Fyrsti dagur í kreppu í Evrópu

Á meðan hér á Íslandi er allt fullt af fréttum um hvernig stjórnmálaflokkar umpólast og að svarnir andstæðingar aðildar að EBE hafa núna á nokkrum dægrum orðnir eldheitir fylgjendur Evrópusambandsins þá urðu þau tímamót að í dag föstudag er fyrsti opinberi kreppudagurinn í Evrópu.  Reuters og BBC eru voða lítið að fjalla um umpólanir í Sjálfstæðisflokknum eða hvað Geir Haarde segir um Icesave.

Það er núna opinberlega kreppa í Evrópu og það er talið að það sé líka kreppa í Bandaríkjunum en tölur sem staðfesta það berast hins vegar ekki fyrr en í janúar. Það verður panikfundur voldugustu þjóðarleiðtoga heims í Evrópu um helgina.

Sjá greinarnar:

Europe in recession, U.S. in pain as world leaders meet

Eurozone officially in recession

Úr frétt Reuters um kreppuna sem breiðist út yfir heiminn: 

NEW YORK (Reuters) - Europe officially fell into recession on Friday and the U.S. economy suffered further blows as world leaders headed to Washington to address the worst financial crisis in 80 years....The United States is probably already in recession, most economists agree, but official data showing that will not come out until January.

Hér á Íslandi er engin kreppa samkvæmt skilgreiningum sem Geir Haarde styðst við. Við skulum minnast þess að það eru bara nokkrar vikur síðan hann hélt því oft fram í viðtölum. 

Hér er skrípó sem ég gerði fyrir akkúrat tveim mánuðum síðan eða 14. september um orð Geirs í sjónvarpinu en hann kallaði þá kreppuna mótvind. Kreppu sem allir sem eitthvað fylgdust með heimsmálum fundu að var að skella yfir okkur eins og flóðbylgja af hafi.

Það voru engar viðbragðsáætlanir í gangi út af mótvindinum, það var engin samstillt aðgerð til að taka á móti þessum miklu hamförum. 

 motvindur2008

þetta skrípó átti að vera fyndið hjá mér. Mér fannst þá svo fyndið að forsætisráðherrann fullyrti eitthvað í fjölmiðlum sem væri tóm vitleysa og væri eins og strútur sem stingi höfðinu í sandinn.

En nú eru tveir mánuðir liðnir. Hver dagur með nýjum hörmungum og traust mitt til stjórnvalda hættir bráðum að minnka, því það getur ekki minnkað mikið úr þessu, það er  að verða  komið á núll. 

En það er organdi falsetta að það sé eitthvað grænna grasið hinu megin, að Evrópusambandið verði vin oog skjól í kreppunni og þeim hörmungum sem henni fylgja. Því miður mun kreppan slá þar sum svæði ennþá harðara en Ísland. Sums staðar eins og í vissum héruðum á Spáni er mjög mikið atvinnuleysi og stöðnun fyrir. Hvað verður um þau svæði þegar kreppan herðir að með sinni verðhjörnun? 

Hér er skilgreining á kreppu:

Vísindavefurinn: Hvað er kreppa?

 


mbl.is Skref í átt að ESB væru jákvæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thad er "recession" baedi í Thýskalandi og á Írlandi, sagdi saenska sjónvarpid í kvöld.

S.H. (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Jón Frímann: það er alls staðar í Evrópu  samdráttur og mjög alvarleg staða. það má setja fyrir sig hagfræðiskilgreininigar eins og Geir Haarde gerði og segja að skv. skilgreiningu sé ekki kreppa. En Geir hefði betur litið í kringum sig og séð vísbendingar um mestu kreppu sem skollið hefur yfir frá heimskreppunni.

það er kreppa á Íslandi. það er kreppa í öllum heiminum. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 14.11.2008 kl. 21:21

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

það er kannski orðhengilsháttur að skilgreina muninn á depression og regression en því hefur verið lýst svo:

"A recession  is when your neighbor loses his job. A depression is when you lose yours.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 14.11.2008 kl. 21:23

4 identicon

Það er ekki rétt Salvör að það sé samdráttur og mjög alvarleg staða alls staðar í Evrópu, eins og þú segir. Hér hjá varkárum sósíaliskum í Slóveníu er enginn samdráttur og en engin stöðubreyting. Menn hins vegar búnir að læra orðið "kreppa" úr sjónvarpinu og kennt við eyju í norði þar sem óheftur kapítalismi hefur lengi ráðið ríkjum. Þessi kreppa kemur vel reknum löndum hér í austrinu bara ekkert við. Grunnvandinn heima er einfaldur. Það hafa of margir kosið Sjálfstæðisflokkinn of lengi. Í öllum nágrannaþjóðum okkar, og flestum þjóðum Evrópu, hafa álíka flokkar haft þetta 5-7% fylgi og ekki að ósekju! Talandi um ábyrgð væri líklega réttlátt nú að allir sem einhverntíman hafa Sjálfstæðisflokkinn kosið borgi nú til baka eina millu eða tvær og jafnvel fleiri fyrir hvert skipti sem þeim ljáðu þeim flokki atkvæði sitt. Þannig gætu komið smáaurar upp í þær skuldir sem stefna þessa flokks hefur komið okkur í.

Björn Hróarsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 21:53

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Björn:Gleðilegt að heyra að það sé ekki kreppa í Slóveníu. Vonandi verður svo áfram. En þú ferð villur vega ef þú heldur að þessi kreppa komi velreknum löndum í austrinu ekkert við.  Ef þau eru eitthvað háð aðföngum eða selja einhverjar vörur til vesturlanda þá kemur þetta þeim við og þau munu finna fyrir kreppunni.

Fólk hélt að Kína myndi ekki finna mikið fyrir kreppunni. Það var vanmat, þó hagkerfi Kína sé ekki rekið á sama hátt þá er það í viðskiptum við vesturlöndu og finnur illilega fyrir kreppunni þannig.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 14.11.2008 kl. 22:38

6 identicon

Salvör. Ég er einn þeirra sem hef ferðast óhemju mikið og séð hvernig stjórnarhættir virka víðs vegar um heim. Ég hafði það allstaðar á tilfinningunni að klárara fólk væri við stjórnvölinn en á Íslandi. Sú tilfinning er búinn að sanna sig svo rækilega að við erum aðlhlátursefni út um allann heim.

Ísland hefur verið rekið af klíku sem kallar sig Sjálfstæðisflokkurinn og hefur svifist einskins til að ná sem sterkustum tökum á öllu stjórnkerfinu. Pólitískar ráðningar óhæfra manna í toppstöður stjórnkerfisins bera þess glöggt merki.

Ég vill svo benda fólki á eitt. Þetta er ekki siðmenntað þjóðfélag. Siðmenntað þjóðfélag skilgreinist á því að fólk taki ábyrgð á mistökum. Það sjá þetta allir og vita. Ef Íslendingar gera ekkert í þessu núna þá eigum við skilið að vera þrælar stjórnvalda um aldur og ævi.

Viljið þið líka velta einu fyrir ykkur. Ef það er heimskreppa að skella á. Þá langar mig að spyrja hvernig standi á þvi að Íslendingar komi fyrst og verst útúr henni ?? Jafnvel verr en Bandaríkinn þar sem heimskasti forseti í sögu landsins hefur ráðið ríkjum.

Segir það ekki allt um vanhæfni Sjálfstæðisflokksins ?

Þröstur Heiðar (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 23:52

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það er sláandi að minna fólk á það, til dæmis þá sem búsettir eru í Bretlandi eða Bandaríkjunum að sumir telji okkur Íslendinga vera kanarífuglinn í námugöngunum.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 15.11.2008 kl. 00:28

8 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ísland er fyrsti dómínókubburinn sem fellur, síðan hver á fætur öðrum...eins og til var stofnað .

Georg P Sveinbjörnsson, 15.11.2008 kl. 00:58

9 Smámynd: Björn Finnbogason

Eins og í svo mörgu öðru verðum við fyrst, nú í gegnum kreppuna sem skekur heiminn.  Veit svo sem ekkert hvernig við komum út úr þessu en "lendum" greinilega fyrst.  Í því gætu falist tækifæri sem vert væri að skoða.  Við gætum t.d. orðið alþjóðleg peningamiðlun með vottorð frá IMF!  við höfum nú þokkalegar græjur í það;-D 

Björn Finnbogason, 15.11.2008 kl. 01:44

10 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Þröstur: Víst er syndaregistur Sjálfstæðisflokksins langt og þessi kreppa hefði ekki skollið svona þungt á okkur hefði hæfara fólk verið við stýrið. En þú heldur því fram að Íslendingar hafi fundið fyrst og verst fyrir henni. Það held ég að sé ekki rétt. Það er bara það að við erum þjóð á mjög afmörkuðu landssvæði þ.e. eyju, þá  er sýnileiki okkar í alþjóðasamfélaginu meiri.  Það er hrikalegt ástand og örvænting víða í Bandaríkjum, í borgarhverfum þar og mikið atvinnuleysi og uppflosnun. Þá á ég ekki við í hverfum sem voru slömm fyrir undirmálslánakreppuna, ég á við venjuleg hverfi svona eins og Grafarvoginn og Breiðholtið. Fólkið yfirgefur húsin sín, það er lenska í USA og það reynir að eyðileggja allt sem það getur áður, stífla lagnir og skemma. Bankarnir hirða húsin en geta ekki losnað við þau. Þetta er ríki þar sem er mjög lítið velferðarkerfi. Það hafa sennilega fleiri bankamenn misst vinnuna í USA en Íslendingar eru margir og engin von um vinnu fyrir það fólk.

Ég held ekki að við séum eins og kanarífuglinn í námagöngunum. Það var fólkið í usa sem fann fyrst fyrir kreppunni. Ég hugsa að við séum frekar heppileg táknmynd fyrir kreppuna, líka táknmynd um hvað gerist ef stjórnvöld ráða ekki við ástandið. það var líka aukabóla hér út af carry trade. En hvað getur verið betra tákn fyrir kreppuna en einmitt Icesave og land og þjóð sem er kennd við ís það er nefnilega þannig í fjármálaheiminum í dag að allt er frosið.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 15.11.2008 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband