Frítt að lemja löggur á Íslandi

Þegar maður les dóminn yfir þeim Algis Rucinskas, Sarunas Urniezius og Vitalij Gagin þá  veltir maður  fyrir sér hvort það verði ekki nýtt sport hjá útlendingum að flykkjast til Íslands til að buffa löggurnar okkar. Útlendingarnir geta bara yppt öxlum og sagt "I don´t speak Icelandic, I don´t understand". Svo borgar ríkisvaldið fyrir þá málvarnarkostnað og klappar þeim á öxlina og sendir þá út í frelsið. Um langt skeið hefur hefur Ísland verið markaðsett í ferðamennskunni sem svaðafaraparadís, fólk kemur hingað til að veiða hreindýr og ganga óbyggðir og þeytast niður flúðir. Núna bætast sem sagt lögguveiðar yfir nýja og frekar ódýra afþreyingu fyrir túrista. 

Það má lesa þennan dóm í heild á Dómasafni Héraðsdóms Reykjavíkur, 12. mars 2008 í máli nr. S-128/2008

Lögreglumennirnir sem voru óeinkennisklæddir munu hafa haft afskipti af fólki í vímu sem ætlaði að keyra af stað. Þá koma árásarmennirnir að og í dómnum bera lögreglumennirnir vitni um eftirfarandi:

"Stúlkan gekk til okkar og spurði okkur brosandi hvort við værum að ráðast á stelpu.  EV-0329 kynnti henni með því að sýna henni lögregluskilríki sín að við værum lögreglumenn og bað hana um að koma ekki að okkur þar sem við værum að vinna.  Í framhaldi af þessu komu nokkrir aðilar út úr bifreiðunum og hlupu að okkur.  EV sýndi þeim lögregluskilríki sín en okkur var strax ljóst að þeir væru erlendir og kölluðum við því til þeirra „Police“ ítrekað.  Auk EV náði HBS-0422 að sýna mönnunum lögregluskilríki sín og hrópa að þeim að við værum lögreglumenn.  Réðust mennirnir engu að síður á okkur með höggum og spörkum. "

 Í dómsorðinu er það hins vegar talið vafamál að árásarmennirnir hafi vitað að þeir væru að ráðast á löggur. Þar segir:

Ákærðu bera allir að þeir hafi fyrst gert sér grein fyrir að um lögreglumenn var að ræða þegar þeir heyrðu það hrópað á ensku og höfðu þeir sig þá á brott eins og rakið var.  Þegar virtur er framburður ákærðu og vitna um það hvort og hvenær lögreglumennirnir sýndu skilríki sín er það niðurstaða dómsins að verulegur vafi leiki á hvort ákærða hafi mátt vera ljóst að um lögreglumenn var að ræða þegar hann sló þá Eirík Valberg og Jón Gunnar eins og hann hefur verið sakfelldur fyrir.

 

Þar segir líka:

Ákærði Algis greiði 17.550 krónur í sakarkostnað en að öðru leyti skal hann greiddur úr ríkissjóði.  Hann greiði helming málsvarnarlauna verjanda síns, Jónasar Þórs Guðmundssonar hdl., 850.000 krónur, en helmingur þeirra skal greiddur úr ríkissjóði.  Málsvarnarlaun verjanda ákærða Sarunas, Bjarna Haukssonar hdl., og verjanda ákærða Vitalij, Lárentsínusar Kristjánssonar hrl., 850.000 krónur til hvors, skulu greidd úr ríkissjóði.

Ég er alveg steinhissa hvað það er billegt að ráðast á löggur á Íslandi. Hvernig hefði þetta verið ef þetta hefðu verið óbreyttir borgarar sem ráðist hefði verið á? Hefðu dómstólar á Íslandi borgað þeim Algis Rucinskas, Sarunas Urniezius og Vitalij Gagin fyrir að ráðast á okkur sem aldrei erum í einkenningsbúning?


mbl.is Kurr í lögreglumönnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband