja af sér en hinir sem vilja sjá Ísland sem malbikað bílaplan glotta og sitja sem fastast.

Björn Heiðdal, 17.11.2008 kl. 17:18

3 identicon

Ég er enganvegin sammála þér, guðni er að hoppa af sökkvandi skipinu þegar að mest þarf á reynslu og útsjónarsemi að halda. Það er ekki erfitt að hætta störfum þegar að maður fær 800þ kall í eftirlaun á mánuði

kari (IP-tala skráð) 18.11.2008 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband